Færslur: 2012 Janúar

06.01.2012 18:20

Ársæll Sigurðsson GK 320 / Sigurjón Arnlaugsson GK 16 / Þórir VE 16
    290. Ársæll Sigurðsson GK 320 © myndir Snorrason


            290. Sigurjón Arnlaugsson GK 16 © mynd Snorrason


           290. Þórir VE 16, © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

Smíðaður í Rödvig, Danmörku 1946

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. sept. 1985. Sökkt í Halldórsgjá, NV af Stóra-Enni við Vestmannaeyjar

Nöfn: Dagur RE 71, Ársæll Sigurðsson GK 320, Sigurjón Arnlaugsson GK 16 og Þórir VE 16

06.01.2012 18:00

Faldur


                           1267. Faldur, á Húsavík © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 17:15

Þorkell Björn GK 42


           1189. Þorkell Björn GK 42, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 16:25

Íslensk skúta - síðan færeysk

Skipini í Vagum:


                           Skarphéðinn TG 594 ex GK 11 © mynd vagaskip.dk

Bygd 1885 hjá T.Smith í Rye
Stødd 82 BRT. & 55 NRT.

1931 - 61 HK motor ísettan og broytt Stødd : 82 BRT. & 50 NRT.

Nøvn:
1885 - James Spurgeon GY1017 - H.Berkmann
1887 - James Spurgeon GY1017 - W.Empson
1894 - James Spurgeon GY1017 - W.M.& G.Staples
1897 - Skarphédinn GK11 - Jón Jónson, Midhúsum, Seltjarnarnes, Reykjavík
1916 - Skarpheðinn TG594, Trongisvaag - Hans Pauli Mortensen
1930 - Skarpheðinn VA1, Sørvág - N.Niclasen
1947 - Høganes FD5, Toftir - Júst ú Túni
1953 - Høganes FD5, Toftir - D.P.Højgaard
1969 - Høganes FD5, Lamba - J.J.Johannsen
1985 - Høganes FD5, Runavík - áhugafelagið Høganes

06.01.2012 16:00

Reginn ÁR 228


      1102. Reginn ÁR 228, að koma inn til Þorlákshafnar © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 15:45

Gera það gott í Noregi

grindavik.is:

Gera það gott í Noregi

Nýverið afhenti Bátasmíðastöðin Seigla ehf. á Akureyri bátinn Saga K, sem er stærsti plastfiskibátur sem smíðaður hefur verið á Íslandi eins og lesa má um hér. Saga K er smíðuð fyrir útgerðarfélagið Eskøy AS í Tromsø í Noregi en þrír Íslendingar, þar af tveir grindvískir bræður, standa að því félagi. Ítarlega er sagt frá nýja bátnum og útgerðinni í nýjustu Fiskifréttum.

Saga K er 15 metra langur bátur og flokkast því sem smábátur í norska kerfinu. Skráð lengd er nánar tiltekið 14,98 metrar og skráð breidd er 5,70 metrar. Mesta lengd, frá trjónu framan á og með kassa að aftan, er hins vegar yfir 18 metrar og mesta breidd er 5,80 metrar. Hæðin er mikil á bátnum, um 8 metrar, enda er hann þriggja þilfara.

Þess má geta til samanburðar að mesta hæð á 15 tonna plastfiskibátum hér á landi er um 5 metrar. Brúttótonn skipta ekki miklu máli í norska kerfinu en Sverrir sagði að báturinn mældist um 50 brúttótonn væri hann skráður hér á landi.

Íslendingaútgerðin Esköy í Tromsö í Norður-Noregi hefur vakið athygli þar í landi fyrir að fara aðrar leiðir en þekkjast í norskri smábátaútgerð. Ástæða þess að við ákváðum að semja um smíði á nýjum báti var sú að fyrir rúmu ári misstum annan af bátunum okkar, sem hét Saga K eins og þessi nýi," sagði Bjarni Sigurðsson, einn eigenda Esköy útgerðarinnar þegar Fiskifréttir inntu hann eftir aðdraganda þess að þeir réðust í nýsmíðina, en meðeigendur hans í útgerðinni eru bræðurnir Helgi og Hrafn Sigvaldasynir frá Grindavík.

,,Við þurftum sem sagt að fá nýjan bát og töldum skynsamlegast að láta smíða bát af sömu stærð og gerð og hinn báturinn okkar Ásta B er. Sá var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði. Okkur lá mikið á að fá nýjan bát sem allra fyrst en þar sem Trefjar gátu ekki afgreitt slíkan bát nógu fljótt að okkar mati sömdum við um kaup á báti sem þegar var í smíðum hjá Seiglu á Akureyri. Samningurinn gerði ráð fyrir að báturinn yrði afhentur 15. júlí síðastliðinn en afhendingin dróst alveg fram í miðjan desember sem auðvitað var bagalegt fyrir okkur. Að því frátöldu erum við ánægðir með bátinn og bindum vonir við að hann reynist vel."

Allir þrír eru skipstjórar. Helgi verður skipstjóri á hinni nýju Sögu K og Sævar Ásgeirsson á móti honum. Bjarni verður áfram skipstjóri á Ástu B og Hrafn verður á móti honum. Stór hluti áhafnar bátanna er Íslendingar sem kunna vel til verka um borð í beitningarvélabátum. Áætlað er að hin nýja Saga K hefji veiðar fljótlega á nýju ári.

Esköy útgerðin hefur vakið athygli í Noregi fyrir að fara öðrum vísi að en gerist og gengur í norska smábátageiranum. Íslendingarnir gera út öfluga báta með öflugum beitningarvélum og eru með skiptiáhafnari sem gerir þeim kleift að halda bátunum úti sex daga í viku árið um kring. Þá hafa þeir einbeitt sér að veiðum á ýsu sem er utan kvóta og fyrir vikið eru þeir aflahæstu ýsuveiðimenn smábátaflotans í Noregi eins og vakin hefur verið athygli á í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet/Fiskaren. Hlutfall ýsu af heildarafla Ástu B á árinu 2011 var um 64%.

Sjá nánar í Fiskifréttum.

06.01.2012 15:25

Sænes SU 44


                                1068. Sænes SU 44 © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 14:35

Fyrsta togaralöndun ársins á Siglufirði

Fyrsta löndun ársins

Í morgun var landað úr Múlabergi á Siglufirði rúmlega 70 tonnum af fiski, langmest þorski, eftir aðeins tveggja daga veiðiferð. Þetta var fyrsta löndun ársins hjá Ramma og aflinn verður unninn í fiskvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins í dag.

Múlaberg í Siglufjarðarhöfn í morgun.© mynd Rammi hf.

06.01.2012 14:25

Jóhanna ÁR 206


                   1043. Jóhanna ÁR 206, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson 2011

06.01.2012 13:00

Daníel SI 152


                            482. Daníel SI, á Siglufirði © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 12:00

Aníta KE 399


                            399. Aníta KE 399 © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 11:42

Sigurður VE 15


                      183. Sigurður VE 15, í Reykjavík © mynd Ragnar Emilsson, 2011

06.01.2012 09:15

Birta SH 13

Arnar Laxdal Jóhannsson, sendi mér þessar myndir, en kona hans Bryndís Ásta tók þær. - Sendi ég þeim báðum kærar þakkir fyrir -


                                  1927. Birta SH 13 © myndir Bryndís Ásta

Smíðaður í Stálsvík hf., Garðabæ 1988, lengdur í miðju 1994, af Orra hf., Mosfellsbæ

Nöfn: Brimnes SH 717, Guðmundur Jensson SH 717, Freyja GK 364, Freyr GK 364, Valdi SH 94, Birta SH 13 og núverandi nafn: Birta SH 707.

06.01.2012 00:00

Ragnar Emilsson, ljósmyndari og skipstjóri

Myndir Ragnars Emilssonar, skipstjóra hafa vakið þó nokkra athygli hér á síðunni, bæði núna og eins áður. Fannst mér því rétt að birta hér syrpu af myndum af honum sjálfum á vettvangi. Af nógu er að taka, en læt þessar duga að sinni a.m.k. - Jafnfram sendi ég Ragnari bestu kveðjur og þakklæti fyrir allar myndirnar -  Næstu daga höldum við síðan áfram með að skoða myndir sem hann tók á síðasta ári, víða um landið.
                                     Ragnar Emilsson © myndir í eigu Ragnars

05.01.2012 23:29

Fyrirlestur um eldsvoðann um borð í Goðafossi

af vef Landhelgisgæslunnar:

Godafoss07


Einar Örn Jónsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins hélt í morgun fróðlegan fyrirlestur um borð í varðskipinu Þór þar sem hann fjallaði um eldsvoðann sem varð í Goðafossi þann 30. október 2010. Börðust skipverjar við mikinn eld í skorsteinshúsi skipsins, í aftakaveðri milli Íslands og Færeyja.  Var þá Einar Örn þá 2. stýrimaður í afleysingum.

Var fyrirlestur Einars mjög vel sóttur af áhöfnum varðskipa og loftfara Landhelgisgæslunnar.


Godafoss_eldur_fyrirlIMG_5962-(1)
Í skýrslu Rannsóknanefndar sjóslysa kemur fram að góð þjálfun og rösk viðbrögð skipverja hafi gert gæfumuninn hversu vel tókst til við gífurlegu erfiðar aðstæður.

Í atvikalýsingu segir m.a.;

"...þegar skipið var statt á 64°01´N og 11°06´V, urðu skipstjórnarmennirnir á stjórnpalli varir við að mikill bjarmi lýsti upp umhverfið aftan við skipið. Skipstjórinn lét yfirvélstjórann vita að öðru hvoru gysu miklar eldtungur upp úr reykröri aðalvélar."  

 "Áhöfn var kölluð út til slökkvistarfa samkvæmt neyðaráætlun og skipinu snúið upp í veðrið og haldinn sjór á hægri ferð auk þess sem Vaktstöð siglinga var upplýst um stöðuna.  Mikill eldur var inni í skorsteinshúsinu og virtust upptök hans vera niður við gólfið á A-þilfari við afgasketilinn.  Eldur teygði sig upp eftir skorsteinshúsinu og upp öll þilför að loftræstiristunum og leitaði þar út. Úti skíðlogaði afturþil skorsteinshússins og réðust skipverjar skipsins til atlögu við eldinn."  

Nánar á síðu RNS

Myndir Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður

Godafoss_eldur_fyrirlIMG_5962-(3)
Godafoss_eldur_fyrirlIMG_5962-(2)
Godafoss_eldur_fyrirlIMG_5962-(4)