Færslur: 2012 Janúar

09.01.2012 23:20

Fær veikindalaun vegna þunglyndis

mbl.is
stækka mbl.is/Kristinn

Útgerðarfyrirtækinu Skinney-Þinganesi var í Héraðsdómi Austurlands nýverið gert að greiða matsveini 2,3 milljónir króna í veikindalaun auk vaxta.

Ekki var deilt um að matsveinninn hefði verið óvinnufær heldur sneri ágreiningurinn að því hvort hann teldist hafa verið haldinn sjúkdómi í skilningi sjómannalaga og kjarasamnings. Taldi útgerðin að óvinnufærni mannsins væri vegna fíknisjúkdóms sem teldist ekki til sjúkdóms í skilningi vinnuréttar og sjómannalaga.

Í forsendum dómsins er vísað til þess að heilsugæslulæknir hafi gefið út vottorð og borið að maðurinn hafi borið "skýr einkenni kvíða og þunglyndis". Hann hafi borið að þessir geðrænu sjúkdómar væru, auk fíknisjúkdóms, grunnsjúkdómar mannsins til margra ára.

09.01.2012 23:00

Bergur VE 44


               2677. Bergur VE 44, í Slippnum í Reykjavík © mynd Ragnar Emilsson, 2011

09.01.2012 22:40

Af hverju er skoðun Guðlaugs ekki virt?

www.dv.is
"Mér þætti voða vænt um að fá að drepast áður en menn fara að búa til bíó um mann," segir Guðlaugur Friðþórsson, sem komst einn lífs af þegar Hellisey VE ...

09.01.2012 22:00

Æskan SF 140


                                  936. Æskan SF 140 © mynd Jónas Franzson

Byggður hjá Odense Træskipsværft, Odense, Danmörku 1963. Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp á síðari hluta níunda áratugs síðustu aldar.

Sökk rétt sunnan við Látrabjarg 15. júlí 2000, á leið til nýrra eigenda á Patreksfirði.

Nöfn:  Æskan SI 140, Æskan SF 140, Æskan II SF 141, Drangavík VE 555, Friðrik Bergmann SH 240, Bervík SH 342 og Æskan SH 342.

09.01.2012 21:00

Ágúst Guðmundsson II GK 94

Gísli Aðalsteinn Jónasson, hefur bjargað mér mörgum frábærum myndum og hér koma tvær til viðbótar, en þær eru eftir föður hans Jónas Franzson fyrrum skipstjóra - Þakka ég þeim feðgum kærlega fyrir - Fyrri myndin kemur nú og hin í næstu færslu hér á eftir


                      963. Ágúst Guðmundsson II GK 94 © mynd Jónas Franzson

Smíðanúmer 90 hjá Frederikshavn Skibsbyggeri A/S, Fredrikshavn, Danmörku 1963.

Báturinn var seldur til Noregs, eftir úreldingu hér heima. Kaupandi var maður ættaður úr Njarðvík, Lárus Ingi Lárusson. Ætlaði hann að gera bátinn upp í Noregi til endursölu, en þá hafði Lárus búið ytra í 12 ár. Sigldi hann bátnum út í samfylgd annars sem hann hafði keypt í sama tilgangi og var lagt upp frá Vestmannaeyjum í lok sept. 1995. Eitthvað kom þó uppá á leiðinni og aðstoðaði færeyskt varðskip bátinn til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan hélt hann síðan áfram til Noregs 29. sept. 1995. - Síðan þá veit ég ekkert um bátinn og hef ekkert fundið um hann.

Nöfn: Ágúst Guðmundsson II GK 94, Sigurjón GK 49, Ver NS 400, Jónína ÍS 93, Jóhannes Ívar KE 85 og Júlíus ÁR 111

09.01.2012 20:10

Heimsins stærsti skötuselur veiddist nýlega við Noreg

Var 115 kíló á þyngd og 180 sentímetrar á lengd

Fiskifréttir 9. janúar 2012
Heimsins stærsti skötuselur.

Nýlega fékk norskur sjómaður ferlíki í þorskanetin sem reyndist vera risastór skötuselur. Eftir því sem best er vitað er þetta stærsti skötuselur sem veiðst hefur í heiminum, að því er fram kemur í frétt í norska ríkissjónvarpinu. Netin voru lögð í Høylandssundið og dregin á laugardaginn. Þegar komið var að netinu með skötuselnum reyndist það svo þungt að ekki var hægt að ná því upp. Sjómaðurinn, sem var einn um borð, hélt í fyrstu að netið hefði fest við botninn en þarna var 5 metra dýpi. Sjómaðurinn náði að draga netið upp að síðunni og sigldi í land og fékk hjálp. Fjóra menn þurfti til að innbyrða skötuselinn sem vóg 115 kíló, var um 180 sentímetrar á lengd og meira en metri á breidd. Höfuðið eitt vó 64 kíló. En sjómaðurinn sagði að halinn og búkurinn hefðu samt dugað til að fylla frystinn! Í febrúar 2010 veiddist 99 kílóa skötuselur við Noreg sem var sá stærsti í heimi en það met stóð sem sagt ekki lengur en tæpt ár.

09.01.2012 20:00

Sæborg GK 68, á veiðum


                  2641. Sæborg GK 68, á veiðum © mynd Ragnar Emilsson, 2011

09.01.2012 19:00

Daðey GK 777 á veiðum


                   2617. Daðey GK 777, á veiðum © mynd Ragnar Emilsson, 2011

09.01.2012 18:15

Íslenskt togskip, kanadískt nú norskt - sjá á miðnætti

Á miðnætti birti ég 19 mynda syrpu af skipi sem er aðeins 10 ára gamalt, Var í fyrstu togari í Vestmannaeyjum, síðan einhverskonar rannsóknarskip í Kanada og er nú vaktskip í Noregi. Birti ég myndir af skipinu undir öllum þremur nöfnunum - já á miðnætti.


                             Íslenskt þá kanadískt og í dag norskt - nánar á miðnætti

09.01.2012 18:00

Guðmundur VE 29
               2600. Guðmundur VE 29, í Reykjavík © myndir Ragnar Emilsson, 2011

09.01.2012 17:00

Sleipnir ÁR 19
                              2557. Sleipnir ÁR 19 © myndir Ragnar Emilsson, 2011

09.01.2012 16:00

Bjössi RE 277


                               2553. Bjössi RE 277 © mynd Ragnar Emilsson

09.01.2012 15:00

Steinunn SF 10


                                  2449. Steinunn SF 10 © mynd Ragnar Emilsson

09.01.2012 14:40

Tilboði tekið um leigu á þyrlu

Af vef Landhelgisgæslunnar:

ThyrlaDSC00059

Mánudagur 9. janúar 2012

Ákveðið hefur verið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA. Leiguþyrlan mun leysa af TF-LIF sem flýgur til Noregs 14. janúar nk. þar sem hún mun í fyrsta sinn fara í gegnum umfangsmikla G-skoðun. Áætlað er að skoðuninni ljúki 23. mars. 

Verður leiguþyrlan afhent Landhelgisgæslunni um mánaðarmótin janúar-febrúar. Til að þyrlan uppfylli öll skilyrði útboðsgagna til björgunarþyrlu þarf að gera á henni smávægilegar breytingar sem verða framkvæmdar annaðhvort í Noregi eða á Íslandi.

Starfsmenn á vegum LHG hafa verið í Noregi undarfarna daga þar sem unnið er að lokafrágangi fyrir samningsgerð ásamt því að undirbúa skráningarferli hjá íslenskum flugmálayfirvöldum sem getur tekið nokkurn tíma en vonast er til að þyrlan verði tilbúin til notkunar um eða uppúr miðjum febrúar.

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram þann 19. desember hjá Ríkiskaupum.  Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Knut Axel Ugland Holding AS og frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N - TF-HDU sem er í eigu Norðurflugs ehf. Í útboðsgögnum var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma og er tilboðið frá Norðurflugi frávik þar sem þyrlan sem þeir buðu fram er af gerðinni Dauphin.

TF-LIF._23._juni_1995
TF-LIF við komuna til landsins í júní 1995. Mynd Baldur Sveinsson.

TF-LIF Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 getur tekið fimm í áhöfn og allt að tuttugu farþega, flugþol hennar eru fimm klukkustundir og hámarkshraði er 270 km/klst. Hámarks flugdrægni er 625 sjómílur. TF-GNA, einnig Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 er systurþyrla, TF-LIF og getur tekið fimm manna áhöfn og svipaðan fjölda farþega, flugþol hennar er 4:45 klukkustundir og hámarkshraði 270 km/-  klst. Hámarks flugdrægni er 570 sjómílur. Þyrla Knut Axel Ugland Holding AS er sambærileg í getu og núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar.

09.01.2012 14:00

Leynir


             2396. Leynir, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2. jan. 2012