Færslur: 2011 Nóvember
13.11.2011 17:00
Helguvíkin í þá tíð, Stakkurinn, Hólmsbergið og vitinn
Fremst er grassléttan á Berginu og um leið hinn jaðarinn af Helguvík, en hún er þarna á milli þessara tveggja nesja. Framan við Hólmsbergið sést kletturinn Stakkur og ofar á berginum má aðeins sjá ofan á Hólmsbergsvita og fyrir utan Stakkinn er eitthvert skip á siglingu © mynd úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldualbúmi
13.11.2011 16:00
Á Reykjanesi
Karlinn á Reykjanesi og annað kunnugtlegt þar um slóðir, er myndaefnið á þessum myndum
Frá Reykjanesi © myndir úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldumyndasafni
13.11.2011 15:00
Dyrhólaey (Portland)
Dyrhólaey ( Portland) © mynd úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni
13.11.2011 14:00
Bátar á útleið
Bátar á útleið © mynd úr gömlu fjölskyldusafni
13.11.2011 13:00
Þrír vitar
Hér koma þrír vitar og eru myndirnar úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni. Vitarnir eru Garðaskagaviti, Hólmsbergsviti og Reykjanesviti
Garðskagaviti
Hólmsbergsviti
Reykjanesviti
© myndir úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni
13.11.2011 12:00
Úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni - óþekkt skip
SN eitthvað er nafnið, að mér sýnist, en hvar þetta er tekið er ég alls ekki viss, gæti þó allt eins verið í Njarðvik? © mynd úr 50 - 60 ára gömlu fjölskyldusafni
13.11.2011 11:00
Paterna
Í gærkvöldi tók ég myndir af skipinu koma til Helguvíkur, en þær voru svona hálfgerður feluleikur, enda dimman búin að taka völdin. Tók ég því þessar í morgun þegar birtan var búin að taka völdin.
Paterna í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 13. nóv. 2011
13.11.2011 09:56
Í gær
Á meðan skipinn Alma og Græni Lófótur liggja aðgerðalaus við bryggju vegna lögbanns
á umskipun

er Loðnuvinnslan að skipa út eigin afurðum í skip sem heitir því skrýtna
nafni

Hér er mynd af annari skotflauginni sem var notuð við að koma taug á milli Ölmu og Hoffells eins og frægt er orðið.


Verðum við ekki að setja eina af kallinum líka

Ljóta hliðin á annars ágætu skipi

og svo ein fyrir húsasmiðinn Þorstein Bjarna Sæfari SU 85

13.11.2011 09:10
Pollux SH 40 verður Frigg ST 69
Þennan bát þekkja allmargir Strandamenn hann var í eigu Guðmundar Ragnars fátæka á Drangsnesi og hét þá Kristbjörg. Þannig að hann er nánast aftur komin heim, allavega heim til Hólmavíkur
© myndir og texti: Jón Halldórsson, holmavik. 123.is
13.11.2011 00:00
Hrafnkell NK 100 / Skálaberg NS 2 / Stígandi VE 77 / Sæþór Árni VE 34

104. Hrafnkell NK 100 © mynd Snorrason

104. Skálaberg NS 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm.: Hafsteinn Jóhannsson

104. Skálaberg NS 2 © mynd Snorrason (sama mynd og hér fyrir ofan en mismunandi merkt ljósmyndara)

104. Stígandi VE 77, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

104. Sæþór Árni VE 34 © mynd Snorrason

104. Sæþór VE 34 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm.: ókunnur

104. Sæþór Árni VE 34, í Vestmannaeyjum © mynd Bjarni Guðmundsson, 1979

104. Sæþór Árni VE 34, ( sá guli) í Vestmannaeyjum © mynd Bjarni Guðmundsson, 1979
Smíðaður í Spillesboda í Svíþjóð 1946 eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar. Stækkaður 1974.
Úreldingasjóður 1981. eftir að hirt hafi verið allt nýtilegt úr bátnum var honum sökkt í Halldórsgjá, NV af Stóra - Enni við Vestmannaeyjar 1981.
Nöfn: Hrafnkell NK 100, Skálaberg NS 2, Stígandi VE 77 og Sæþór Árni VE 34
12.11.2011 23:27
Síðasta sjóferðin - og sólsetur í dag
Sæll Emil !
Hvað sem öðru líður verður ekki frá þér tekið að þú leggur mikla rækt við síðuna þína. Mig langar að leggja dálítið inn ef ég má. Þessar myndir voru teknar í dag (laugardag) um borð í Stakkanesinu úti við sjöbaujuna. Veðrið var eins og sjá má og aflinn var sæmilegur, nokkrir ágætlega vænir þorskar og aðrir minni, ein góð ýsa, nokkrar lýsur, einn stór krossfiskur og einn vænn hraunmoli! Róðurinn var líklega sá síðasti þetta árið, nema veðrið á morgun verði alveg sérstakt. Stakkanesið verður tekið á land í næstu viku og sett í vetrarnaust.
Þú mátt nota myndir og texta að eigin vild.
Kv. Gunnar Th.
- Gunnari sendi ég kærar þakkir bæði fyrir myndirnar og hlý orð -
Glæsilegt myndarefni © myndir Gunnar Th. 12. nóv. 2011
12.11.2011 23:00
Erlingur V. VE 65 / Askur KE 11 / Hamar GK 32
Flest öll þessi systurskip fórust með einum eða öðrum hætti, þótti þau vera völt
Erlingur V. VE 65 © mynd Snorrason
Askur KE 11 © mynd Snorrason
Askur KE 11 © mynd Snorrason
Hamar GK 32, í Reykjavíkurhöfn © mynd Snorrason
Smíðaður i Hálmstad, Svíþjóð 1946 eftir teikningu Bárðar Tómassonar.
Systurskip bátsins þóttu öll óörugg, enda hvoldu þau flest og sukku.
Eldur kom upp í bátnum 1960. er hann bar nafnið Askur, í Keflavíkurhöfn og sökk hann. Eftir að hafa verið bjargað upp var hann endurbyggður hjá Drátarbraut Keflavíkur 1961 - 1962.
Báturinn sökk 30 sm. SA af Snæfellsjökli í fyrstu ferð sinni eftir endurbyggingu) á leið á síldarmiðin undan Norðurlandi 30. júní 1962
Nöfn: Finnbjörn ÍS 24, Erlingur V. VE 65, Askur KE 11 og Hamar GK 32![]()
12.11.2011 22:00
Kyrrlátt kvöld við fjörðinn
Grundarfjörður um kl. 18.30 í kvöld © myndir Heiða Lára, 12. nóv. 2011
12.11.2011 21:30
Paterna í Helguvík í kvöld
Patena © mynd MarineTraffic. Jan Daníels
Paterna og Magni í tunglsljósinu í kvöld
Paterna og Magni í Helguvík í kvöld © myndir EMil Páll. 12. nóv. 2011
í kvöld
12.11.2011 20:02
Skálaberg NS 2
105. Skálaberg NS 2 © mynd Snorrason
- Nánar um bátinn í máli og myndum hér á síðunni á miðnætti -
