24.10.2011 22:00

Fjórði plastbáturinn frá Plastverki

Þessa úrklippu fékk ég að láni úr einkasafni Kristjáns Nielsen í Sólplasti, en hún birtist í blaðinu Reykjanesi, trúlega einhvern tímann á 10 áratug síðustu aldar. Eins og sjá má á textanum fyrir neðan myndinar segir: Nýr 9.9 tonna bátur Dagur KE var sjósettur hjá fyrirtækinu Plastverk í Sandgerði á laugardaginn. Eignadi Dags KE er Svanur Jónsson, skipstjóri í Keflavík.
Andrés Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Plastprents sagði í samtali við Reykjanesið að skelin hefði verið flutt inn frá Englandim en allt annað hefði verið unnið hjá fyrirtækinu. Það er allur frágangur. Þetta er fjórði plastbáturinn sem Plastverk afhendur á um 2 árum.
 --
Þessu til viðbótar má geta þess að Plastverk varð síðan að Sólplasti, eftir að Kristján tengdasonur Andrésar og Sigurborg Sólveig Andrésdóttir kona Kristjáns hófu rekstur fyrirtækisins.


                         6602. Dagur KE 88, sjósettur í Sandgerði © mynd úr einkasafni
                                                    Kristjáns og Sigurborgar