24.10.2011 09:10

Reyndist æðislega vel

Í gær fór fram prufusigling á Víkingi KE 10, eftir þær breytingar sem gerðar voru á honum hjá Sólplasti í Sandgerði á dögunum, og tók Svanfríð Dögg Línadóttir af bátnum mikla myndasyrpu sem sýnd verður hér á síðunni á miðnætti aðfaranótt nk. miðvikudags. En hér birti ég nokkrar myndir úr þeirri syrpu ásamt mynd af Svanfríði.

Að sögn Sigvalda Hólmgrímssonar skipstjóra bátsins reyndist hann æðislega vel í kaldanum sem var í gærdag þegar prófunin fór fram.                                                   Svanfríð Dögg Línadóttir
        Frá prufusiglingu á 2426. Víkingi KE 10, í kalda í gærdag, þar sem hann reyndist æðislega vel © myndir Svanfríð Dögg Línadóttir, 23. okt. 2011 í Grófinni og á Stakksfirði.