Færslur: 2012 Janúar

22.01.2012 00:00

Hans Jakob GK 150

                     1639. Hans Jakob GK 150 © myndir Emil Páll, 20. janúar 2010

21.01.2012 23:00

Þerney Re - 1. veiðiferð 2012 - 3. hl.Bóndadagsveðrið, strákarnir að vinna í trollviðgerðum og sjórinn gengur yfir allt skipið, Örvar nálasérfræðingur fær að vera í skjóli.


                                                Verið að sigla á móti veðrinu


            Matsmenn sitthvorar vaktar að spjalla sama á vaktaskiptum. Tóti og Gestur


                        Einn af fallegustu sjómönnum Íslands, Birgir Birgisson
                                 © myndir Hjalti Gunnarsson, í jan. 2012

21.01.2012 22:00

Bliki SU 108 / Vörðufell KE 117 / Bolli KE 46

Þessi bátur var smíðaður á Seyðisfirði og síðan þegar hann var orðinn um 20 ára gamall, keypti íslendingur búsettur í Noregi bátinn og gaf honum nafn eftir tengdamóður sinni. Ætlaði hann að nota bátinn sem skemmtibát ytra.


                       1248. Bliki SU 108 © mynd Snorrason


       1248. Bliki SU 108, í Keflavík © mynd Emil Páll


                           1248. Vörðufell KE 117, í Sandgerði © mynd Emil Páll


                              1248. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 20 hjá  Skippasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði, 1972. Úreldur 24. nóv. 1992. Seldur til Noegs í júlí 1993. Kaupandi í Noregi var Lárus Ingi Lárusson, sem var ættaður úr Njarðvik og hafði búið ytra í 10 ár. Gaf hann bátnum nafnið Oddbjörg, eftir tengdamóður sinni og sigldi bátnum út. Fór hann frá Njarðvík að kvöldi 30. júlí 1993 og kom til heimahafnar í Noregi 8. ágúst. Í Noregi ætlaði hann að nota bátinn sem skemmtibát og var með skipaskrárnúmerið L9567.

Nöfn: Kristín NK 17, Bliki SU 108, Vörðufell HF 1, Vörðufell KE 117, Bolli KE 46 og Oddbjörg. Ókunnugt um frekari sögu.

21.01.2012 21:00

Sunna SK 14 / Litlanes SF 5 / Una SU 89

Hér er á ferðinni Akureyrarsmíði, sem var lagt í Sandgerðishöfn 2004 og sökk þar síðan og í framhaldi af því að honum var náð upp var hann mulinn þar niður.


                     1237. Sunna SK 14 © mynd Eyfirsk smíði, Árni Björn Árnason


                     1237. Litlanes SF 5 © mynd Snorrason


                   1237. Una SU 89 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Gunnlaugs og Trausta, Akureyri 1972. Lagt í Sandgerðishöfn veturinn 2004, Afskráður sem fiskiskip 2006. Sökk í Sandgerðishöfn 29. janúar 2008, en þá nokkru áður hafði Sandgerðishöfn leyst hann til sín. Mulinn niður í Sandgerði í maí 2008.

Nöfn: Sunna SK 14, Litlanes ÞH 52, Litlanes NS 51, Litlanes SF 5, Jón Kjartan HU 27, Bragi SU 274, Bragi GK 274, Leynir GK 8, Bragi SU 89, Leynir SU 89 og Una SU 89,

21.01.2012 20:00

Gunnar Guðmundsson RE 19 / Pétur Jacop SH 37 / Veiga GK 4

Nokkuð tíðar breytingar á nöfnum eða skráningu voru á þessum þau 20 ár sem hann var til hérlendis.


                    1227. Gunnar Guðmundsson RE 19 © mynd Snorrason


                       1227. Pétur Jacop SH 37 © mynd Snorrason


                                         1227. Veiga GK 4 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 3 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar, Skagaströnd, árið 1972. Tekinn af skrá 11. apríl 1994 og óákveðið þá hvort hann yrði seldur úr landi eða fargað.

Nöfn: Þytur NS 22, Þytur SU 89, Gunnar Guðmundsson RE 19, Þrái HF 127, Pétur Jacop SH 37, Leó VE 400 og Veiga GK 4.

21.01.2012 19:00

Árni ÓF 44 / Árni SH 262 / Árni Óla ÍS 81

Þó þessa hafi verið til í meira en 30 ár skipti hann oft um skráninganúmer, en hélt nánast alltaf sama nafninu þó hann bætti við það öðru nafni í restina.


                         1222. Árni ÓF 44, (sá aftari) © mynd Kristinn Benediktsson

 1222. Árni SH 262 © mynd Snorrason


                         1222. Árni SH 262 © mynd Snorrason


                  1222. Árni Óla ÍS 81 © mynd Skerpla

Smíðanúmer 28 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði, 1972, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Brenndur á áramótabrennu í Súðavík, 31. des. 2008.

Nöfn: Árni ÓF 44, Árni SF 70, Árni ÞH 252,  Árni HF 15,  Árni SH 262, Árni Óla ÍS 265, Árni Óla ÍS 81, Árni Óla KE 12 og aftur Árni Óla ÍS 81

21.01.2012 18:00

Surtsey VE 2 / Stokksey ÁR 50 / Termacia FR 331

Hér kemur eitt raðsmíðaskipið frá Akureyri, sem var yfirbyggt í Njarðvík. Selt úr landi til Skotlands þar sem það sökk fljótlega.


                       1245. Surtsey VE 2 © mynd Snorrason  


       1245. Surtsey VE 2 © mynd Eyfirsk skip, Árni Björn


                       1245. Stokksey ÁR 50 © mynd Ísland 1990


                         1245. Stokksey ÁR 50 © mynd Snorrason


                          1245. Stokksey ÁR 50 © mynd Snorrason


                                1245. Stokksey ÁR 50 © mynd Valur Stefánsson


                      1245. Termacia FR 331 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

Smíðanúmer 38 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Smíð nr. 5 af 14 í raðsmíðaflokki 105 - 150 tonna stálbáta hjá Slippstöðinni. Yfirbyggður hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1979. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætt við að nota hann 31. mars 1995. Seldur til Skotlands 14. mars 1996. Sökk 16. febrúar 1998.

Nöfn: Surtsey VE 2, Stokksey ÁR 50, Aldey ÞH 110 og Termacia FR 331

21.01.2012 17:00

Ólafur Sólimann KE 3 / Pólstjarnan KE 3 / Freyja GK 364 / Keli

Hér kemur Isafjarðarsmíði, sem var yfirbyggð á Seyðisfirði, en eftir þokkalega útgerð hérlendis var hann seldur til Írlands og síðast frétti ég af honum í Króatíu


                                 1209. Ólafur Sólimann KE 3 © mynd Emil Páll


                                 1209. Pólstjarnan KE 3 © mynd Emil Páll


        Táknræn og skemmtileg mynd er sýnir þegar 1209. Freyja GK 364, er að taka við hlutverki 426. Freyju GK 364 © mynd Emil Páll


                       1209. Freyja GK 364 © mynd Ísland 1990


                   1209. Freyja GK 364 © mynd Snorrason


                                        Keli, ex 1209, í Króatíu, 4. jan. 2004

Smíðanúmer 45 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1973 iog kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1973. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf., Seyðisfirði 1988. Úrelding samþ. í sept 1994. Seldur úr landi til Írlands 10. des.1994. Seldur til Króatíu 2004 og síðan veit ég ekki meira um bátinn.

Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 363, Freyja SO ???, Kelly J og Keli

21.01.2012 16:10

Bláfell: 12 sómabátar og þar af 4 til Vestfjarða

Hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú hafa nú verið pantaðir 12 nýir Sómabátar af ýmsum stærðum og fara þeir á ýmsa staði hérlendis, en athygli vekur að 4 fara til Ísafjarðar og einn til Patreksfjarðar. Hinir dreifast bæði á höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin og víðar. Sennilega eftir helgi, koma nýjar fréttir frá þessari framleiðslu


      Hér sjáum við þrjá af þeim fjórum bátum sem fara til Ísafjarðar, en meira um þá og fyrirtækið, sennilega eftir helgi © mynd Emil Páll, 22. nóv. 2011

21.01.2012 15:00

Gunnhildur ST 29

Þessi eyjasmíði frá því árinu fyrir gos, endaði með því að verða mulinn niður í Sandgerði árið 2008, Á öllum þessum árum bara hann nánast aðeins eitt nafn og númer, þó hann hafi fengið annað númer í lokin, en útgerð á því númeri var lítið ef þá nokkur.


                   1232. Gunnhildur ST 29 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 8 hjá Skipaviðgerðum hf., Vestmannaeyjum, árið 1972. Stóð uppi á hafnargarðinum í Sandgerði frá árinu 2004. Afskráður sem fiskiskip 2006. Talinn ónýtur 2007 og mulinn niður í Sandgerði í maí 2008.

Nöfn: Gunnhildur ST 29, Gunnhildur KE 22 og aftur Gunnhildur ST 29

21.01.2012 14:40

Sigurbergur GK 212 / Geiri Péturs ÞH 344 / Una í Garði GK 100

Þessi Akureyrarsmíði, var dreginn sem skokkur til Hafnarfjarðar þar sem hann var fullgerður, síðan fór hann i miklar breytingar. Hann fórst síðan á 30 ára afmælisárinu og með honum tveir menn.


         1207. Sigurbergur GK 212 © mynd Árni Björn Árnason


                     1207. Geiri Péturs ÞH 344 © mynd Snorrason


                        1207. Una í Garði GK 100 © mynd Snorrason


                                    1207. Una í Garði GK 100 © mynd Ísland 1990


                               1207. Una í Garði GK 100 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 56 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri og nr. 35 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði, árið 1971. Skipið var númer 2 af 14 raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni hf., Akureyri. Skrokkurinn var smíðaður á Akureyri og síðan dreginn til Hafnarfjarðar þar sem hann var hann var fullgerður. Lengdur í Hafnarfirði 1974. Yfirbygging 1977. Stytting og aðrar fjölþættar breytingar s.s. sleginn út að aftan og sett á hann skutrenna, perustefni ofl. í Nordship skipasmíðastöðinni i Gdansk í Póllandi, veturinn 2000.

Fórst norður af Málmey á Skagafirði 17. júlí 2001 og með honum tveir menn.

Nöfn: Sigurbergur GK 212, Geiri Péturs ÞH 344 og Una í Garði GK 100

21.01.2012 12:00

Arnarberg RE 101 / Erlingur RE 65 / Erlingur SF 65 / Öðlingur SF 165

Þessi var fluttur inn nokkra ára gamall og gerður síðan út á fjórða áratug og endaði þá í pottinum fræga.


                      1206. Arnarberg RE 101 © mynd Snorrason


                              1206. Erlingur RE 65 © mynd Hilmar Bragason


                          1206. Erlingur SF 65 © mynd Snorrason


                                                 1206. Öðlingur SF 165

Smíðaður hjá J.M. Klevset Baatbyggeri A/S, Bardset, Noregi 1968. Innfluttur í jan. 1972.   Lengdur í Hafnarfirði 1973. Seldur til Danmerkur til niðurrifs í des. 2007

Nöfn: O.E. Iversen, Arnarberg RE 101, Erlingur RE 65, Erlingur SF 65 og Öðlingur SF 165.

21.01.2012 11:20

Hafrún


                                  1919. Hafrún © mynd Ísland 1990

21.01.2012 09:00

Fíi SH 9


                             7205. Fíi SH 9, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2009

21.01.2012 08:30

Röst RE 107


      409. Röst RE 107 © mynd Emil Páll, um 1980