Færslur: 2011 Október

05.10.2011 00:00

Skvettugangur Skvettu SK 7

Hér sjáum við Skvettu SK 7 sigla fyrir utan Keflavíkurhöfn og fram hjá Vatnsnesi, á leið sinni frá Njarðvikurhöfn og út í Gróf.
            1428. Skvetta SK 7, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 23:00

Gos - gos?

Nei þessi strókur upp úr fjallgarðinum milli Keilis og Grindavíkur, er ekki eldgos, fremur að þetta sé strókur frá einhverjum hvernum t.d. á Hellisheiði sem ber svona í, að halda mætti að um gos væri að ræða.
     Strókurinn kemur upp úr fjallagarðinum, eða sýnist svo © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 22:30

Á dragnótaveiðum í Garðsjó í dag

Þessar myndir tók ég frá mismunandi stöðum í Garðinum í dag, af dragnótabáti sem var að veiðum þar fyrir utan. Hvort þetta sé Siggi Bjarna GK 5 eða Benni Sæm GK 26 er ég ekki viss, þó ég hallist helst á að þetta sé sá fyrrnefndi.
       Benni Sæm eða Siggi Bjarna á dragnótaveiðum í Garðsjó í dag © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 22:00

Mottler

Birti hér nokkrar myndir sem ég tók af skipinu í dag fá mismunandi stöðum í Garði og svo eins af MarineTraffic, til að sýna skipið meira í návígi. Skip þetta er í stærðinni 185 x 24.


    Mottler, með heimahöfn á Cyprus, á siglingu framan við Garðinn, með stefnu fyrir Garðskaga, í dag © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011


                    Mottler © mynd af MarineTraffic, JF Hofman, 5. júní 2010

04.10.2011 21:40

Leifar af flakinu af Borgey SF 57

Í framhaldi af birtingu af mynd frá Magna Þórlindssyni af Borgey SF 57, hér fyrir stuttu og frásögn af slysinu, endurbirti ég mynd sem Hilmar Bragason tók í fyrra af leifum af flakinu.


    Leifar af flakinu af Borgey SF 57, á Austurfjörunum við Hornarfjarðarós  © mynd Hilmar Bragason

04.10.2011 21:20

Högaberg selt aftur til Íslands

Af vefnum skipini.fo:

Høgaberg seldur aftur til Íslands

04.10.2011 - 15:15 - Kiran Jóanesarson

Høgaberg fer nú aftur at eita Geysir, og trolarin fer til fiskiskap í altjóða sjógvi.

Trolarin Høgaberg, sum varð keyptur til Føroya í summar, er longu seldur aftur til Íslands. 

Framherji í Fuglafirði keypti trolaran frá einum dótturfelag hjá Samherja í Íslandi, og hetta felagið, Polaris Seafood, hevur nú keypt skipið aftur fyri nøkunlunda sama prísin, sigur Anfinn Olsen, reiðari. 

Skipið er longu farið til Íslands, og tað hevur fingið sítt gamla navn aftur, Geysir.  

Høgaberg varð fyrst og fremst keyptur til Føroya at fiska og taka ímóti makreli í summar. Men ætlanin var eisini at fiska í altjóða sjógvi, nú makreltíðin er endað. Men hendan ætlan er slept, sigur Anfinn Olsen.

Og Fagraberg klárar at fiska tað, sum Framherji eigur av kvotum, sigur Anfinn Olsen. Høgaberg hevði eisini loyvi at fiska sild.  

Fýra føroyingar eru við Geysir, allir yvirmenn. Geysir fer aftur at fiska í altjóða sjógvi, hetta skrivar Kringvarpið í dag.

04.10.2011 21:00

Hann er kominn á þennan

Lengi vel hafa tveir góðir síðueigendur verið í skipsplássum hjá Landhelgisgæslunni þ.e. þeir Jón Páll og Guðmundur St. Nú hefur enn einn bæst í hópinn, a.m.k. um stundasakir, en það er sá síðueigandi sem var einn þeirra fyrstu sem ruddu veginn og var sá sem kom mér í bransann. Hann hefur á undanförnum árum verið togarasjómaður og þar áður á fiskibátum, en nú er hann að því að ég hef fregnað kominn á varðskipið Tý. Hér er ég að tala um sjálfan Þorgeir Baldursson. Tók ég því þessa mynd er skipið var út af Miðsnesi, en myndin er tekin frá Garðskaga, en það fór einmitt í morgun út frá Reykjavík.


     Þó skyggnið hafi ekki verið neitt sérstakt, enda kominn rigning smellti ég þessari mynd af 1421. Tý, í dag © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 20:00

Neskaupstaður í dag

Bjarni Guðmundsson sendi þessar fréttir og myndir þeim tengdar, frá Neskaupstað í dag: Summer Phoenix fór í dag fulllestað úr höfn með aðstoð Vattar og Hafbjargar og strax á eftir kom Samherjaflutningaskipið Reina að bryggju til að lesta frosið


                                       Summer Phonex, í Neskaupstað í dag

                              2629. Hafbjörg, Summer Phonex og 2734. Vöttur

                                         Summer Phonex og 2734. Vöttur

                                           2629. Hafbjörg og Summer Phonex

                           2629. Hafbjörg, 2734. Vöttur og Summer Phonex

                             2734. Vöttur, Summer Phonex og 2629. Hafbjörg
                                        2629. Hafbjörg, 2734. Vöttur og Reina

        2629. Hafbjörg, 2734. Vöttur og Reina, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 4. okt. 2011

04.10.2011 19:05

Skemmtileg syrpa af þessum á miðnætti

Þó stutt sé síðan ég birti syrpu af þessum er hann var sjósettur í Njarðvík get ég ekki staðist mátið og birt aðra syrpu af honum á miðnætti, en sú var tekin nú síðdegis er báturinn var færður yfir í Grófina í Keflavík.


        1428. Skvetta SK 7 út af Vatnsnesi í dag - nánar á miðnætti © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 18:00

Allt í rauðu

Ekki stóðst ég mátið að taka mynd af rauða flotanum þegar hann var allur í höfn í dag, En þetta tækifæri stóð ekki lengi, því sá minnsti var er leið á daginn færður yfir í Grófina.


      363. Maron GK 522, 2101. Sægrímur GK 525 og 1428. Skvetta SK 7, í Njarðvík í dag


        Hér sjáum við þá alla fjóra í rauða flotanum, í Njarðvíkurhöfn í dag. Sá sem er lengst til hægri er ekki á efri myndinni, en það er 89. Grímsnes GK 555 © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 17:45

Leki að Röstinni

Nú er komið í ljós að ástæðan fyrir slipptökunni á Röstinni var að menn urðu varir við töluverðan leka á bátnum þar sem hann var í Njarðvikurhöfn og var sjór kominn vel upp á gírinn og því tekinn strax upp til að stöðva lekann


         923. Röstin Gk tekin upp í dag vegna mikils leika © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 14:53

Röstin GK 120


       923. Röstin GK 120, á leið upp i slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í þessum töluðum orðum © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 12:00

5 eða 6 Sómar komnir vel á veg

Inni á gólfi hjá Bláfelli ehf., á Ásbrú eru nú fimm þilfarsbátar af Sómagerð komnir það á veg að búið er að steypa þá alla og að auki er sá sjötti í innréttingum annarsstaðar.
 Tók ég mynd af þemur þeirra sem allir eru af gerðinni Sómi 870 og verða með hældrifi, en þessir eru styðst á veg komnir.


     Þrír af gerðinni Sómi 870 með hældrifi, hjá Bláfelli í morgun © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011

04.10.2011 08:00

Ísleifur VE 63


                 1610. Ísleifur VE 63 © mynd Snorrason

04.10.2011 07:42

Gamli Júpiter RE 161

Hér kemur mynd af gamla, gamla Júpiter í stórsjó, en myndin var tekin af Snorra Snorrasyni á sínum tíma.


                        Gamli, gamli Júpiter RE 161 © mynd Snorri Snorrason