Færslur: 2012 Janúar

21.01.2012 00:00

Þorskastríðið - síðasta syrpan allavega í bili

Þá er það síðasta syrpan að þessu sinni a.m.k. og þegar henni líkur er búið að birta næstum því 200 myndir, þó ekki alveg, eins og raunar hefur verið sagt frá í þessum hópi.
                                         Þorskastríðið © myndir Örn Rúnarsson

Eins og ég hef áður sagt koma myndir þessar í gegn um Óðinn Magnason og hefur hann nú boðað að það sé eftir einar 200 myndir ennþá, þannig að ég á eftir að sjá hvort ég taki þær og birti allar, eða vinni hugsanlega eitthvað úr þeim fjölda.

20.01.2012 23:05

Neskaupstaður í dag: Hákon EA, bilaður, Silver Horn, Sær o.fl.

Bjarni G., sendi mér þessar myndir og texta: Silver Horn kom í morgun til Neskaupstaðar að lesta frosið. Hákon EA landaði í gær og verður frá veiðum einhverja daga vegna bilunar, svo eru myndir af smábátahöfninni og Sær NK að koma í höfn                                                           Silver Horn


                           1407. Hákon EA 148, Silver Horn og úr smábátahöfninni


                                  1407, Hákon EA 148 og nokkrir smábátar


                                              Smábátahöfnin á Neskaupstað


           2318. Sær NK 8 © myndir Bjarni G, á Neskaupstað í dag, 20. jan. 2012

20.01.2012 22:48

Stundvís, á leið til NK og fær nafnið Inga NK 4?

Bjarni G. sendi mér þær upplýsinar að hann héldi að þessi bátur væri á leiðinni til Neskaupstaðar veit ekki með nafn á hann en líklega verður það Inga NK 4 sami kaupandi og átti Ingu NK sem fór til Noregs  


      Er ástæðan fyrir nafnleysinu sú að hann fari ekki vestur, heldur austur? Svo verður ef upplýsingar Bjarna G., hér fyrir ofan eru réttar.

20.01.2012 22:00

Gunni RE 51


                        1319. Gunni  RE 51, í Reykjavík © mynd Emil Páll

20.01.2012 21:00

Bömmelgutt / Vestborg M-500-A / Vesturborg GK 195 / Valdimar GK 195

Þessi var smíðaður í Noregi 1982 og keyptur hingað til lands 1999 og hefur aðeins borið tvö nöfn hérlendis og er enn í fullri drift.


                                Bömmelgutt © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


                             Vestborg M-500-A © mynd af heimasíðu Álasunds


      2354. Vesturborg GK 195, kemur í fyrsta sinn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 11. apríl 1999


                                  2354. Valdimar GK 195 © mynd Jón Páll


                         2354. Valdimar GK 195, í Grindavík © mynd Emil Páll


         2354. Valdimar GK 195, kemur til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 6. maí 2010


    2354. Valdimar GK 195, kemur að bryggju í Keflavík © mynd Emil Páll, 6. maí 2010

Smíðanúmer 73 hjá H&E Nordtviet Skipsbyggery A/S, Nordfjördeid, Noregi 1982. Lengdur og endurbyggður 1997.

Kaupsamningur til Íslands var undirritaður í febrúar 1999 og kom skipið til Njarðvíkur í fyrsta sinn 11. apríl 1999, en hafði þá verið eina viku í veiðiferð.

Allan tímann hérlendis hefur heimahöfn verið í Vogum, líka eftir að útgerð skipsins fluttist til Grindavíkur.

Nöfn: Bömmelgutt, Aarsheim Sentor M-10-HO, Vestborg M-500-A, Vesturborg GK 195 og núverandi nafn: Valdimar GK 195.

20.01.2012 20:00

Guðbjörg GK 220 / Sæunn GK 220 / Geir goði GK 220 / Geir goði FIN 116K

Þetta skip er eitt þriggja systurskipa sem smíðuð voru fyrir íslendinga og var gert út hérlendis í rúm 30 ár en þá selt til Finnlands, og sökk fljótlega eftir það. Meðan það var hérlendis var það þó selt úr landi til Svíþjóðar, en keypt fljótlega aftur.
     242. Guðbjörg GK 220 © mynd af google, ljósm.: ókunnur


              242. Guðbjörg GK 220 © mynd siglo.sk


                          242. Sæunn GK 220, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                 242. Geir goði GK 220, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll


                            220. Geir goði GK 220 © mynd Snorrason


   242. Geir goði GK 220, í Hafnarfirði, meðan það var í eigu
Svíanna og lá þar. Margir sem hafa skoðað þessa mynd
hafa haft gaman að henni fyrir þá sök að báturinn liggur utan
á Dagfara með gömlu brúnna, en yfirbyggðum og með
hækkuðum keis undir brúnni, en mjög fáar myndir sýna hann
þannig   © mynd Emil Páll 1978


                     Geir goði FIN 116K í Finnlandi © mynd af heimasíðu Álasunds

Smíðanúmer 48 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/S, Marstrand Svíþjóð 1963. Seldur úr landi til Svíþjóðar í apríl 1978 og keyptur til baka í oktober það ár og lá þennan tíma í Hafnarfirði. Seldur síðan aftur úr landi og þá til Finnlands 24. apríl 1996. Sökk á togveiðum í miklu óveðri 1998, ekki langt frá þeim stað sem ferjan Estoni sökk.

Bátur þessi var einn af þremur systurskipum sem smíðuð voru fyrir íslendinga og ég spyr hver voru hin? Komi ekki svör birti ég rétt svör á morgun.

Nöfn: Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220, Geir goði GK 220 og Geir goði FIN 116K.

20.01.2012 19:00

Stundvís ÍS 883 eða hvað?


         1787. Stundvís ÍS 883, eða hvað? í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 20. jan. 2012
Þó komnar séu þó nokkrar vikur síðan báturinn var tekinn upp í slipp og skráður á vef Fiskistofu sem Stundvís ÍS 883, samt kom hann niður ómerktur með öllu nema skipaskrárnúmerinu 1787.

20.01.2012 18:00

Gunnar GK 501

Fyrir nokkrum árum var stofnsett fyrirtæki í Sandgerði með þeim tilgangi að skrásetja hérlendis norska báta, sem myndu fá síðan kvóta til að veiða í íslenskri lögsögu. Keypti þetta fyrirtæki þrjú skip og komu tvö þeirra til landsins, áður en lokað var fyrir þessa leið. Hér sjáum við annað skipanna.


                 2526. Gunnar GK 501, í höfn í Hafnarfirði © mynd Jón Páll´Ásgeirsson

Smíðanr. 27 hjá Eidsvik Skipsbyggeri A/S, Eidsvik, Noregi 1971. Lengdur 1974, yfirbyggður, brú hækkuð o.fl. 1980.

Innfluttur 2001 og kom til Hafnarfjarðar fimmtudaginn 27. september 2001. Var hann keyptur til útgerðar sem línuveiðari, en var með öllu kvótalaus. Í lok janúar 2002 hélt skipið til Brasilíu til að veiða túnfisk og sverðfisk og síðan var því siglt um jólin 2002 til Úrugvæ og leigt þarlendum aðilum, en fyrri eigandi í Noregi átti skipið. Meðan skipið var í Úrugvæ og Sómalíu var því rænt af sjóræningjum, auk þess sem það lenti í flóðunum miklu um jólin og áramótin 2004 og sökk skipið undan strönd Sómalíu.

Nöfn: Værland SF 232-A, Varland M-58-H, Varlandi F-258-NK, Gunnar GK 501 og Marie.

20.01.2012 17:40

Kristbjörg VE 71, í Keflavík í dag


                      84. Kristbjörg VE 71, í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 20. jan. 2012

20.01.2012 15:00

Svalur BA 120


              2701. Svalur BA 120, í Reykjavík © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum árum

20.01.2012 14:00

Vonin KE 2
                                          221. Vonin KE 2 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 587 hjá N.V. Scheepsbouwerft, De Hoop í Hardiuxveld í Hollandi 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Fór til Afríku undir íslenskum fána 8. mars 1996 og fór ári síðar undir erlendan fána en í eigu íslendings búsettum í Chana.

Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2, Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, aftur Sæfell ÍS 820, Sæfell ÍS 99 og enn á ný Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi (frá Afríku), Streymur, aftur Jón á Hofi, Rose mary og Surprise.

20.01.2012 13:05

Gullbjörg ÍS 666


            2452. Gullbjörg ÍS 666, komin til viðgerðar hjá Sólplasti, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 23. des. 2009

20.01.2012 12:30

Snarfari HF 112 / Víðir KE 4


    406. Snarfari HF 112 © mynd Emil Páll, 1984


                                           406. Víðir KE 4 © mynd Emil Páll, 1985

20.01.2012 10:00

Mummi GK 54


                                2138. Mummi GK 54 © mynd Emil Páll, í júlí 2009

20.01.2012 09:25

Von GK 113


                                    2733. Von GK 113 © mynd Emil Páll