Færslur: 2011 Október

06.10.2011 21:00

Þór siglir á miðnætti inn í Panamaskurð

Af vef LHG:

2008_2fjul_2f27_2fpanama_canal1

06. okt. 2011

Fimmtudagur 6. október 2011

Áætlað er að varðskipið Þór fari um Panamaskurð á bilinu frá klukkan tólf á miðnætti í kvöld til klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. Þar sem klukkan í Panama er fimm tímum á eftir íslenskum tíma vonumst við til að enn verði birta þegar Þór fer í skurðinn kl. 19:00 að þarlendum tíma.

Hægt er að fylgjast með skipum sem fara um Panamaskurð á vefmyndavélum, t.d. hér. http://www.pancanal.com/eng/photo/camera-java.html?cam=Miraflores (Opnast í nýjum vafraglugga) 

Thor_Chile

Upplýsingar um Panamaskurð á Wikipedia.org (Opnast í nýjum vafraglugga)

 Uppl. m.a. fengnar frá Panama-hugleiðingar og upplifanir gesta í Panamalandi;

Panamaskurður hefur verið í notkun síðan 1914, hefur hann lítið breyst á þessum tæplega hundrað árum. Tæknin er hin sama, skipunum er lyft um 26 metra í þremur áföngum. Engar dælur eru notaðar, aðeins vatnsafl. Skipin leggja af stað á morgnana frá sitt hvorum enda, mætast á miðri leið og sigla svo út hinum megin 8-9 tímum síðar. Rúmlega 40 stór skip fara um skurðinn á daginn en af öryggisástæðum fara aðeins smærri skip um skurðinn á næturnar.

Þegar skipi hefur verið siglt inn í fyrsta skipahólfið og hliðinu lokað, er vatni hleypt frá næsta hólfi. Þegar vatnsyfirborðið er orðið jafn hátt báðum megin er næsta hlið opnað og skipið siglir í gegn. Hverju skipi er þannig lyft þrisvar sinnum bæði þegar það siglir inn og út úr skurðinum. Það fara 100 milljón lítrar af vatni í hvert skipti sem hleypt er í skipahólf.

Myndir Unnþór Torfason yfirvélstjóri Þór og
http://www.maritime-executive.com

06.10.2011 20:30

Varðskipið Týr kom fyrir öldumælisdufli vestur af Sandgerði

Af vef Landhelgisgæslunar

NACGF_vardskip

06. okt. 2011

Fimmtudagur 6. október 2011

Afar mikilvægt er fyrir sjófarendur að hafa upplýsingar um ölduhæð á þeim hafsvæðum sem þeir sigla um. Víða hefur öldumælisduflum verið komið fyrir og er hægt að fá upplýsingar um ölduhæð hjá Siglingastofnun og Veðurstofunni.

Varðskipsmenn sjá um að skipta út öldumælisduflum með vissu millibili.  Einnig kemur fyrir að öldumælisdufl tapast og þá þarf að koma nýjum fyrir. 

Í vikunni lagði varðskipið Týr út öldumælisdufli vestur af Sandgerði (Garðskagadufl) en duflið slitnaði upp í sumar. Staðsetning á duflinu er: 64°03´139 N og 022°52´612 V.

Einnig er nauðsynlegt  að taka duflin í land endrum og sinnum til að skipta um rafhlöður í þeim og yfirfara þau áður en þeim er aftur komið fyrir úti á sjó.  Duflin eru í eigu Siglingastofnunar sem sér um að skoða þau og lagfæra.

04102011duflTYR

Á meðfylgjandi mynd sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður tók vestur af Sandgerði eru Haukur bátsmaður og hásetarnir, Gunnar, Heimir Týr og Þorgeir. 

06.10.2011 20:00

Pathfinder
    Pathfinder, í Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurður Bergþórsson, 6. okt. 2011

06.10.2011 19:00

Biðröð á Neskaupstað í dag

Skömmu eftir hádegi er Bjarni Guðmundsson tók þessar myndir á Neskaupstað var biðröð í höfnina. Kristina EA var að landa frosnu og Beitir NK  að landa í Fiskiðjuverið. Börkur NK beið eftir löndun í Fiskiðjuverið. Hav Sund kom í dag að lesta mjöl og Björgvin EA var að landa ísfiski. Úti á firði biðu Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA eftir bryggjuplássi í löndun og Green Ice beið eftir plássi til að lesta frosið. Við ytri bæjarbryggjuna beið Reina eftir að komast inn í höfn að lesta frosið. Á morgun er væntanlegt 143 metra langt skip að lesta frosnar afurðir.
 

             2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2407. Hákon EA 148, biðu úti á firði


                                                   Reina


                                       Green Ice, beið eftir bryggjuplássi


                                                          Hav Sand


                                                            Hav Sand


                                   2730. Beitir NK 123 og 1937. Björgvin EA 311


                               2662. Kristína EA 410 og 1293. Börkur NK 122


                                                    1937. Björgvin EA 311


         Hav Sund og 1293. Börkur NK 122 © myndir Bjarni G., á Neskaupstað 6. okt. 2011

06.10.2011 18:00

Verður Láru Magg breytt í skútu?

Eins og margir vita og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni var Lára Magg ÍS 86 seld til ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu fyrir þó nokkru. Fljótlega fór að kvissast út að nýju eigendurnir ætluð að láta fjarlægja allt ofan af þilfarinu og breyta bátnum í skútu til nota í ferðaþjónustunni. Síðan þá veit ég dæmi um að eigendur hafi kannað þann möguleika, án þess þó að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.


                 619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 6. okt. 2011

06.10.2011 17:00

Sunna Líf


               1523. Sunna Líf KE 7, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 6. okt. 2011

06.10.2011 16:12

Frá Asparvík

Fyrr í dag sagði ég frá dularfullum báti sem stendur ofan við Grófina í Keflavík. Fór ég síðan og skoðaði hann betur og sá þá að heimahöfn hans er í Asparvík, hvar svo sem sú höfn nú er. Birti ég aftur myndina sem kom í dag og tvær til viðbótar, sem ég tók áðan.


                        HGG frá Asparvík, í dag © myndir Emil Páll, 6. okt. 2011

06.10.2011 14:00

11 björguðust, 6 eru týndir og 4 látnir

skipini.fo:

Skipsvanlukka á Taivan

06.10.2011 - 12:55 - Sverri Egholm

Seks eru saknaðir, fýra hava latið lív, meðan 11 vórðu bjargaðir, tá farmaskipið Jui Hsing fór á land við havnabýin Keelung í Taivan mánadagin. 

Taivanska farmaskipiðJui Hsing sendi mánadagin út neyðarkall. Hetta hendi stutt eftir, at teir vóru farnir út úr havnini í taivanska havnabýnum Keelung. 

Skipið, ið er 18.955 DWT til støddarm rendi á land stutt frá havnini í Keelung. Fleiri av manningini lupu í havið, tá ovurstórar bylgjur skræddu skipið í tvinnar partar. Onkur megnaði at svimja til lands, meðan aðrir vórðu bjargaðir av skipum, ið komu til hjálpar, men tíverri eru higartil fýra funnir deyðir, meðan framvegis verður leitað eftir seks monnum, ið eru saknaðir. 

Manningin taldi 21 mans. 11 eru bjargaðir, 4 eru deyðir, og lítil vón er fyri teimum 6, ið ikki enn eru afturíaftur komnir. Fitt av olju er likið úr vrakinum, og ringa veðrið forðar myndugleikum at leggja oljusperringar út. 

Fleiri myndir eru at síggja undir greinini.

Kelda: Netavísin


06.10.2011 13:10

HGG Bjarnarból ehf

Um þennan bát veit ég raunar mjög lítið annað en að hann kom í Grófina í Keflavík í gær og á honum stendur aftan til Bjarnarhöfn ehf. og á hliðinni á húsinu: HGG


             HGG Bjarnarból ehf., í Grófinni Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 6. okt. 2011

06.10.2011 10:38

Öflugur öryggisbátur

feykir.is | Skagafjörður | 5.10.11:
siglingaklubburinn_drangey_nyr_batur (2)

Siglingaklúbburinn Drangey keypti í vikunni öryggisbát fyrir starfið í klúbbnum. Báturinn er af gerðinni Humber 570 með tvöföldum botni. Báturinn er með hnakk sem gerir alla stjórnun bátsins auðveldari og eykur öryggi til mikilla muna. Þá er hann með 2 öflugar 40hp Yamaha tvígengisvélar.

 Þessi kaup gera siglingaklúbbnum kleift að færa þjálfun út fyrir hafnargarðinn en slíkt hefur ekki verið hægt nema í mjög góðum veðrum vegna öryggissjónarmiða þar sem sá bátur sem siglingaklúbburinn hefur haft til afnota er sléttbotna og þolir því illa þær öldur sem eru fyrir utan höfnina.

Báturinn kemur frá Eskifirði og hefur verið þar í einkaeigu frá 2004 en þar áður var báturinn í eigu björgunarsveitarinnar á Eskifirði og björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði. Báturinn hefur að sögn eigenda reynst vel við erfiðar bjarganir.

-Það er sýn stjórnar Siglingaklúbbsins Drangey að með þessum kaupum sé kominn forsenda til að stunda skipulagðar æfingar fyrir keppni í siglingum. Þeir krakkar sem hafa sótt námskeið klúbbsins hafa sýnt þessu starfi mikinn áhuga og einnig hafa viðbrögð foreldra verið mjög jákvæð. Það hefur þó vantað í starf klúbbsins að geta boðið upp á krefjandi æfingar fyrir þá krakka og unglinga sem eru orðin of gömul fyrir námskeiðin en með kaupum á þessum bát er komin forsenda fyrir slíku starfi, segir Hallbjörn Björnsson stjórnarmaður.

06.10.2011 10:31

Rækjulandanir á Siglufirði

siglo.is, 5. okt 2011:

 

Sigurborg SH-12
Sigurborg SH-12

Rækjuveiði er frekar treg út af brælu á miðunum. Múlaberg SI landaði 28 tonnum Siglunes SI 9 tonnum og Sigurborg SH 15 tonnum af rækju í þessari viku. Rækjan fer í Rækjuverksmiðju Ramma hf á Siglufirði.

06.10.2011 08:00

Súlan EA 300


                          1060. Súlan EA 300 © mynd Snorrason

06.10.2011 07:34

Bylgja VE 75, inni í húsi


    2025. Bylgjan VE 75, inni í húsi hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd úr
auglýsingabæklingi fyrirtækisins

06.10.2011 00:00

Reykjanes GK 50 / Stafnes KE 38 / Hafliði ÁR 20 / Helguvík ÁR 20 / Narfi ÁR 13 / Litlanes ÍS 608

Þessi vertíðarbátur, var oft myndarefni mitt, á þeim árum sem ég var að alast upp, bæði með GK nr. og síðan KE nr. Eftir það átti hann eftir að bera EA nr., ÁR og að lokum ÍS nr.


           784. Reykjanes GK 50 © mynd Snorrason


         784. Stafnes KE 38, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, einhvern tíman á árunum 1974 - 1978


     784. Hafliði ÁR 20, í Daníelsslipp í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1981


                     784. Hafliði ÁR 20 © mynd Snorrason


         784, Helguvík ÁR 20, siglir inn Hafnarfjörð © mynd Snorrason


                                        784. Narfi ÁR 13


      784. Litlanes ÍS 608, brennur í Húnaflóadýpi 17. maí 1992 © mynd Karl Einar Óskarsson

Smíðanúmer 8 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði 1954, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Brann og sökk  17. maí 1992 í Húnaflóadýpi, um 50 sm. N. af Skagatá.

Nöfn: Reykjanes GK 50, Stafnes GK 274, Stafnes KE 38, Stafnes EA 14, Hafliði ÁR 20, Sigmundur ÁR 20, Helgi Jónasson ÁR 20, Helguvík ÁR 20, Narfi ÁR 20, Narfi ÁR 13 og Litlanes ÍS 608

05.10.2011 23:16

Þór siglir yfir miðbaug

Vefur Landhelgisgæslunnar:

THOR8

05. okt. 2011

Miðvikudagur 5. október 2011

Varðskipið Þór sigldi í gær yfir miðbaug á leið sinni til Íslands. Af því tilefni var haldin athöfn um borð  til heiðurs Neptúnusi konungi. Slíkar Miðbaugs vígslur hafa tíðkast öldum saman meðal sæfarenda.  

Áætlað er að Þór fari um Panama skurð 6.-7. október og er hægt að fylgjast með vefmyndavélum í rauntíma þegar skip fara þar í gegn, m.a. á slóðinni http://www.pancanal.com/eng/photo/camera-java.html?cam=Miraflores (Opnast í nýjum vafraglugga)