Færslur: 2011 Október
25.10.2011 00:00
Vinur SH / Heiðrún EA / Arnar KE / Haförn KE / Fiskir HF / Njörður KÓ / Salka GK
Þessi bátur sem smíðaður var á Akureyri 1975 er enn til, þó útgerð hafi verið ansi stopul undir því nafni sem hann ber í dag og hann síðan steinsökk í Sandgerðishöfn sl. sunnudag, eftir að hafa verið keyrður niður.

1438. Vinur SH 140 © mynd aba.is

1438. Heiðrún EA 28 © mynd Emil Páll, 1984

1438. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll

1438. Arnar KE 260 © mynd Snorrason

1438. Haförn KE 14 © mynd Snorrason

1438. Fiskir HF 51 © mynd Gunnar Jónsson

1438. Njörður KÓ 7 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

1438. Njörður KÓ 7 © mynd Emil Páll, 2009

1438. Salka GK 79 © mynd Emil Páll, 2009
Smíðanúmer 9 hjá Gunnlaugi og Trausta sf., Akureyri. Afhentur í lok júlí 1975.
Sökk í Sandgerðishöfn, eftir að Rán GK 91 sigldi á hann, sunnudaginn 23. okt. 2011 og stefnt er að því að ná honum upp á þeim sólarhing sem nú er að hefjast. Þá kemur í ljós hver framtíð bátsins verður, eftir þetta.
Nöfn: Vinur SH 140, Vinur ST 28, Heiðrún EA 28, Arnar KE 260, Haförn KE 14, Haförn KE 15, Fiskir HF 51, Njörður KÓ 7 og núverandi nafn: Salka GK 79.

1438. Vinur SH 140 © mynd aba.is

1438. Heiðrún EA 28 © mynd Emil Páll, 1984

1438. Arnar KE 260 © mynd Emil Páll

1438. Arnar KE 260 © mynd Snorrason

1438. Haförn KE 14 © mynd Snorrason

1438. Fiskir HF 51 © mynd Gunnar Jónsson

1438. Njörður KÓ 7 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

1438. Njörður KÓ 7 © mynd Emil Páll, 2009

1438. Salka GK 79 © mynd Emil Páll, 2009
Smíðanúmer 9 hjá Gunnlaugi og Trausta sf., Akureyri. Afhentur í lok júlí 1975.
Sökk í Sandgerðishöfn, eftir að Rán GK 91 sigldi á hann, sunnudaginn 23. okt. 2011 og stefnt er að því að ná honum upp á þeim sólarhing sem nú er að hefjast. Þá kemur í ljós hver framtíð bátsins verður, eftir þetta.
Nöfn: Vinur SH 140, Vinur ST 28, Heiðrún EA 28, Arnar KE 260, Haförn KE 14, Haförn KE 15, Fiskir HF 51, Njörður KÓ 7 og núverandi nafn: Salka GK 79.
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 23:00
Hafsúlan utan á ex Fífil GK
Hér sjáum við hvalaskoðunarskipið Hafsúluna, þar sem hún liggur utan á 1048, sem í upphafi hét Fífill GK, en hefur verið notað sem móttökustöð og sýningasalur hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu.

2511. Hafsúlan utan á 1048. ex Fífill GK 54, í Reyjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 22. okt. 2011
2511. Hafsúlan utan á 1048. ex Fífill GK 54, í Reyjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 22. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 22:00
Fjórði plastbáturinn frá Plastverki
Þessa úrklippu fékk ég að láni úr einkasafni Kristjáns Nielsen í Sólplasti, en hún birtist í blaðinu Reykjanesi, trúlega einhvern tímann á 10 áratug síðustu aldar. Eins og sjá má á textanum fyrir neðan myndinar segir: Nýr 9.9 tonna bátur Dagur KE var sjósettur hjá fyrirtækinu Plastverk í Sandgerði á laugardaginn. Eignadi Dags KE er Svanur Jónsson, skipstjóri í Keflavík.
Andrés Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Plastprents sagði í samtali við Reykjanesið að skelin hefði verið flutt inn frá Englandim en allt annað hefði verið unnið hjá fyrirtækinu. Það er allur frágangur. Þetta er fjórði plastbáturinn sem Plastverk afhendur á um 2 árum.
--
Þessu til viðbótar má geta þess að Plastverk varð síðan að Sólplasti, eftir að Kristján tengdasonur Andrésar og Sigurborg Sólveig Andrésdóttir kona Kristjáns hófu rekstur fyrirtækisins.

6602. Dagur KE 88, sjósettur í Sandgerði © mynd úr einkasafni
Kristjáns og Sigurborgar
Andrés Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Plastprents sagði í samtali við Reykjanesið að skelin hefði verið flutt inn frá Englandim en allt annað hefði verið unnið hjá fyrirtækinu. Það er allur frágangur. Þetta er fjórði plastbáturinn sem Plastverk afhendur á um 2 árum.
--
Þessu til viðbótar má geta þess að Plastverk varð síðan að Sólplasti, eftir að Kristján tengdasonur Andrésar og Sigurborg Sólveig Andrésdóttir kona Kristjáns hófu rekstur fyrirtækisins.
6602. Dagur KE 88, sjósettur í Sandgerði © mynd úr einkasafni
Kristjáns og Sigurborgar
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 21:00
Getur þetta verið rétt?
Hávær umræða er á bryggjunni um að þessi bátur Bliki EA 12, hafi nýlega verið seldur fyrir 270 milljónir króna og alls hafi 19 tilboð borist. Bátnum sem framleiddur er árið 2005 og honum fylgir enginn rosa kvóti, en báturinn mun hafa verið kominn í eigu lánastofnunar.

2710. Bliki EA 12 © mynd Þorgeir Baldursson, 2009

2710. Bliki EA 12 © mynd á vef Viðskiptahússins
2710. Bliki EA 12 © mynd Þorgeir Baldursson, 2009
2710. Bliki EA 12 © mynd á vef Viðskiptahússins
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 20:00
Móna og Jón Pétur
1303. Móna GK 303 og 2033. Jón Pétur RE 411, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 24. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 19:00
Sagan á miðnætti og ákvörðun í fyrramálið
Á miðnætti birtist saga þessa báts í máli og myndum hér á síðunni. en hann er sem kunnugt er á botni Sandgerðishafnar. Á morgun verður hann trúlega hífður upp og jafnfram tekin ákvörðun um framtíð hans, þó ljóst sé að hann verður dreginn í slipp og þá trúlega Njarðvikurslipp.

1438. Heiðrún EA 28 © mynd Emil Páll

1438. Heiðrún EA 28 © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 18:01
Sigurður VE 15
183. Sigurður VE 15, í Reykjavíkurslipp © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 22. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 17:00
Neðansjávarmyndir af gatinu á Sölku GK
Hér koma myndir sem ég tók nú síðdegis af því þegar kafarar fóru með plötu í sjóinn til að setja fyrir gatið á Sölku GK, í Sandgerðishöfn. Þá sést gatið og fleira af bátnum. Tók ég þær myndir af sjónvarpstæki í bíl Köfunarþjónustu Sigurðar, en kafararnir voru með myndavél með sér sem tók myndir á vettvangi. Gatið er nánast 2ja metra langt og um 90 sentimetra breitt.

Kafari á leið með plötu til að setja fyrir gatið

GK 079, í kafi

SALKA, neðansjávar



' I dag í Sandgerði © myndir Emil Páll, 24. okt. 2011
Kafari á leið með plötu til að setja fyrir gatið
GK 079, í kafi
SALKA, neðansjávar
' I dag í Sandgerði © myndir Emil Páll, 24. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 16:40
Salka GK 79: Bátnum snúið á hina hliðina
Kafarar á vegum Köfunarþjónustu Sigurðar snéru í dag Sölku GK yfir á hina hliðina þar sem hún lá á gatinu í Sandgerðishöfn. Var það gert svo hægt væri að setja fyrir það. Síðan tók ég myndir af því þegar kafarar fóru niður og settu fyrir gatið og er með myndir teknar í gegn um sjónvarpstæki í stjórnbíl Köfunarþjónustunnar, er sýna gatið, þær koma í næstu færslu hér á eftir.
Hér er búið að leggja bátinn á hina hliðina
Sigurður Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigurðar, á vettvangi í dag
© myndir Emil Páll, 24. okt. 2011
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 12:00
Þétt skipað í slippnum
þessi skemmtilega mynd er úr safni Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og sýnir marga báta samtímis í slippnum.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir nokkrum áratugum
Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir nokkrum áratugum
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 11:37
Grétar Mar, enn eigandi Sölku
Bæði ég og fleiri síðueigendur hafa haldið því fram að undanförnu að Salka GK 79 sem keyrð var niður í Sandgerðishöfn í gær, væri í eigu lánastofnana. Það er rangt, báturinn er í eigu míns gamla félaga Grétars Mar Jónssonar og bið ég hann afsökunar á þessum rangfærslum.
Það er hinsvegar að frétta af björgun bátsins að kranar koma ekki til verksins fyrr en líða tekur á daginn og því verður honum ekki lyft upp fyrr en á morgun. Dagurinn í dag verður hinsvegar notaður til að þétta bátinn til bráðabirgða og setja á hann belgi.

Grétar Mar Jónsson skipstjóri og eigandi Sölku GK 79. Myndin er tekin þegar hann kom með bátinn nýkeyptan úr Kópavogi © mynd Emil Páll, í okt 2009
Það er hinsvegar að frétta af björgun bátsins að kranar koma ekki til verksins fyrr en líða tekur á daginn og því verður honum ekki lyft upp fyrr en á morgun. Dagurinn í dag verður hinsvegar notaður til að þétta bátinn til bráðabirgða og setja á hann belgi.
Grétar Mar Jónsson skipstjóri og eigandi Sölku GK 79. Myndin er tekin þegar hann kom með bátinn nýkeyptan úr Kópavogi © mynd Emil Páll, í okt 2009
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 10:00
Hólmar GK 546 og fl. í Njarðvikurslipp
Þær eru skemmtilegar margar myndirnar sem eru í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvikur og hér birti ég eina, en á henni sést bátur sem smíðaður var í stöðinni, en fórst fljótlega og því eru mjög fáar myndir til af honum, þó ég eigi einhverjar.

Hér má sjá marga báta sem eru auðþekkjanlegir, Þeir fremstu eru Hólmar GK 546, sem fórst mjög fljótlega og fyrir neðan hann er Hilmir KE 18, sem sökk, en nánar um þá báða síðar. Þarna er Hólmar GK í smíðum, en langt komið með þær.© mynd frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Hér má sjá marga báta sem eru auðþekkjanlegir, Þeir fremstu eru Hólmar GK 546, sem fórst mjög fljótlega og fyrir neðan hann er Hilmir KE 18, sem sökk, en nánar um þá báða síðar. Þarna er Hólmar GK í smíðum, en langt komið með þær.© mynd frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 09:30
Hröð slipptaka
Í síðustu viku sannaðist slagorð Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur í auglýsingunni hér á síðunni, hvað varðar hraða slippstöku með gullvagninum.´Á miðvikudag var hafnsögubáturinn Auðunn tekinn upp og sjósettur aftur á föstudag, sem segir að aðeins tveir heilir dagar hafi farið í slippveruna, en báturinn var þrifinn og málaður að nýju á þessum tíma.
Áður hef ég birt myndir af því þegar báturinn var tekinn upp, en hér birti ég myndir sem Skipasmíðastöðin hefur sent frá sér er hann fór í sjó að nýju á föstudag.

2043. Auðunn, í gullvagninum á leið til sjávar á föstudag

Hér rennur hann í sjó © myndir Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Áður hef ég birt myndir af því þegar báturinn var tekinn upp, en hér birti ég myndir sem Skipasmíðastöðin hefur sent frá sér er hann fór í sjó að nýju á föstudag.
2043. Auðunn, í gullvagninum á leið til sjávar á föstudag
Hér rennur hann í sjó © myndir Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Skrifað af Emil Páli
24.10.2011 09:10
Reyndist æðislega vel
Í gær fór fram prufusigling á Víkingi KE 10, eftir þær breytingar sem gerðar voru á honum hjá Sólplasti í Sandgerði á dögunum, og tók Svanfríð Dögg Línadóttir af bátnum mikla myndasyrpu sem sýnd verður hér á síðunni á miðnætti aðfaranótt nk. miðvikudags. En hér birti ég nokkrar myndir úr þeirri syrpu ásamt mynd af Svanfríði.
Að sögn Sigvalda Hólmgrímssonar skipstjóra bátsins reyndist hann æðislega vel í kaldanum sem var í gærdag þegar prófunin fór fram.


Svanfríð Dögg Línadóttir




Frá prufusiglingu á 2426. Víkingi KE 10, í kalda í gærdag, þar sem hann reyndist æðislega vel © myndir Svanfríð Dögg Línadóttir, 23. okt. 2011 í Grófinni og á Stakksfirði.
Að sögn Sigvalda Hólmgrímssonar skipstjóra bátsins reyndist hann æðislega vel í kaldanum sem var í gærdag þegar prófunin fór fram.
Svanfríð Dögg Línadóttir
Frá prufusiglingu á 2426. Víkingi KE 10, í kalda í gærdag, þar sem hann reyndist æðislega vel © myndir Svanfríð Dögg Línadóttir, 23. okt. 2011 í Grófinni og á Stakksfirði.
Skrifað af Emil Páli
