Færslur: 2012 Janúar
28.01.2012 15:00
Gunnar Há, í smíðum
500. Gunnar Hámundarson GK 357, í smíðum hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur, 1953 © mynd af Fb síðu SN
28.01.2012 14:00
Hamravík vígir nýju brautina
82. Hamravík KE 75, vígir nýju brautina hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd af Fb síðu SN
28.01.2012 13:00
Falleg rækja á Arnarfirði
Arnarfjarðarrækja um borð í 1951. Andra BA 101 © myndir Jón Páll Jakobsson, í jan. 2012
28.01.2012 12:00
Sæfari EA 333 / Árný SF 6 / Sæbjörg EA 184 / Örlygur KE 111 / Atlavík BA 108 / Atlavík RE 159
1263. Sæfari EA 333
1263. Árný SF 6 © mynd Snorrason
1263. Árný SF 6 © mynd í eigu Hilmars Bragasonar, ljósm.: sverriralla
1263. Sæbjörg EA 184 © mynd Snorrason
1263. Örlygur KE 111 © mynd Skerpla
1263. Atlavík BA 108 © mynd Snorrason
1263. Atlavík RE 159 © mynd Sax, Ingólfur Arnar Ármannsson
1263. Atlavík RE 159 © mynd Sigurlaugur, jóladag 2009
1263. Atlavík RE 159 © mynd Sigurlaugur, jóladag 2009
Smíðaður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972.
Nöfn: Sæfari EA 333, Búi EA 100, Árný ÞH 228, Árný SF 6, Sæbjörg EA 184, Örlygur KE 111, Atlavík BA 108 og núverandi nafn: Atlavík RE 159
28.01.2012 11:00
Gunnjón GK 506 bíður sjósetningar
1625. Gunnjón GK 506, tilbúinn til sjósetningar hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson
28.01.2012 10:05
Skipið var í íslenskri eigu
Norska fyrirtækið Nergård, annað stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Noregi, ætlaði að nota Hallgrím SI-77, sem sökk á miðvikudag, til þess að færa kvóta á milli skipa. Þetta segir Bjørn Sjåstad, skipasölumaður, sem annaðist söluna.
Samkvæmt norskum lögum verður útgerðin að setja eitt skip í brotajárn til þess að geta flutt kvóta á milli skipa. Ætlunin var að skrá Hallgrím í Noregi, setja hann í brotajárn og færa kvóta hans yfir á annað skip. Þar sem salan var því skilyrði háð að skipið stæðist skoðun í Noregi var það enn í eigu íslensku útgerðarinnar Ásvalla þegar það sökk að sögn Sjåstads. Sigldi það jafnframt undir íslensku flaggi.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að Sjåstad hitti Eirík Inga Jóhannsson, skipverjann sem bjargað var, í Noregi. Hann segir að Eiríkur Ingi vilji ekki segja frá því sem gerðist þegar skipið sökk í fjölmiðlum fyrr en hann er búinn að segja fjölskyldum mannanna þriggja sem fórust frá atburðunum. Eiríkur Ingi kom til landsins í gær.
28.01.2012 10:00
Rúmlega 70 ára gamall bátur í endurbyggingu
5817. Bjarmi EA 354, eða svo heitir hann á þessari mynd. Um er að ræða bát sem smíðaður var á Siglufirði 1938 og var endurbyggður og lengdur 1951. Sýnist mér að vél sú sem sett var í hann þá sé enn í honum a.m.k er það samskonar vél og jafn stór þ.e.SABB 16 hestafla. Báturinn mælist þá 2,46 rúmlestir en er nú sagður 2.7 rúmlesta og þó undarlegt sé þá er nú verið að endurbyggja hann, en að þessu sinni í Keflavík. Hefur báturinn borið Bjarma nafnið og þetta númer frá upphafi, þó telja núverandi eigendur að hann hafi í fyrstu heitið Heimir EA, en ég fann enga staðfestingu á því.
Í dag er hann í eigu Péturs Óla Péturssonar í Keflavík og heimsótti Þorgrímur Ómar Tavsen, hann og tók þær myndir sem nú koma af bátum eins og hann lítur út.
Unnið að endurbyggingu 5817, Bjarma EA, í Keflavík í gær © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 27. jan. 2012
Af Facebook:
Þorgrímur Ómar Tavsen Það er sama vél og sá sem gerði upp flestar vélarnar í safninu í Garði er búinn að gera hana eins og nýja ;-)
28.01.2012 00:00
Siglufjarðar-Seigur
Síðan er verið að byrja á nýsmíði fyrir Seiglu á Akureyri og fer sá bátur til Danmerkur og eru bundnar miklar vonir við sölu á bátum þangað. Siglufjarðar-Seigur er með óselda nýsmíði hjá sér og er skrokkur og brú tilbúin, það má segja að báturinn sé tæplega fokheldur.
Það er verið að ganga frá strandveiðibát fyrir Gunnar Júlíusson sem er að verða tilbúinn og vinna við þessar framkvæmdir hjá fyrirtækinu 7 manns að staðaldri. Rafmagnsvinnan er í höndum Raffó og sér Sigurbjörn Jóhannsson um hana.
Steypumót
Er í lengingu upp á 2,70 m.
Sami bátur
Óseldur 30% tilbúinn
Fannar tilbúinn eftir lagfæringar
Nýsmíði fyrir Gunnar Júlíusson (strandveiðibátur)
Sami bátur
Sami bátur
Texti og myndir: GJS
27.01.2012 22:45
Myndir af mönnunum sem fórust með Hallgrími SI

Einar G. Gunnarsson Gísli Garðarsson Magnús Daníelsson
Nöfn þeirra sem eru taldir af:
Magnús Þórarinn Daníelsson, Mávatjörn 17, Reykjanesbæ, fæddur árið 1947. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Magnús var skipstjóri Hallgríms SI-77.
Gísli Garðarsson, Vatnsholti 26, Reykjanesbæ fæddur árið 1949. Hann lætur eftir sig eiginkonu.
Einar G. Gunnarsson, Logafold 29, Reykjavík, fæddur 1944. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn.
27.01.2012 22:30
Sólborg SU 202 - fyrir og eftir
1359. Sólborg SU 202, fyrir og eftir breytingar © myndir Óðinn Magnason
27.01.2012 22:00
Vonin II VE 113 / Vonin II ST 6
910. Vonin II VE 113 © mynd Snorri Snorrason
910. Vonin II ST 6, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1988
Smíðaður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja hf. 1943. Yfirsmiður var Gunnar Marel Jónsson. Rak upp í fjöru innanvert í Sandgerði 17. feb. 1943, náð út aftur. Talin ónýt 21. nóv. 1991, bútaður niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 5. nóv. 1992 og brenndur á áramótabrennur ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.
Nöfn: Vonin II VE 113, Vonin II GK 113, Vonin II SH 199, Vonin II SF 5, Vonin II ST 6 og Vonin II GK 136.
27.01.2012 21:01
Tungufell BA 326 / Jóhann Gíslason ÁR 52
1067. Tungufell BA 326 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson
1067. Jóhann Gíslason ÁR 52, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1992
Smíðanr. 59 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, Noregi 1968.
Tekinn af skrá 13. nóv. 1992 og talinn ónýtur. Var þá lagt við bryggju í Þorlákshöfn, en síðan siglt til Ghana í Afríku og gert þar út af Erni Traustasyni o.fl. og þar var skipið á árinu 2000 er það var aftur sett á skrá hér á landi. Eftir að hafa legið í meira en eitt ár í Njarðvíkurhöfn var það selt á nauðungaruppboði sumarið 2003 og komst þá í eigu íslensk skipstjóra á millilandaskipi í Noregi, sem taldi sig hafa selt það til Afríku í september 2003, en salan gekk til baka og stóð þá til að gera skipið út á netaveiðar frá Reykjavík. Þann 30. nóv. 2005 var skipið aftur selt á nauðungaruppboði og komst þá í eigu Reykjaneshafnar og lá um tíma í Njarðvíkurhöfn, eða til 28. nóv. 2006 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Hringrás hf. tætti það niður í brotajárn.
Nöfn: Tungufell BA 326, Tungurfell BA 325, Jón á Hofi ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 42, Jóhann Gíslason ÁR 52, Jóhann Gíslason og aftur Jóhann Gíslason ÁR 42 og Gunnþór GK 24.
27.01.2012 20:00
Ársæll Sigurðsson GK 320
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 © mynd Snorrason
27.01.2012 19:00
Húni HU 1 / Ólafur II KE 149

591. Húni HU 1 © mynd af google, ljósm.: sk.siglo.is

591. Ólafur II KE 149, í Keflavíkurhöfn á sjómannadag © mynd Emil Páll
Smíðaður í Fustenburg, Þýskalandi 1957, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Stækkaður 1975. Fórst út af Hópsnesi, aðfaranótt 2. mars 1976, ásamt 8 manna áhöfn.
Nöfn: Húni HU 1, Ólafur II KE 149 og Hafrún ÁR 28.
27.01.2012 18:00
Fjölnir ÍS 177 / Bergþór KE 5 / Jóhann Guðnason KE 77 / Sigurður Þorleifsson GK 256 / Kopanes S 702
1333. Fjölnir ÍS 177 © mynd Snorrason
1333. Fjölnir ÍS 177 © mynd Eyfirsk smíði, Árni Björn
1333. Fjölnir ÍS 177 © mynd Eyfirsk smíði, Árni Björn
1333þ Bergþór KE 5 © mynd Emil Páll
1333. Bergþór KE 5 © mynd Emil Páll
1333. Jóhann Guðnason KE 77 © mynd Emil Páll
1333. Sigurður Þorleifsson GK 256 © mynd Púki Vestfjörð
1333. Sigurður Þorleifsson GK 256 © Snorrason
1333. Sigurður Þorleifsson GK 256 © mynd Þór Jónsson
Kopanes S 702 © mynd Trawler Photos, jops
Kopanes S 702 © mynd Patraig Ring
Smíðanúmer 51 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973, Lengdur 1981. Yfirbyggður 1985.
Var númer 9 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni.
Fyrsta íslenska fiskiskipið sem hafði um borð línubeitingavél, það var árið 1975. Vélin var frá norska fyrirtækinu Mustad Stöperi & Mek. verksted A/S.
Seldur úr landi til Cork í Írlandi, 7. ágúst 1992. Seldur síðan í brotajárn í Hull, Englandi 2006
Nöfn: Fjölnir ÍS 177, Bergþór KE 5, Jóhann Guðnason KE 77, Sigurður Þorleifsson GK 256, Eyfell EA 540, Kópanes SH 702 og Kopanes S 702 (Írlandi)
