28.01.2012 00:00

Siglufjarðar-Seigur

sk.siglo.is;

Mót undirbúin fyrir nýsmíð til Danmerkur
Mót undirbúin fyrir nýsmíð til Danmerkur
Mikil vinna er hjá Siglufjarðar-Seig í viðgerðum og nýsmíði á fiskibátum úr plasti. Verið er að lengja Kidda Lár GK-501 um 2,70 metra og loka gaflinum að aftan sem eykur dekkpláss um 4 metra. Við þessar breytingar fer báturinn úr 15 tonnum í 30 tonn og er eigandi bátsins Sæfell Stykkishólmi.

Síðan er verið að byrja á nýsmíði fyrir Seiglu á Akureyri og fer sá bátur til Danmerkur og eru bundnar miklar vonir við sölu á bátum þangað. Siglufjarðar-Seigur er með óselda nýsmíði hjá sér og er skrokkur og brú tilbúin, það má segja að báturinn sé tæplega fokheldur.

Það er verið að ganga frá strandveiðibát fyrir Gunnar Júlíusson sem er að verða tilbúinn og vinna við þessar framkvæmdir hjá fyrirtækinu 7 manns að staðaldri. Rafmagnsvinnan er í höndum Raffó og sér Sigurbjörn Jóhannsson um hana.SteypumótEr í lengingu upp á 2,70 m.Sami báturÓseldur 30% tilbúinnFannar tilbúinn eftir lagfæringarNýsmíði fyrir Gunnar Júlíusson (strandveiðibátur)Sami báturSami bátur

Texti og myndir: GJS