28.01.2012 10:00

Rúmlega 70 ára gamall bátur í endurbyggingu


    5817. Bjarmi EA 354, eða svo heitir hann á þessari mynd. Um er að ræða bát sem smíðaður var á Siglufirði 1938 og var endurbyggður og lengdur 1951. Sýnist mér að vél sú sem sett var í hann þá sé enn í honum a.m.k er það samskonar vél og jafn stór þ.e.SABB 16 hestafla. Báturinn mælist  þá 2,46 rúmlestir  en er nú sagður 2.7 rúmlesta og þó undarlegt sé þá er nú verið að endurbyggja hann, en að þessu sinni í Keflavík. Hefur báturinn borið Bjarma nafnið og þetta númer frá upphafi, þó telja núverandi eigendur að hann hafi í fyrstu heitið Heimir EA, en ég fann enga staðfestingu á því.
Í dag er hann í eigu Péturs Óla Péturssonar í Keflavík og heimsótti Þorgrímur Ómar Tavsen, hann og tók þær myndir sem nú koma af bátum eins og hann lítur út.


     Unnið að endurbyggingu 5817, Bjarma EA, í Keflavík í gær © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 27. jan. 2012

Af Facebook:
Þorgrímur Ómar Tavsen Það er sama vél og sá sem gerði upp flestar vélarnar í safninu í Garði er búinn að gera hana eins og nýja ;-)