Færslur: 2012 Janúar

11.01.2012 19:00

Togarar í Grindavíkurdýpi 1976


                    Togarar í Grindavíkurdýpi © mynd Kristinn Benediktsson, 1977

11.01.2012 18:30

Mikið af nafngreindum og ónafngreindum bátum - sjá nánar á miðnætti

Skemmtileg syrpa birtist hér á miðnætti þar sem mikill fjöldi báta sést, suma hef ég nafngreint en aðra ekki svona fyrir ykkur að spá í, þó engin sé getrauni. Hér birti ég þrjár af myndunum úr syrpunni, en læt það vera að segja nánar frá þeim bátum sem þar sjást. - Nánar á miðnætti -


                        Nöfn sumra verða birt á miðnætti svo og syrpan öll

11.01.2012 18:00

Sighvatur GK 57 fyrir tæpum 30 árum

Já þessi hefur breyst mikið á þeim tæpu 30 árum sem liðin er síðan þessi mynd er tekin og ennþá er hann í fullum rekstri og vel það.


              Sighvatur GK 57, í Grindavíkurhöfn © mynd Kristinn Benediktsson, 1983

11.01.2012 17:00

Reknetin dregin og fara í gegn um hristarann

Reknetin dregin í Skógey SF um miðja nótt. Þau eru dregin yfir dekkið í gegn um netahristarann, en þaðan rennur síldin niður í lest. Karlarnir standa bak við hristarann og greiða netin og gera þau klár fyrir næstu lögn.
      Reknetin dregin í Skógey SF 53 um miðja nótt. Þau eru dregin yfir dekkið í gegn um netahristarann, en þaðan rennur síldin niður í lest. Karlarnir standa bak við hristarann og greiða netin og gera þau klár fyrir næstu lögn © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

11.01.2012 16:00

Vélstjórinn gerir við þegar lagt er í róður

Vélstjórinn á Skógey SF, gerir við brotna lunningu á bátnum, þegar lagt er á stað í róður.

         Vélstjórinn á Skógey SF 53, gerir við brotna lunningu á bátnum, þegar lagt er á stað í róður © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

11.01.2012 15:00

Færarekkinn bíður klár - Sigurður Ólafsson SF nálgast

Færarekkinn bíður klár fyrir lögnina á Skógey SF, þennan eftirmiðdag sem Kristinn Benediktsson brá sér í róður með honum.


     Færarekkinn bíður klár fyrir lögnina á Skógey SF 53, þennan eftirmiðdag sem Kristinn Benediktsson brá sér í róður með honum - þarna sést einnig Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Kristinn Benediktsson, 1978

11.01.2012 14:00

Bátur nálgast Hvanneyna

Bátur (Stjarnan RE 3) nálgast Hvanneyna sem er í ósnum í Hornafjarðarfljóti, þar sem siglt er inn í innsiglinguna til hafnarinnar á Höfn í Hornafirði.      Bátur (Stjarnan RE 3) nálgast Hvanneyna, sem er í ósnum á Hornafjarðarfljóti, þar sem siglt er inn í innsiglinguna til hafnarinnar á Höfn í Hornafirði © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

11.01.2012 13:00

Hamrasvanur SH 201 á reknetamiðunum

Hér koma tvær myndir er sýna Hamrasvan SH 201 á reknetamiðunum.
    Hamrasvanur SH 201 á reknetamiðunum © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

11.01.2012 12:00

Bátarnir bíða næturinnar á reknetaveiðum út af Hornafirði

Bátarnir á miðunum og bíða næturinnar til að fara að leggja síldar-reknetin.
    Bátarnir voru á miðunum og bíða næturinnar til að fara að leggja netin © myndir Kristinn Benediktsson, 1978

11.01.2012 11:20

Rúna


                                   6895. Rúna © mynd Ragnar Emilsson, 2011

11.01.2012 09:30

Dalakollur SU 6


                          6476. Dalakollur SU 6 © mynd Ragnar Emilsson, 2011

11.01.2012 00:00

Sigurður Ólafsson SF 44 tekur humartrollið

Hér kemur syrpa af Sigurði Ólafssyni SF 44, að taka trollið og hifa inn pokann fullan af humri í Hornafjarðardýpi árið 1977.
  
         787. Sigurður Ólafsson SF 44, á humarveiðum í Hornarfjarðardýpi. Sést þegar hann er að taka trollið og hífa inn pokann fullan af humri © myndir Kristinn Benediktsson, 1977

10.01.2012 23:00

Freyr SU 122


                             6015. Freyr SU 122 © mynd Ragnar Emilsson, 2011

10.01.2012 22:10

Tjaldur SU 179


                           5655. Tjaldur SU 179 © mynd Ragnar Emilsson, 2011

10.01.2012 21:45

Kiddi Lár lengdur á Siglufirði

Búið er að ganga frá því að báturinn verður lengdur á Siglufirði en ekki hjá Sólplasti í Sandgerði eins og sumir síðuhöfundar höfðu fullyrt. Ástæðan er sú að vegna veiðiskyldu sem er á bátnum þurfti verkið að taka skemmri tíma en Sólplast gat framkvæmt, vegna mikillar verkefnastöðunnar hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að leggja af stað með bátinn norður á morgun.


      2704. Kiddi Lár GK 501, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll, 12. feb. 2010


      2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010