24.10.2011 11:37

Grétar Mar, enn eigandi Sölku

Bæði ég og fleiri síðueigendur hafa haldið því fram að undanförnu að Salka GK 79 sem keyrð var niður í Sandgerðishöfn í gær, væri í eigu lánastofnana. Það er rangt, báturinn er í eigu míns gamla félaga Grétars Mar Jónssonar og bið ég hann afsökunar á þessum rangfærslum.
Það er hinsvegar að frétta af björgun bátsins að kranar koma ekki til verksins fyrr en líða tekur á daginn og því verður honum ekki lyft upp fyrr en á morgun. Dagurinn í dag verður hinsvegar notaður til að þétta bátinn til bráðabirgða og setja á hann belgi.


            Grétar Mar Jónsson skipstjóri og eigandi Sölku GK 79. Myndin er tekin þegar hann kom með bátinn nýkeyptan úr Kópavogi © mynd Emil Páll, í okt 2009