Færslur: 2012 Janúar

12.01.2012 23:17

Birgir GK skemmdist nokkuð í Sandgerði

Í óveðrinu á þriðjudag slitnaði Birgir GK frá og hékk í einum spotta þegar menn komu að, var hann þá búinn að berjast töluvert utan í eins og sést á þessum myndum og er Sólplast birjað að laga bátinn.


    2005. Birgir GK 263, stórskemmdur í Sandgerðishöfn © myndir Kristján Nielsen, 12. jan. 2012


12.01.2012 23:00

Vikanöy N-210-BB, í dag


         Vikanöy N-210-BB, Lofoten í dag © mynd shipspotting, frode adolfsen, 12. jan. 2011

12.01.2012 22:00

Sille Marine VA-10-S, í dag


         Sille Marine VA-10-S, í Svolvaer, Noregi, í dag © mynd shipspotting, frode adolsen, 12. jan. 2012

12.01.2012 21:44

Leki kom að bát út af Rittá

Af vef Landhelgisgæslunnar:

_IB_6324

Fimmtudagur 12. janúar 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:08 í morgun aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát með tvo menn um borð, sem staddur var út af Rittá, nærri Grænuhlíð. Komið hafði upp leki í vélarrúmi og unnu mennirnir að því að dæla handvirkt úr bátnum. Haft var samband við nærstadda báta og þeir beðnir um að halda á vettvang auk þess sem björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar-Friðriksson var kallað út.  Óskað var eftir að áhöfnin klæddist til öryggis flotgöllum.

Nærstaddir bátar, Gunnar-Leós og Blossi voru komnir á staðinn um kl. 05:55.  Gunnar-Leós tók þá bátinn í tog til móts við björgunarskipið Gunnar Friðriksson sem var kominn að bátnum kl. 06:32. Fóru tveir menn um borð með dælur og luku þeir dælingu um kl 07:05 og var hættuástandi aflýst. Voru bátarnir komnir til hafnar á Ísafirði um kl. 08:30.

Mynd úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga.

12.01.2012 21:00

Breivik Junior SF-87-F, í dag


           Breivik Junior SF-87-F, Lofoten © mynd shipspotting, frode adolfsen, 12. jan. 2012

12.01.2012 20:15

Ægir


                      1066. Ægir, í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 6. jan. 2012

12.01.2012 19:10

Magnaðar myndir, frábært hjá Kidda og skemmtileg sjónarhorn

Fyrirsögnin er aðeins lítill hluti af þeim ummælum sem komið hafa fram í álytum um þær myndir sem birts hafa hér á síðunni eftir Kristinn Benediktsson. Álytin hafa ýmist birtst á Facebook, eða í tölvupósti til mín. Því ákvað ég nú að gera grein fyrir Kristni hér á síðunni


                             Kristinn Benediktsson © mynd úr Fiskifréttum

Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, blaðamaður og útgefandi, sem undanfarin misseri hefur opnað ljósmyndasafn sitt fyrir Skipasíðu Emils Páls Jónssonar í Reykjanesbæ hefur unnið við ljósmyndun og blaðamennsku síðan 1966 er hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík árunum 1966-1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu þar sem hann naut Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Að námi loknu var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekara náms í faginu í Bandaríkjunum.

Á árunum 1976-1979 starfaði Kristinn sem ljósmyndari og blaðamaður fyrir tímaritið Sjávarfréttir og eru myndirnar sem hafa nýverið birst á skipasíðu EPJ teknar á þessum árum og einnig er Kristinn starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Grindavík á níunda áratug síðustu aldar. Fréttaritarastarfið var þá aukastarf með verkstjórn í fiskvinnslufyrirtækinu Hópsnes hf í Grindavík sem hann var tengdur inn í fjölskylduböndum. Fréttaritaraárin til 1989 gáfu aragrúa skemmtilegra mynda frá sjávarsíðunni eða þar til Kristinn skellti sér á sjóinn og gerðist vinnslustjóri á togaranum Gnúp GK í Grindavík sem Þorbjörn hf. gerði út á saltfiskverkun á sjó. Stundaði Kristinn sjómennsku og verkstjórn næstu ár á eftir sem hann hefur síðan nýtt sér sem þekkingu við ljósmyndun og blaðamennsku síðustu árin en þau hefur hann ýmist helgað krafta sína Morgunblaðinu og nú síðast Fiskifréttum með greinum og myndum utan af sjó auk þess sem hann hefur átt fjölda mynda í dálknum "Leiftur frá fyrri tíð" eða Gamla myndin eins og dálkurinn er nefndur í daglegu tali.

Myndir Kristins hafa vakið mikla athygli fyrir fjölbreytni úr sjávarútveginum á liðnum árum og hve þær undirstrika hversu fljótt tímarnir breytast og hlutir sem eru sjálfsagðir í dag tilheyra sögunni á morgun, nánast!


               Sama mynd og hér fyrir ofan, en greinin öll með

12.01.2012 19:00

Ólafur II KE 149


             591. Ólafur II KE 149, á sjómannadeginum í Keflavík, fyrir einhverjum tugum ára © mynd Emil Páll

12.01.2012 18:00

Danni Péturs KE 175 / Einir GK 475 / Helgi S. KE 7

Hér koma þrjár myndir af sama skipinu undir sitthverju nafninu. En skipið bar mun fleiri nöfn og hef ég áður birt seríu með þeim öllum og hugsanlega endurtek ég það bráðlega aftur


                           76. Danni Péturs KE 175, í Njarðvík © mynd Emil Páll


                            76. Einir GK 475, í Keflavík © mynd Emil Páll


                                      76. Helgi S. KE 7, í Keflavík © mynd Emil Páll

12.01.2012 17:40

Makríll er uppistaða fæðunnar

Eins árs makríll finnst í maga ufsans allt frá Eyjum að Öræfagrunni

Fiskifréttir 12. janúar 2012
Makríll úr ufsamögum. (Mynd: Sæþór Garðarsson).
Ufsi sem veiðst hefur í net meðfram suðurströndinni síðustu vikurnar hefur verið fullur af makríl, að því er fram kemur í frétt í nýjustu Fiskifréttum. Kristbjörg VE hefur verið að veiðum frá því í nóvember í köntunum frá Vestmannaeyjum og austur í Öræfagrunn. Makríllinn hefur fundist í maga ufsans í öllum róðrum og hann virðist vera uppistaðan í fæðu hans. Hér er um eins árs makríl að ræða og bendir því allt til að makríllinn sé farinn að hrygna hér við land. Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

12.01.2012 17:30

Stærsta fiskiskip Dana

Samið um smíði á nýrri Gitte Henning sem afhent verður árið 2013.

Fiskifréttir 12. janúar 2012
Núverandi Gitte Henning sem smíðuð var árið 2008. (Mynd af vefsíðu útgerðarinnar).

Norðmenn eru ekki eina nágrannaþjóð Íslendinga sem eru að endurnýja fiskiskipaflota sinn. Tilkynnt hefur verið að útgerðin Gitte Henning A/S í Danmörku hafi samið um smíði á nýju fiskiskipi sem afhent verði á næsta. Skipið verður stærsta fiskiskip Dana, 86,3 metrar á lengd, smíðað í Western Baltijaia skipasmíðastöðinni í Litháen.

Skipinu verður gefið nafnið Gitte Henning og leysir af hólmi núverandi skip með sama nafni sem smíðað var árið 2008, en það er 75,4 metrar á lengd. Það skip verður áfram í rekstri í Danmörku á vegum útgerðarinnar Asbjörn í Hirtshals.

12.01.2012 17:20

Aflaverðmætið jókst um 20% milli ára

Átta stærstu útgerðirnar fiskuðu fyrir 72 milljarða á nýliðnu ári.

Fiskifréttir 12. janúar 2012
Örfirisey RE, einn af togurum HB Granda. (Mynd: Alfons Finnsson).

Skip þeirra átta útgerð, sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári, fiskuðu fyrir 72 milljarða króna eða 20% meira en árið áður, samkvæmt samantekt Fiskifrétta. HB Grandi er nú sem fyrr efsta fyrirtækið á þessum lista með nálægt 18 milljarða í aflaverðmæti.

Aflaverðmæti  Samherjaskipanna (þeirra sem skráð eru á Íslandi) nam tæpum 14 milljörðum króna árið 2011. Í þriðja sæti er Brim með 8,4 milljarða, fjórði Þorbjörn (7,1 milljarður), Ísfélag Vestmannaeyja í fimmta sæti (7,1 milljarður), síðan Síldarvinnslan (6,2 milljarðar), svo FISK Seafood (6,1 milljarður) og loks Rammi í áttunda sæti (5,2 milljarðar).

12.01.2012 17:10

Norsku loðnuskipin lögð af stað til Íslands

Norsk nótaskip mega veiða um 43.700 tonn af loðnu í íslensku lögsögunni
Fiskifréttir 12. janúar 2012
Norskt loðnuskip
Fyrstu norsku nótaskipin eru nú á leið til Íslands til að taka þátt í vetrarvertíð á loðnu. Nótaskipunum hefur verið úthlutað um 43.700 tonnum innan íslensku lögsögunnar, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Norsk loðnuskip veiddu um 58.500 tonn af loðnu úr íslenska loðnustofninum síðastliðið sumar og fóru veiðarnar fram í grænlensku lögsögunni. Ef þau ná að veiða heimildir sínar í íslensku lögsögunni í vetur gæti afli þeirra farið í um 102 þúsund tonn samtals á sumar- og vetrarvertíð.

12.01.2012 17:00

Franken NC 386

Her er einn gamall þýskur togari, sem endaði fyrir rúmum 40 árum eða í sept. 1969 í pottinum í Danmörku


                               Franken NC 386 © mynd shipspotting, heizen, 1960


       Franken NC 386, í Kiel Canal, Þýskalandi © mynd shipspotting, Hans-Wilhelm Delts, 1969

12.01.2012 16:20

Þorlákshöfn
                                      Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson