Færslur: 2012 Janúar

26.01.2012 19:00

Frá Stykkishólmshöfn 1977

Margar myndir munu birtast í kvöld og á morgun og hafa raunar birtst sem Kristinn Benediktsson, tók á og við Snæfellsnes á áttunda áratugnum. Hér kemur ein af þessum myndum og sýnir hún úr höfninni í Stykkishólmi


                            Frá Stykkishólmi © mynd Kristinn Benediktsson, 1977

Sigurbrandur Jakobsson segir þetta um myndina á Facebook: Þarna má sjá 1112 Vinur SH 6 sem var í hlutverki lóðsbáts Hólmara oftast nær, svo er trillan Knörr SH 106 (5043) og næsti bátur er líklega Sigurfari SH 93 (5040). Báðir þessir bátar eru en til en að vísu held ég að búið sé að afskrá annan eða báða. 1112 er orðinn ónýtur, en ég held að skrokkurinn sé til útí Grundarfirði. Minnsta bátnum kem ég ekki fyrir mig gæti samt verið Heppinn SH 47 (5737)

26.01.2012 18:00

Fuglinn í fjörunni. Hrafn GK 12 strandaður í Grindavíkurhöfn

Fuglinn í fjörunni. Hrafn GK 12, slitnaði frá bryggju í ofsaveðri í Grindavíkurhöfn 1975 og rak á land og þá tók Kristinn Benediktsson, þessa myndasyrpu.
                 1006. Hrafn GK 12, í Grindavíkurhöfn © myndir Kristinn Benediktsson, 1975

Um þetta segir Eiríkur Tómasson, á Facebook: Þetta gerðist á miklu flóði og í miklu brimi. Við rérum út í bátinn á Zodiac sem við tókum í Hrafni Sv. og komumst um borð. Pétur Vilbergs kom vélinni í gang og Svenni skipstjóri setti allar skrúfur á fullt, en ekki náðist að losa bátinn. Allar bryggjur voru á kafi þegar við komum niður á bryggju. Báturinn var dreginn út nokkrum dögum seinna, og skemmdist lítið.

26.01.2012 17:15

Nöfn þeirra sem er saknað

mbl.is

 

Þriggja sjómanna er saknað eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk úti fyrir ströndum Noregs í gær. Tveir þeirra eru af Suðurnesjum en einn frá Reykjavík.

Nöfn þeirra sem er saknað:

Gísli Garðarsson, Vatnsholti 26, Reykjanesbæ fæddur árið 1949. Hann lætur eftir sig eiginkonu.

Einar G. Gunnarsson, Logafold 29, Reykjavík, fæddur 1944. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn.

Magnús Þórarinn Daníelsson, Mávatjörn 17, Reykjanesbæ, fæddur árið 1947. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Magnús var skipstjóri Hallgríms SI-77.

Sjómaðurinn sem komst lífs af hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann ætlar sér að leita áfallahjálpar á Íslandi. Þá segir flugstjóri björgunarþyrlunnar, sem bjargaði manninum,  að skipbrotsmaðurinn hafi gert allt rétt eftir að skipið fór að sökkva.

26.01.2012 17:00

Færeyskur bátur strandar við Sandgerði

Myndir þessar tók Kristinn Benediktsson á sínum tíma, en nákvæmlega hvenær veit ég ekki. Sýna þær þegar færeyski línubáturinn Fjalshamar KG 597 strandaði við Sandgerði. Skipverjar voru á leið til Keflavíkur að sækja skipshundinn sem gleymdist þar og ætluðu að stytta sér leið.


          Fjalshamar KG 597, á strandstað við Sandgerði © myndir Kristinn Benediktsson

26.01.2012 16:00

Íslendingur II RE 336


           610. Íslendingur II RE 336, í Reykjavíkurhöfn © mynd Kristinn Benediktsson, 1973

26.01.2012 15:00

Sigurvon SH 35, á hörpudisksveiðum á Breiðafirði 1977


        173. Sigurvon SH 35, á hörpudisksveiðum í Breiðafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1977

26.01.2012 14:00

Sif SH 234, á hörpudisksveiðum í Breiðafirði 1977

Árið 1977, tók Kristinn Benediktsson nokkrar myndir á hörpudiskveiðum í Breiðafirði og birti ég þær smátt og smátt hér, svona meira eftir þeim bátum sem sjást á myndunum.
      1106. Sif SH 234, á hörpudisksveiðum í Breiðafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1977

26.01.2012 11:30

Um borð í Höfrungi II á trolli

Hér koma tvær myndir frá Kristni Benediktssyni, teknar um borð í Höfrungi II GK 27, á trollveiðum á árinu 1975
    Um borð í 120. Höfrungi II GK 27, á trolli, árið 1975 © myndir Kristinn Benediktsson

26.01.2012 10:30

Birgir BA 3 o.fl. á Patreksfirði 1978


          83. Birgir BA 3, o.fl. í Patreksfjarðarhöfn © mynd Kristinn Benediktsson, 1978

26.01.2012 09:45

Samúð efst í huga

Ég votta aðstandendum mannana sem fórust með Hallgrími SI, mína dýpstu samúð. Þrír góðir sjómenn fallnir frá, þar af tveir mjög góðir vinir mínir og síðunnar. Guð blessi minningu þeirra.

26.01.2012 00:00

Borgþór GK / Borgþór ÞH / Sigþór ÁR / Stakkavík ÁR / Gulltoppur ÁR / Aðalbjörg II RE

Hér er á ferðinni stálbátur smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði og er ennþá í fullri drift. Birti ég sögu bátsins í máli og myndum svo og syrpu sem ég tók af honum koma inn til Sandgerðis.


     1269. Borgþór GK 100, kemur í eina skiptið til Keflavíkur © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar, 1973


                1269. Borgþór ÞH 231 © mynd Gunnar Jóhannsson, Danmörku


                    1269. Sigþór ÁR 107 © mynd Snorrason


                  1269. Stakkavík ÁR 107 © mynd Snorrason


                      1269. Gulltoppur ÁR 321 © mynd Snorrason


                     1269. Aðalbjörg II RE 236, í Sandgerði © mynd Emil Páll


   1269. Aðalbjörg II RE 236 og 1755. Aðalbjörg RE 5 ( t.h.) í Reykjavík © mynd Emil Páll
   1269. Aðalbjörg II RE 236, kemur að landi í Sandgerði © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

Smíðanúmer 400 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Staækkaður 1966. Lengdur í miðju hjá Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf., Hafnarfirði 1994. Perustefni 1996.

Jóhann Þórlindarson, sem lét smíða bátinn í Bátalóni, gerði bátinn aldrei út, heldur lá báturinn í Hafnarfjarðarhöfn, þar til að hann var seldur. Borgþór GK 100 kom aðeins einu sinni til Keflavíkur og þvá var myndin hér fyrir ofan tekin, en þetta var í raun þegar hann var á leið til nýrra eigenda.

Nöfn: Borgþór GK 100, Borgþór ÞH 231, Snæberg ÞH 231, Snæberg BA 35, Sigþór ÁR 107, Stakkavík ÁR 107, Gulltoppur ÁR 321 og núverandi nafn: Aðalbjörg II RE 236.

25.01.2012 23:05

Mennirnir taldir af

mbl.is:

Hallgrímur SI-77 við bryggju í Siglufirði. stækka Hallgrímur SI-77 við bryggju í Siglufirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Norska strandgæslan hefur vegna veðurs hætt leit að mönnunum þremur sem saknað var að togaranum Hallgrími SI-77. Eru mennirnir taldir af, en björgunarbátur fannst mannlaus á þeim slóðum sem talið er að togarinn hafi farist.

Jan Lillebø, talsmaður björgunarmiðstöðvarinnar í Suður-Noregi, segir við vef VG, að aðstæður á svæðinu séu það slæmar að ekki sé lengur gert ráð fyrir að mennirnir finnist á lífi. Tvær björgunarþyrlur og eftirlitsflugvél tóku þátt í leitinni í kvöld ásamt loðnuskipi.

Verið var að flytja togarann til Noregs þegar hann sökk í dag en skipið hafði verið selt í brotajárn. Neyðarkall barst frá neyðarsendi í skipinu klukkan 13:14 í dag þegar skipið var statt um 150 sjómílur norðvestur af Álasundi inni í norskri lögsögu. Síðan náðist ekkert samband við skipið.

Fjórir voru í áhöfninni og var einum bjargað úr sjónum um borð í þyrlu síðdegis. Maðurinn var íklæddur flotgalla. Hann var fluttur til Álasunds með þyrlunni, sem lenti þar um klukkan 20 að íslenskum tíma. Var manninum ekið á sjúkrahús þar sem hann er í rannsókn. Var líðan hans sögð góð miðað við aðstæður

25.01.2012 23:00

Víkingur AK 100 á siglingu, 1977


           220. Víkingur AK 100, á siglingu © mynd Kristinn Benediktsson, 1977

25.01.2012 22:00

Neskaupstaður í dag

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi mér þetta: Hér eru myndir frá höfninni í dag. Út á firði bíða Kristina EA og Green Guatemala eftir bryggjuplássi. Í höfn eru Reina , Bjartur NK, Vöttur og Beitir NK.


                                                       Green Guatemala


                                               1278. Bjartur NK 121


                                                             Reina


                                                   2662. Kristina EA 410


               2730. Beitir NK 123 © myndir Bjarni G, á Neskaupstað í dag, 25. jan. 2012

25.01.2012 21:00

Bjarnarey VE 501


                         1298. Bjarnarey VE 501 © mynd Kristinn Benediktsson, 1977