Hallgrímur SI-77. mynd/Sigurður Norska fyrirtækið Nergård, annað stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Noregi, ætlaði að nota Hallgrím SI-77, sem sökk á miðvikudag, til þess að færa kvóta á milli skipa. Þetta segir Bjørn Sjåstad, skipasölumaður, sem annaðist söluna. Samkvæmt norskum lögum verður útgerðin að setja eitt skip í brotajárn til þess að geta flutt kvóta á milli skipa. Ætlunin var að skrá Hallgrím í Noregi, setja hann í brotajárn og færa kvóta hans yfir á annað skip. Þar sem salan var því skilyrði háð að skipið stæðist skoðun í Noregi var það enn í eigu íslensku útgerðarinnar Ásvalla þegar það sökk að sögn Sjåstads. Sigldi það jafnframt undir íslensku flaggi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að Sjåstad hitti Eirík Inga Jóhannsson, skipverjann sem bjargað var, í Noregi. Hann segir að Eiríkur Ingi vilji ekki segja frá því sem gerðist þegar skipið sökk í fjölmiðlum fyrr en hann er búinn að segja fjölskyldum mannanna þriggja sem fórust frá atburðunum. Eiríkur Ingi kom til landsins í gær."/>

28.01.2012 10:05

Skipið var í íslenskri eigu

mbl.is:
Hallgrímur SI-77. stækka Hallgrímur SI-77. mynd/Sigurður

Norska fyrirtækið Nergård, annað stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Noregi, ætlaði að nota Hallgrím SI-77, sem sökk á miðvikudag, til þess að færa kvóta á milli skipa. Þetta segir Bjørn Sjåstad, skipasölumaður, sem annaðist söluna.

Samkvæmt norskum lögum verður útgerðin að setja eitt skip í brotajárn til þess að geta flutt kvóta á milli skipa. Ætlunin var að skrá Hallgrím í Noregi, setja hann í brotajárn og færa kvóta hans yfir á annað skip. Þar sem salan var því skilyrði háð að skipið stæðist skoðun í Noregi var það enn í eigu íslensku útgerðarinnar Ásvalla þegar það sökk að sögn Sjåstads. Sigldi það jafnframt undir íslensku flaggi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að Sjåstad hitti Eirík Inga Jóhannsson, skipverjann sem bjargað var, í Noregi. Hann segir að Eiríkur Ingi vilji ekki segja frá því sem gerðist þegar skipið sökk í fjölmiðlum fyrr en hann er búinn að segja fjölskyldum mannanna þriggja sem fórust frá atburðunum. Eiríkur Ingi kom til landsins í gær.