Færslur: 2012 Janúar

18.01.2012 10:30

Loðna til Akraness í nótt

af heimasíðu HB Granda:


                      Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi © mynd HB Grandi ESE

Ingunn AK er nú á leið til Akraness  með fullfermi af loðnu eða um 2.000 tonn. Búist var við því að skipið komi til hafnar í nótt og í kjölfarið getur loðnubræðsla hafist. Þetta verður fyrsta loðnan sem Skagamenn fá frá því á vertíðinni í fyrra en síðast var tekið á móti loðnu hjá verksmiðjunni á Akranesi í marsmánuði í fyrra.


Að sögn Guðmundar Hannessonar, verksmiðjustjóra HB Granda á Akranesi, er allt klárt fyrir loðnuvertíðina en unnið verður í verksmiðjunni á tveimur 12 tíma vöktum á meðan vertíðinni stendur. Um 34-35 tíma sigling er frá miðunum norðaustur af Langanesi til Akraness og lagði Ingunn af stað áleiðis til heimahafnar nú á tíunda tímanum í morgun.


,,Við fengum fyrstu loðnuna 25. janúar í fyrra þannig að vertíðin hjá okkur hefst nú um viku fyrr en þá," segir Guðmundur en að hans sögn var alls tekið á móti um 30.000 tonnum af uppsjávarfiski til bræðslu hjá verksmiðjunni á árinu 2011.


,,Við fengum tvo slatta af gulldeplu um miðjan janúar í fyrra. Síðan tókum við á móti um 7.000 tonnum af loðnu áður en hrognatakan hófst en eftir það bræddum við aðeins þá loðnu, sem ekki nýttist til hrognatöku sem og þann úrgang sem féll til við hrognavinnsluna. Alls voru það rúmlega 20.000 tonn," segir Guðmundur Hannesson.

Í gær voru loðnuskipin að togveiðum um 90 sjómílur norðaustur af Langanesi en þar hefur verið ágæt veiði eftir að loksins gaf til veiða í lok síðustu viku. Þær fréttir berast nú af miðunum að loðnan sé farin að veiðast í nót og munu norsk og grænlensk skip hafa fengið afla í það veiðarfæri í fyrrinótt um 15 mílum sunnan við togveiðiskipin.

18.01.2012 10:05

Valberg VE 10


     1074. Valberg VE 10, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 5. jan. 2012

18.01.2012 09:45

Kap II VE 7


        1062,.Kap II VE 7, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 4. jan. 2012

18.01.2012 00:00

Guðbjörg ÍS / Gunnar Jónsson VE / Lárus Sveinsson SH / Happasæll GK / Stakkanes ÍS / Stakkavík ÁR

Einn af þessum frægu Boizenburgarbátum og þessi endaði í pottinum þó ekki erlendis heldur við Sundahöfn í Reykjavík.


  1036. Guðbjörg ÍS 47, kemur ný til landsins © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur


   1036. Guðbjörg ÍS 47 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur


              1036. Gunnar Jónsson VE 555 © mynd Snorrason


                        1036. Lárus Sveinsson SH 126 © mynd Snorrason


                             1036. Happasæll GK 225 © mynd Emil Páll


                1036. Happasæll GK 225 © mynd Emil Páll


                    1036. Stakkanes ÍS 848 © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


                      1036. Stakkanes ÍS 848 © Pétur Sigurgeir Sigurðsson


                  1036. Stakkanes ÍS 848 © mynd Pétur Sigurgeir Sigurðsson


                          1036. Stakkavík ÁR 107 © mynd Ísland 1990

Smíðanúmer 442 hjá Veb Elbewerft, Boizenburg, Austur-Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur Hollandi 1975. Yfirbyggður 1979.

Úreldur í júlí 1992. Átti að hafa verið fargað 12. nóv. 1992. Var mulinn niður í brotajárn við Sundahöfn í Reykjavík um 1996.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 47, Lárus Sveinsson SH 126, Gunnar Jónsson VE 555, Brimnes SH 257, Gylfi BA 12, Happasæll GK 225, Steinanes BA 399, Stakkanes ÍS 848, Stakkanes HU 121 og Stakkavík ÁR 107.

17.01.2012 23:00

Drangavík VE 80


                 2048. Drangavík VE 80, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 4. jan. 2012

17.01.2012 22:00

Ágúst GK 95
       1401. Ágúst GK 95, í Grindavík © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 23. nóv. 2011

17.01.2012 21:00

Green Atlantic ex Jökulfell, enn bilað á Reyðarfirði

Ennþá liggur Green Atlantic, sem eitt sinn hét Jökulfell, við bryggju á Reyðarfirði og hefur gert síðan í haust að  aðalvélin bilaði. Þá hefur heyrst að þegar átti að setja í gang hafi komið í ljós að sveifarásinn hafi verið ónýtur og skipta þurfi um hann en það eru sennilega liðnir tveir mánuðir síðan það gerðist og samkvæmt því sem talað er um nú fyrir austan eru það að vélstjórar skipsins og einhverjir frá útgerðinni sjái um viðgerðina en ekkert hefur fréttst meira frá þeim og enn liggur skipið við bryggju á Reyðarfirði.


             Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, við bryggju á Reyðarfirði © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 29. des. 2011

17.01.2012 20:00

Keflavíkurhöfn


         Keflavíkurhöfn fyrir einhverjum árum © mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

17.01.2012 19:00

Hafnarfjarðarhöfn


          Hafnarfjarðarhöfn, fyrir einhverjum árum © mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

17.01.2012 18:35

Auðbjörg SK 50

Samkvæmt ábendingu hefur komið í ljós að þessi bátur sem lengst af bar nafnið Þorkell Björn var eitt sinn skráður Auðbjörg SK 50 með heimahöfn á Hofsósi, til þess að fá byggðarkvóta. Er menn skoða vel þá málningu sem sést þá má sjá stafnina SK 50.


         1189. Þarna má sjá grilla í stafina SK 50, en það númer bar hann er hann hét Auðbjörg SK 50 © mynd Ragnar Emilsson

17.01.2012 18:00

Grófin, trúlega á sjómannadegi

Ég hef frekar trú á að þessi mynd sé tekin þegar sjómannahátíðarhöld voru haldin í Grófinni, frekar en að hún sé tekin á Ljósanótt. En þegar hætt var að halda sjómannahátíðarhöldin við Keflavíkurhöfn voru þau haldin í örfá ár í Grófinni og síðan voru þau lögð alveg af, sem útihátíðarhöld.


      Grófin, Keflavík, trúlega á sjómannadegi fyrir einhverjum tugum ára © mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

17.01.2012 17:40

Sólroðinn á Neskaupstað

Nýverið var ég með myndir af sólarroðanum á Fáskrúðsfirði, en sama dag tók Bjarni G. á Neskaupstað, myndir af roðanum yfir Oddskarðinu og hér koma þær
                          Sólroðinn yfir Oddskarði © myndir Bjarni G., 13. jan. 2012

17.01.2012 17:01

Otur EA 162 / Stefán Rögnvaldsson EA 345 / Egill Ba 468 / Hallgrímur Ottósson BA / Álftafell ÁR 100

Þessi hefur síðustu fjögur árin að mestu verið bundin við bryggju, fyrst í Þorlákshöfn, þá Grindavík og að lokum í Njarðvík, en er nú kominn í slipp, þar sem hann bíður trúlega örlaga sinna.


                                            1195. Otur EA 162 © mynd Ísland 1990


         1195. Stefán Rögnvaldsson EA 345 © mynd Snorrason


                          1195. Egill BA 468 © mynd Snorrason


         1195. Hallgrímur Ottósson BA 39 © mynd Snorrason


                              1195. Hallgrímur Ottósson BA 39 © mynd Arnfirðingur.is


                              1195. Álftafell ÁR 100, í Grindavík © mynd Emil Páll


                      1195. Álftafell ÁR 100, í Njarðvík © mynd Emil Páll


                1195. Álftafell ÁR 100, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 19. okt. 2011

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1971

Var bundinn við bryggju vegna bílunar í um 4 ár. Fyrst í Þorlákshöfn, þá í Grindavík og að lokum í Njarðvik, en þar sökk hann við bryggju í október sl. og var náð upp samdægurs og tekinn fljótt upp í slipp og spurning hver verður framtíðin hjá bátnum.

Nöfn: Otur EA162, Stefán Rögnvaldsson EA 345, Egill BA 268, Egill BA 468, Hallgrímur Ottósson BA 39, Álftafell SU 100, Álftafell HF 102 og núverandi nafn: Álftafell ÁR 100

17.01.2012 16:00

Saga K T-7-T


       Saga K  T-7-T, á Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting roar Jensen, 14. jan. 2012

17.01.2012 15:00

Farsæll GK 162 og Arnar KE 260


        1636. Farsæll GK 162 og 1968. Arnar KE 260, í Keflavíkurhöfn fyrir þó nokkrum árum © mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen