Færslur: 2012 Janúar

25.01.2012 20:00

Botrål III


                 Botrål III, í Uruguay © mynd shipspotting, Sture Petersen, 18. des. 2011

25.01.2012 19:30

Hallgrímur SI 77 fórst í dag við Noreg

Í dag fórst togskipið Hallgrímur SI 77 um 270 mílur út frá Alesundi í Noregi og er þriggja manna enn saknað en einum hefur verið bjargað. Mjög slæmt veður er á staðnum.

Togskipið Hallgrímur var í söluferli hér innanlands, en en þau mál gengu ekki upp og því var skipið selt til Noregs og átti það fyrst að fara í kvótahopp og síðan í pottinn.

Norski fjölmiðillinn NRK birti strax nafn togskipsins og núna áðan birti Sjónvarpið það einnig.


          1612. Hallgrímur SI 77, hér sem BA 70 © mynd shipsphotos, Gunni, 2007

25.01.2012 19:00

Bjarmi EA 13 / Benjamín Guðmundsson SH 208


                        1318. Bjarmi EA 13 © mynd Snorrason


                   1318. Benjamín Guðmundsson SH 208 © mynd Gylfi Scheving


   1318. Benjamín Guðmundsson SH 208 © mynd mbl.is


         1318. Benjamín Guðmundsson SH 208, í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason, í sept. 2006

25.01.2012 18:25

Íslenskur bátur fórst við Noreg í dag - þriggja saknað

Neyðarkall barst í dag frá Íslenskum báti sem var á leið frá Íslandi til Noregs og var um 270 sjómílur út af Alesundi. Þegar síðast fréttist hafði einum manni verið bjargað en leit stóð yfir af hinum þremur.
Þrátt fyrir að hafa fengið tölvupóst um hvaða bátur sé hér á ferðinni, mun ég ekki birta nafn hans að svo stöddu.

25.01.2012 18:00

Stefán Guðfinnur SU 78 / Rúna SH 35 / Rúna SH 101 / Skálafell ÁR 205 / Hildur ÞH 38

Þessi Fáskrúðsfjarðarsmíði, lenti illa í bruna, en var endurbyggður eftir það. Síðan sökk hann og birti ég hér mynd af honum á hafsbotni.


                              1311. Stefán Guðfinnur SU 78


                          1311. Rúna SH 35 © mynd Snorrason


          1311. Rúna SH 101 ( sá sem er næst bryggjunni ) © mynd Hilmar Bragason


             1311. Skálafell ÁR 205 © mynd Snorrason


    1311. Skálafell ÁR 205 © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa


               1311. Hildur ÞH 38, á hafsbotni © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa

Smíðanúmer 33 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði, 1973 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Endurbyggður hjá Vélsmiðju KÁ ehf., Þorlákshöfn eftir að hafa stórskemmst í eldi út af Þorlákshöfn 19. des. 1998 og lauk endurbótunum í júní 2001.

Sökk á Þistilsfrði um 7 sm. austur af Raufarhöfn 20. maí 2005.

Nöfn: Stefán Guðfinnur SU 78, Rita NS 13, Rúna NS 131, Rúna SH 35, Rúna SH 101, Rúna SF 35, Hafbjörg HU 100, Brík ÓF 11, Brík ÁR 205, Rík Ár 205, Skálavík ÁR 205 og Hildur ÞH 38 

25.01.2012 17:00

Auðbjörg HU 6 / Auðbjörg EA 22 / Ósk KE 5 / Benni Sæm GK 26 / Garðar GK 53

Hér er á ferðinni einn af hinum svokölluðu Skipavíkurbátum frá Stykkishólmi og að nafninu til er þessi enn á skrá, en held þó að hann liggi í Bolungavíkurhöfn og hafi gert í mörg ár.


                     1305. Auðbjörg HU 6 © mynd Snorrason


                     1305. Auðbjörg EA 22 © mynd Snorrason


                                           1305. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll


                1305. Ósk KE 5 © mynd Snorrason


                   1305. Benni Sæm GK 26 © mynd Snorrason


                                              1305. Garðar GK 53

Smíðanúmer 13 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1973, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Báturinn lá að mestu aðgerðarlaus við bryggju í Sandgerði 2005 - 2006, en þá var hann seldur til Bolungarvíkur þar sem nota átti hann til siglinga með ferðamenn um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Kom Hann til Bolungarvíkur 14. júlí 2006 og hefur síðan legið þar við bryggju.

Nöfn: Auðbjörg HU 6, Auðbjörg EA 22, Ósk KE 5, Ósk II KE 6, Björgvin GK 26, Björgvin á Háteig GK 26, Benni Sæm GK 26 og núverandi nafn: Garðar GK 53

25.01.2012 16:00

Þétt setinn slippur

Hér koma tvær myndir úr Skipasmíðastöð Njarðvikur sem sýna allmörg skip þar í slipp. Myndirnar eru það gamlar að þær eru teknar áður en Bátaskýlið var byggt.
              Frá Skipasmíðstöð Njarðvíkur fyrir einhverjum áratugum © myndir Jóhann Sævar Kristbergsson

25.01.2012 14:30

Sólrún ÍS 1, Andri SH 21, Boði GK 24 og innrásaprammi

Mynd þessi var tekin þegar fara átti að sjósetja Sólrúnu ÍS 1 í fyrsta sinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

  Á mynd þessari má sjá 1679. Sólrúnu ÍS 1, sem bíður sjósetningar, fyrir aftan hana sést í 971. Boða GK 24 og aftan við hann er það 853. Andri SH 21. Fremst á myndinni er það innrásaprammi frá Varnarliðinu © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

25.01.2012 11:00

Sjóli RE 18, sá fyrsti sem styttur var

Hér sjáum við togarann á leið í slipp í Njarðvík, en eins og sést á stefni hans er búið að stytta hann.


     1602. Sjóli RE 18, á leið í slipp í Njarðvik © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson. Eins og sést á stefni togarans, er búið að stytta hann og er þetta talinn vera fyrsti togarinn sem slíkt var framkvæmt á.

25.01.2012 10:00

Jón á Hofi ÁR 62


                   1562. Jón á Hofi ÁR 62 © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, 1983

25.01.2012 09:00

Suðurnes KE, Bjargey, Svartfugl, Ölver, Seniver og Ásgeir Magnússon

Hér sjáum við togarann Suðurnes KE 12, við slippbryggjuna í Njarðvík, en myndi er tekin úr ,,Seniver". Þarna eru í röð Bjargey, Svartfugl og Ölver, sem síðan voru brenndir á staðnum og ofan við þá er Ásgeir Magnússon sem var í viðgerð, en þetta er í SKipasmíðastöð Njarðvíkur


   1407. Suðurnes KE 12 við bryggju, Bjargey KE, Svartfugl og Ölver standa sama og voru að lokum brenndir þarna. Ofan við þá sést í Ásgeir Magnússon sem verið er að gera við, en myndin er tekin úr 923. sem sumir kalla Seniver, en hét þarna Símon Gíslason KE 155 © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

25.01.2012 00:00

Hrímnir SH / Eleseus BA / Hrönn BA / Bjarni Svein SH / Hafberg Grindavík GK / Tálkni BA

Hér er á ferðinni bátur sem smíðaður var í Stálvík fyrir 40 árum og er ennþá til, að vísu nú sem þjónustubátur fyrir eldi, en var upphaflega smíðaður sem þjónustbátur fyrir kafara og síðan varð hann fiskiskip.. Á þessum árum hefur báturinn einu sinni sokkið, en var náð upp aftur, þá varð ævintýri í sambandi við uppboð á honum, sem m.a. fór þannig að fyrri eigendur fóru með bátinn annað, án þess að mega það. Allt um þetta fyrir neðan myndirnar og meira til.


                                    1252. Hrímnir SH 35 © mynd Emil Páll


                     1252. Hrímnir SH 35 © mynd Snorrason


                  1252. Eleseus BA 328 © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Bibby Villers


                                  1252. Eleseus BA 328 © mynd Snorrason


                      1252. Hrönn BA 335 © mynd Snorrason


                    1252. Hrönn BA 335 © mynd Skerpla


                      1252. Bjarni Svein SH 107 © mynd Hilmar Snorrason


             1252. Bjarni Svein SH 107 © mynd Alfons Finnsson


                     1252. Hafberg Grindavík GK 17 © mynd Kristinn Benediktsson


                    1252. Tálkni BA 64 © mynd Jón Halldórsson, holmavik. 123


               1252. Tálkni BA 64, 18. júní 2011 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123


       1252. Tálkni BA 64 © mynd Sigurður kafari Stefánsson, í júní 2011


                       1252. Tálkni BA 64 © mynd Siggi kafari, í júní 2011

Smíðanúmer 21 hjá Stálvík hf., Garðabæ, 1972, sem þjónustubátur fyrir kafara. Síðan breytt í fiskiskip Sökk á Borgarfirði í ágúst 1975, náð upp aftur. Lengdur og hækkaður í Stykkishólmi 1987. Seldur hæstbjóðanda á nauðungaruppboði i júní 1992. Fyrri eigandi kærði uppboðið til Hæstaréttar, en rétturinn staðfesti uppboðið og sýslumaður Barðastrandarsýslu gaf út afsal 24. sept. 1992 til nýrra eigenda, en þá höfðu fyrri eigendur siglt bátnum án leyfis til Njarðvíkur. Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann. Nú notaður sem þjónustbátur við eldi.

Nöfn: Orion RE 44, Húnavík HU 38, Dagur HF 1, Rúna SH 35, Hrímnir SH 35, Eleseus BA 328, Hrönn SH 335, Hrönn BA 335, Bjarni Svein SH 107, Hafberg Grindavík GK 17 og núverandi nafn: Tálkni BA 64

24.01.2012 23:00

Suðurnes KE 12 í miklum endurbótum


        1407. Suðurnes KE 12, í miklum endurbótum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, fyrir einhverjum áratugum

24.01.2012 22:00

Jón Vídalín ÁR 1


          1347. Jón Vídalín ÁR 1, framan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir einhverjum áratugum © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson

24.01.2012 21:00

Ársæll Sigurðsson II HF 12


         1160. Ársæll Sigurðsson II HF 12, í Njarðvíkurslipp © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, fyrir þó nokkrum árum eða áratugum