Færslur: 2012 Janúar

16.01.2012 10:00

Fyrsta vikan búin í Arnarfjarðarrækjunni

Jæja fyrsta vikan búin og veiðar gengu þokkalega. Reyndar var ekki farið á þriðjudaginn vegna veðurs. Ætli við höfum ekki fengið ca 12 tonn í þessum ferðum. Alveg ásættanleg veiði hefði nú samt mátt vera meiri reyndar er ekki mikil dagsbirta í byrjun janúar og er því veiðitími stuttur því rækjan er ekki veiðanleg í myrkrinu eða svo segja reyndir rækjuveiðimenn hérna firðinum.

   Séð inn á Dynjandavog á miðvikudaginn síðastliðinn en þarna var mjög gott veður. og Arnarfjörður skartaði sýnu fegursta.


Ýmir á toginu á miðvikudaginn nýbúinn að láta það fara.
Hásetinn á Andra BA-101 tilbúinn slaginn eftir að búið var hífa

   Rækja í móttökunni og hásetinn að hreinsa niður í lest. Þetta var nú kallað rauða gullið hérna á Bíldudal áður fyrr á varla við í dag. Nú hefur kalkið tekið við. Þó svo rækjan sé ekki lengur sá burðarás í atvinnulífi Bílddælinga eins og áður er hún samt alltaf jafn bragðgóð

Ýmir að láta byrja að láta trollið fara í blíðunni á fimmtudagsmorgun ekki alveg orðið bjart þarna en kl er rúmlega níu að morgni
Mæta Brynjar BA á föstudag, rigningunni, þetta er fyrir innan Skeleyri, en við vorum að draga í kantinum fram að Urðarhlíðinni í gær frá Skeleyri inn á Dynjandisvog, var ágæt kropp

                      © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson

16.01.2012 09:25

Þorkell Björn NK 110 / Auðbjörg HU 28 / Þorkell Björn GK 42

Þessi bátur á sér þá sögu að hafa sokkið, náð upp aftur verið endurbyggður, borið nöfn sem aldrei voru sett á hann en aðeins skráður undir, verið í reiðuleysi a.m.k. i tveimur höfnum og var að lokum tekinn upp á land í þeirri síðari. Formlega tekinn úr rekstri 2010, þ.e. nokkrum árum eftir að honum var lagt.


                                              1189. Þorkell Björn NK 110


        1189. Þorkell Björn NK 110 í slysavarnarsýningu á sjómannadegi á Neskaupstað © mynd Bjarni G.


           1189. Hér í Þorlákshöfn og skráður sem Auðbjörg HU 28, þó það sjáist ekki á honum ©
 mynd Emil Páll, 2010


          1189. Hér uppi á landi í Þorlákshöfn og skráður sem Þorkell Björn GK 42 © mynd Ragnar Emilsson

Smíðanúmer 7 hjá Skipaviðgerðum hf., Vestmannaeyjum, árið 1971.

Sökk á Bakkafirði 1989, en náðist upp aftur og var endurbyggður.

Hefur legið í nokkur ár, fyrst í Vestmannaeyjum, þar sem allt nýtilegt var hirt úr honum og síðan færður til Þorlákshafnar þar sem hann var í nokkurn tíma við bryggju en síðan settur á land. Formlega tekinn úr rekstri 5. okt. 2010.

Nöfn: Ólafur Björn RE 45, Þorkell Björn SU 35, Þorkell Björn ÞH 66, Þorkell Björn NS 123, Þorkell Björn NK 110, Þorkell Björn GK 47, Esther GK 47, Auðbjörg HU 28 og Þorkell Björn GK 42.

16.01.2012 00:00

Þerney RE - 1. veiðiferð 2012

Hér kemur 32ja mynda syrpa af lífinu um borð í Þerney Re, sem er nú í sinni 1. veiðiferð þessa árs og sjálfsagt koma síðar fleiri myndir úr þeirri veiðiferð. Myndatökumaður er á þeim flestum Hjalti Gunnarsson, nema á þeim sem hann sést sjálfur, en þá hefur einhver annar tekið myndavélina og smellt af. Textinn undir myndunum er líka frá þeim um borð.


                                          Björn fylgist með trollinu renna í hafið


                                       Kristján í vinnslunni að skafa grálúðu


       Það er stundum hasar á dekkinu, vaktformaðurinn í stuði, hlerarnir saman og trollið flægt, þá líður þessum best, nóg að gera


   Björn kranamaður. Bestu kranamennirnir koma frá mekku kranans eða Akureyri


                                  Þórarinn Braga að skafa grálúðu


                    Óli, Björn og Ólafsfirðingurinn Böddi, hófu að snyrta flök


                        Skúli raðar í flökunarvélina


                     M700 flökunarvélin okkar og Skúli


                                 Siglfirðingurinn Toni og Stjáni vélstjóri


                                   Böddi Hófu mættur með myndavélina


                           Hjalti vélstjóri með kjarngóðan morgunverð, KEA skyr


                        Örvar að fá sér fríska loftið


                        Skipstjórinn á varðbergi gagnvart hinum forna fjanda


              Hann er hlátursmildur Ólafsfirðingurinn


             .... og það var hlegið við störfin um borð


                     spygam. Ægir skitsjóri og Keli yfirvélstjóri, rabba saman


                                       Keli að fikra sig áfram í hálkunni


            Skúli yfirbaader að fá sér kaffisopa


     Akureyringurinn Björn Hjálmars að moka í sig samloku


                     Keli að hræra í ávaxtakörfunni


       Vaktformaðurinn að fá sér eina custorn made samloku, uppskrift úr Þingeyjasýslu


                       Heiðar stýrimaður við stjórntökin á spilbúnaðinum


    Ægir skipstjóri fylgist með öllu sem fram fer á dekkinu þegar trollið er tekið/látið fara og sér jafnframt um stjórntök skipsins


                       Hjalti vélstjóri að kenna Skúla baader, rafmagnsfræði


                         Sannkallaður pönnukökuís á Vestfjarðarmiðum


                                               Strákarnir að renna trollinu


       Það er fallegt á halanum, þarna sést vel gufumökkurinn sem stígur til himins frá fiskimjölsverksmiðjunni, þannig að þetta er ekki mengun heldur bara gufa.
                                 Birgir og Örvar að lása þyngingunum úr


             Hlerarnir saman. Það getur verið mikið bras að leysa úr svona flækjum


      Ekki beint verndað vinnuumhverfi, stundum þurfa strákarnir að hætta sér út í verulega hættulegar aðstæður við vinnu sína um borð, eins og allir sjómenn þekkja
           Vaktformaðurinn getur gengið í öll störf, hér er hann að rafsjóða lás í hleranum


        Hjalti 1. vélstjóri að störfum við matarborðið. Hann er duglegur við að klára matinn sinn.
                      © myndir Hjalti Gunnarsson, nema þær 3 sem eru af honum sjálfum

15.01.2012 23:00

Haukafell SF 111


                 2038. Haukafell SF 111 © mynd Ísland 1990

15.01.2012 22:00

Cosra Luminosa systurskip Costa Concordia


      Costa Luminosa  systurskip Costa Concordia sem strandaði við Ítalíu, að sigla út úr Eyjafirði © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2010
 

15.01.2012 21:05

Þerneyjar-syrpa - á miðnætti


                                              - Sjá nánar á miðnætti -

15.01.2012 21:00

Hafnarey SF 36


                                  1739. Hafnarey SF 36 © mynd Ísland 1990

15.01.2012 20:40

Búið að koma bátnum sem sökk í Kópavogi, á land

mbl.is

Unnið við bátinn í Kópavogshöfn í nótt. stækka Unnið við bátinn í Kópavogshöfn í nótt.

Búið er að koma báti, sem sökk í smábátahöfninni í Kópavogi í nótt, á land. Hjálparsveit skáta í Kópavogi var kölluð út í nótt og lauk aðgerðum nú skömmu fyrir hádegi.

Fram kemur á vef hjálparsveitarinnar, að lögregla og slökkvilið hafi verið aðstoðuð auk þess sem Köfunarþjónustan kom á svæðið með öflugar dælur, kafara og belgi sem notaðir voru til að lyfta bátnum upp úr sjónum.

Þegar búið var að koma bátnum á flot dró slöngubátur sveitarinnar hann að sjósetningarrampi þar sem báturinn var settur upp á kerru og dreginn á land. 

15.01.2012 20:30

Írski togarinn Tit Bonhomme C331 fórst við Írland í morgun

Einum var bjargað en fimm er saknað eftir að írskur togari sökk undan strönd Írlands í morgun.

Svo virðist sem togarinn, Tit Bonhomme, hafi steytt á skeri skammt frá sjávarþorpinu Union Hall syðst á Írlandi. Skipið var á leið til hafnar eftir að hafa lent í erfiðleikum við eyjar, sem nefnast Adam og Eva og eru skammt frá. 

Skipið sendi frá sér neyðarkall um klukkan 6 í morgun en síðan rofnaði allt fjarskiptasamband.  Írska strandgæslan sendi þyrlur til leitar frá Shannon og Waterford. Þá hafa björgunarskip verið send á svæðið. 

Einn úr áhöfn skipsins fannst í sjónum um klukkan 8 í morgun og var hann fluttur á sjúkrahús í Cork. Er hann sagður vera Egypti. Enn er fimm úr áhöfninni saknað en skilyrði til leitar eru ekki góð, hvasst og mikill öldugangur. 


               Tit Bonhomme C 331, sem fórst við Írland í morgun © mynd Irish Trawler

15.01.2012 20:00

Stokksnes SF 89


                               1325. Stokksnes SF 89 © mynd Ísland 1990

15.01.2012 19:00

Freyr SF 20


                                 1286. Freyr SF 20 © mynd Ísland 1990

15.01.2012 18:00

Steinunn SF 10 x 2


                                        791. Steinunn SF 10


                          1264. Steinunn SF 10 © myndir Ísland 1990

15.01.2012 17:00

Þinganes SF 25 x 2


                                          566. Þinganes SF 25


                  2040. Þinganes SF 25 © myndir Ísland 1990

15.01.2012 16:00

Skinney SF 30


                                 250. Skinney SF 30 © mynd Ísland 1990

15.01.2012 15:00

Sigurður Ólafsson SF 44 x 2(3)


                               173. Sigurður Ólafsson SF 44


                 173. Sigurður Ólafsson SF 44


                787. Sigurður Ólafsson SF 44 © myndir Ísland 1990