Færslur: 2011 Október

28.10.2011 15:05

Brimrún, Særún og Baldur


          2738. Brimrún, 2427. Særún og 2727. Baldur í Stykkishólmi um síðustu helgi © mynd Svavar Ellertsson, í okt. 2010

28.10.2011 14:00

Fjóla SH 7


         2070. Fjóla SH 7 og 2727. Baldur, í Stykkishólmi um síðustu helgi © mynd Svavar Ellertsson, í okt. 2011

28.10.2011 13:30

Glaður SH 46 o.fl. í Stykkishólmi

Þessa mynd og fleiri sem ég birti í dag, tók Svavar Ellertsson í Stykkishólmi um síðustu helgi.


           2399. Glaður SH 46, fyrir miðri mynd og fleiri smábátar í Stykkishólmi um síðustu helgi © mynd Svavar Ellertsson, í okt 2011

28.10.2011 10:14

Sæfari BA 143


    207. Sæfari BA 143, að koma drekkhlaðinn inn til Reykjavíkur í okt 1963

28.10.2011 00:00

Þór í Keflavík

Þegar Þór kom til Keflavíkur höfðu einhverjir að orði að skipið hefði verið að prófa væntanlega heimahöfn, því eins og margir vita, eru sumir með þann draum að Landhelgisgæslan flytji til Reykjanesbæjar.

Hvað um það hér er löng myndasyrpa sem er tekin af mér og Guðjóni Arngrímssyni. Guðjón tók myndirnar sem teknar eru eins og úr lofti, enda teknar af 4. hæð hússins Krossmóa 4.
            2789. Þór © myndir Emil Páll og Guðjón Arngrímsson, 27. okt. 2011

27.10.2011 23:00

Í tilefni komu Þórs

Í tilefni að komu nýja varðskipsins Þórs, birti ég hér aftur hluta af þeim myndum sem ég birti á dögunum og voru teknar um borð í skipinu áður en það hélt frá Chile

IMG_2828

Lúðrasveit spilaði við þessa athöfn

IMG_2827

 

IMG_2833

Íslenski fáninn dregin að hún við afhendingu skipsins 

IMG_2842

Myndin er úr brúskipsins sem er hin glæsilegasta og hér fyrir neða er ein áhafnarklefinn

IMG_2872

 

IMG_2876

 

IMG_2886


IMG_2886

IMG_2618

IMG_2620

IMG_2754

IMG_2674

IMG_2676

Myndirnar tók Heiðar Kristinsson
 
Núna á miðnætti birti ég svo fleiri myndir sem bæði ég og Guðjóna Arngrímsson tóku þegar skipið kom til Keflavíkur í morgun


27.10.2011 22:00

Þorsteinn


                7647. Þorsteinn. í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 27. okt. 2011

27.10.2011 21:00

Salka og Hannes Þ. fara fram hjá Þór í morgun

Þessi mynd var tekin af Garðvegi, móts við Golfskálann í Leiru, þegar það var að birta í morgun á níunda tímanum. Hér er Hannes Þ, Hafstein með Sölku GK í togi á leið til Njarðvikur og fara þeir fram hjá Þór og í humátt hans kemur Þorsteinn.


       2310. Hannes Þ. Hafstein, með 1438. Sölku GK 79 í togi á leið til Njarðvikur og fara þeir fram hjá 2789. Þór og fyrir aftan Þór má sjá 7647, Þorstein © mynd Emil Páll, 27. okt. 2011

27.10.2011 20:00

Hannes Þ., Þorsteinn og Þór í morgun

Hér sjáum við örfáar myndir af björgunarbátunum sem voru á ferðinni á Stakksfirði í tilefni komu Þórs í morgun.


              Á efri myndunum eru það 2310. Hannes Þ, Hafstein og 2789. Þór sem sést þar, en á þeirri neðstu eru það eingöngu björgunarbátarnir, Hannes Þ, Hafstein 7647, Þorsteinn og léttabátur varðskipsins © myndir Emil Páll, 27. okt. 2011

27.10.2011 19:00

Hannes Þ. Hafstein á Stakksfirði í dag
          2310. Hannes Þ, Hafstein, á Stakksfirði í morgun © myndir Emil Páll, 27. okt. 2011

27.10.2011 18:00

Salka GK 79, dregin til Njarðvikur og tekin í slipp

Hér kemur löng myndasyrpa sem sýnir það þegar 2310. Hannes Þ. Hafstein, dregur 1438. Sölku GK 79 til Njarðvíkur og eins þegar báturinn er tekinn í slipp. Þá sést líka á myndum í syrpunni 7647. Þorsteinn.
Annars gengu málin þannig fyrir sig að lagt var að stað úr Sandgerði um kl. 7 í morgun og komið til Njarðvíkur á níunda tímanum. Báturinn var síðan kominn það mikið upp i slippinn að hægt var að skoða gatið nánar, á tólfta tímanum.
Er búist við að niðurstaðan um framhald bátsins komi í ljós á morgun.


            Þegar hér er komið sögu, er báturinn kominn inn í Njarðvikurhöfn, og næst sjáum við tvær myndir sem teknar eru við slippbryggjuna og síðan mynd af bátnum uppi í slipp og gatinu, sem áður hafa verið birtar myndir af, teknar þá neðan sjávar. Þeir bátar sem komið hafa hér við sögu eru 1438. Salka GK 79, 2310. Hannes Þ. Hafstein og 7647. Þorsteinn. Maðurinn sem sést hefur framan á Sölku er Sigurður Stefánsson eigandi Köfunarþjónustu Sigurðar sem annaðist björgun bátsins og flutning hans í slipp. Þá sjást hér fyrir neðan tveir af starfmönnum Sigurðar, þeir Guðmundur Ólafsson og Bragi Snær, en því miður veit ég ekki nöfn björgunarsveitarmannana sem eru á Hannesi Þ, Hafstein og Þorsteini


                    © myndir Emil Páll, í morgun, 27. okt. 2011

27.10.2011 17:07

Ibiza Cement, í Helguvík í dag
       Ibiza Cement, í Helguvík, en þangað kom það nú á fimmta tímanum í dag © myndir Emil Páll, 27. okt. 2011

27.10.2011 15:36

Salka GK 79 á fullri ferð

Hér sjáum við Sölku GK 79 á fullri ferð inn Stakksfjörðinn í morgun á leið í slipp í Njarðvik, en þangað er hún komin. Þarna er hún á 9,5 sjómílna hraða, en áður komst hún að sögn Grétars Mar komst hún aldrei áður nema í 8 mílna hraða. Svona til að rugla menn ekki of mikið þá er hún þarna í drætti hjá Hannesi Þ, Hafstein, sem er öflugra skip og því er hraðinn þetta mikill. Síðar í dag eða í kvöld birtast myndir og nánari frásögn af bátnum.


        1438. Salka GK 79, á fullri ferð inn Stakksfjörðinn í morgun © mynd Emil Páll, 27. okt. 2011

27.10.2011 13:30

Þór heilsaði upp á gamla heimabæ skipherrans

Varðskipið Þór kom í nágrenni Garðskaga snemma í morgun og inn á Stakksfjörðinn á níundatímanum. Var það við Helguvík um kl. 10 og síðan heilsaði skipherrann Sigurður Steinar Ketilsson upp á sinn gamla heimabæ, Keflavík kl. 12 á hádegi og í framhaldi af því var siglt með fram ströndinni til Reykjavíkur.

Hér birtast nokkrar myndir sem ég tók og síðan komu frábærar myndir sem Guðjón Arngrímsson, tók á 4. hæðinni í Krossmóa 4. En fleiri frá honum og mér munu koma síðar.


                       Þór og Hannes Þ. Hafstein við Vatnsnesið í morgun


                                     © myndir Emil Páll, 27. okt. 2011

Hér fyrir neðan eru hinar frábæru og um leið öðruvísi myndir sem Guðjón Arngrímsson tók


                                    © myndir Guðjón Arngrímsson, 27. okt. 2011

27.10.2011 08:00

Eitt í sinni fyrstu sjóferð, en annað í þeirri síðustu

Þessa stundina eru tvö skip sem maður fylgist sérstaklega með og er annað að nálgast Garðskaga, en hitt  komið fyrir hann. Þetta eru nýi Þór sem er í rólegheitum að bíða með að koma inn á Stakksfjörðinn, en aðeins nær Sandgerði siglir björgunarskipið Hannes Þ, Hafstein með Sölku GK 79 í togi, á leið til Njarðvikur. Er ég hafði samband við þá um borð í Sölku nú fyrir nokkrum mínútum voru þeir staddir framan við golfskála þeirra Sandgerðinga og voru á 8 mílna hraða og enginn leiki. Stóra spurningin er hvort sá bátur fái dauðadóm eftir að hafa verið tekinn upp í Njarðvik á eftir eða ekki.


        Þór,var fyrir stuttri stundu norður af Garðskaga © mynd af MarineTraffic. Eins og ég sagði í gærkvöldi mun hann verða við Helguvík um kl. 10 og síðan aðeins koma við nálægt Keflavík, þar sem Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra heiðrar sinn gamla heimabæ


          1438. Salka GK 79, nálgast nú Garðskaga, á leið sinni til Njarðvíkur í togi hjá Hannesi Þ. Hafstein © mynd Emil Páll, 26. okt. 2011