Færslur: 2011 Október

27.10.2011 00:00

Guðmundur Arnar KE 200 sökk í Sandgerðishöfn fyrir rúmum tveimur áratugum

Hér er það rækjubáturinn Guðmundur Arnar KE 200, sem kom seint að kvöldi eða nóttu til að landi í Sandgerði einhvern tímann upp úr 1984 og í stað þess að landa þá rækjunni var ákveðið að bíða til morguns með það og bátnum því lagt utan á báta í langri röð. Er skipverjarnir mættu til að landa um morgunin fundu þeir hvergi bátinn og var að lokum bent á masturstoppa sem komu upp úr sjónum út í miðri höfninni. Þar var báturinn sem hafði sokkið um nóttina.

Hann var svotil nýkominn úr mikilli klössun þar sem skipt var m.a. um vél ofl. og af einhverjum ástæðum dældi sjónum inn um nóttina. Það beið hans því önnur klössun eftir að hafa verið náð á þurrt að nýju, þar sem skipta þurfti m.a. um allar innréttingar.

Undir myndum kem ég með sögu bátsins í máli.

Mun ég gera tilraun til að geta hvaða bátar sjást á myndunum, þ.e. þá sem ég þekki þarna

   - Myndir þessar eru fengnar að láni úr einkasafni Kristjáns Níelsen, í Sandgerði og þakka ég honum kærlega fyrir afnotin. -


    Hinn sokkni er 1185. Guðmundur Arnar KE 200, Stálbáturinn er 171. Sandgerðingur GK 268 og síðan er það 1331. Margrét HF 148
               1185. Guðmundur Arnar KE 200 og björgun hans í Sandgerðishöfn á níunda áratug síðustu aldar © myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen

Smíðanúmer 18 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði 1971. Var nýkominn úr vélaskiptum og miklum endurbótum, er hann sökk í Sandgerðishöfn einhvern tímann eftir 1984 og var því endurbyggður að nýju.  Afskráður sem fiskiskip 2006. Brenndur á áramótabrennu, 31. des. 2008, á Hauganesi við Skutulsfjörð.

Nöfn:  Ásgeir ÞH 198, Róbert RE 27, Emma GK 46, Látraröst ÁR 198, Hinrik ÁR 198, Hinrik KE 200, Guðmundur Arnar KE 200, Ásborg RE 15, Ásborg BA 109, aftur Ásborg RE 15, Ásborg BA 169, Ásborg BA 84 og Sigurjón BA 23

26.10.2011 23:00

Lykke Hametner L 229


                       Lykke Hametner L 229 © mynd shipspotting, Henry Patterson

26.10.2011 22:00

Skipherra Þórs heiðrar sinn gamla heimabæ

  vf.is:
 

 

Nýjasta varðskip Íslendinga, Þór, mun hafa stutta viðdvöl í Helguvík í fyrramálið á leið sinni til Reykjavíkur. Eftir viðkomuna í Helguvík mun varðskipið hafa stutt stopp utan við Keflavík en skipherra á Þór er Keflvíkingurinn Sigurður Steinar Ketilsson. Þar ætlar skipherrann að heiðra sinn gamla heimabæ. Gert er ráð fyrir skipinu við Helguvík um kl. 10 en það mun ekki leggjast að bryggju.


Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum munu fylgja Þór frá Sandgerði og alla leið til Reykjavíkur þar sem verður móttökuathöfn.


Þór siglir frá Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld og verður tekið á móti varðskipinu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 14:00 á fimmtudag (Þórsdag). Varðskipið verður til sýnis á Miðbakka föstudaginn 28. október kl. 13:00-17:00, laugardaginn 29. október kl. 13:00-17:00 og sunnudaginn 30. október kl. 13:00-17:00. Einnig mun Þór mun koma víða við um landið á næstu mánuðum þar sem skipið verður til sýnis fyrir alla áhugasama.


Með komu varðskipið Þórs verða kaflaskipti í öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu eða leitar eða björgunar. Varðskipið er sérstaklega hannað með þarfir Íslendinga og framtíðaráskoranir á Norður- Atlantshafi í huga og verður varðskipið öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður Atlantshafi og stóreykur möguleika Landhelgisgæslunnar á hafinu.


Viðbragðsgeta vegna björgunar stærri skipa gjörbreytist við komu varðskipsins en einnig má nefna öflugan mengunarhreinsi- slökkvi- og fjölgeislabúnað sem notaður er við leit og rannsóknir neðansjávar. Einnig er um borð öflugur eftirlitsbúnaður sem sameinast í stjórnstöð sem staðsett er í miðri brúnni. Getur skipið t.d. verið færanleg stjórnstöð í neyðaraðgerðum og tengt björgunaraðila við samhæfingarstöð almannavarna þó svo að allt venjulegt fjarskiptasamband liggi niðri. Einnig getur skipið tekið stórtækan björgunarbúnað og fjölda manns um borð. Mengunarhreinsibúnaður skipsins er hliðstæður búnaði norska varðskipsins Harstad sem kom til Íslands sumarið 2009. Æfði þá áhöfn varðskipsins Týs notkun búnaðarins með Harstad. Má í því sambandi nefna að Harstad var notaður við hreinsun á Oslóarfirði, eftir strand Goðafoss, í febrúar síðastliðnum.


Varðskipið Þór er 93,80 m að lengd, 16 m breitt og með 120 tonna dráttargetu. Til samanburðar má nefna að varðskipin Ægir og Týr eru 71,15 metrar að lengd, 10 metra breið og með um 56 tonna dráttargetu.26.10.2011 21:00

Neskaupstaður í dag

 Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Björgvin EA landaði hér í dag. Búið er að skipa út í Reinu og er hún að fara núna kl 18.00. Vestvind er að lesta mjöl. Bjartur NK landaði á mánudaginn. Beitir NK er að landa 1000-1100 tonnum af síld úr Breiðafirð.i Börkur NK er líka á síld, en hætt var við loðnuveiðar skipanna í bili. Kv Bjarni G


                          Reina, 1937. Björgvin EA 311 og 1293. Börkur NK 122


                             1937. Björgvin EA 311 og 1293. Börkur NK 122


                                                1278. Bjartur NK 121


                     Vestvind © myndir Bjarni G., á Neskaupstað, í dag, 26. okt. 2011

26.10.2011 20:00

Ægir á Spáni í fyrra

Hér koma þrjár myndir af varðskipinu Ægi, á Spáni í fyrra er hann var þar í útrásinni.


                                                         2. ágúst 2010


                                                            3. ágúst 2010


                                                     30. sept. 2010

   1066. Ægir, í Almeríu, Spáni og þeim dögum sem sést undir myndunum © myndir shipspotting, Joanfra Monsón

26.10.2011 19:00

Karl / Vela / Hekla


       Karl ex Baröy ex Lena ex Nour Ham ex 1672. Katla ex Vela ex Hekla © mynd shipspotting, geirolje, 11. júní 2011


                        1672, Vela © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, 1982


                                1672. Hekla © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason

26.10.2011 18:00

Hoe Aik / Lagarfoss

General Cargo Ship (reefer) LAGARFOSS passing Rendsburg/Kiel-Canal westbound | Photo: 1967 | © Hans-Wilhelm Delfs, Kiel
IMO: 5202043 | Call Sign: TFLA | Flag: Iceland/Reykjavik|
GT 2.923 | NT 1.618 | dwt 2.675 | Grain: 160.000 ft³ - Bale 150.000 ft³ |
Loa 94,70 m | Lpp 88,50 m | Br 14,10 m | Draught 6,48 m | Depth 9,02 m |
Shipbuilders: Burmeister & Wain, Kopenhagen - Yard No. 693 - launching 07.01.1949 - delivery 05/1949 |
Engine: Burmeister & Wain- 2.950 BHP - 17,0 kn |
Owner: H/f Eimskippafelag Islands, Reykjavik |
History: LAGARFOSS (1949-1977)
EAST CAPE (1977-1980) - Kurnia Singapore Pte. Ltd., Singapore
HOE AIK (1980-2002) - Cia Bravo S.de RL, Puerto Cortes/Honduras
deleted early 2002


                       Hoe Aik ex 139. Lagarfoss © mynd shipspotting, Chris Howell


               139. Lagarfoss, í Kiel © mynd shipspotting, Hans-Wilhelm Deifs, 1967

26.10.2011 17:00

Týr - Ítalíu


          1421. Týr, Messina, Ítalíu © mynd shipspotting, Tomasello Letterso, 6. júlí 2011

26.10.2011 16:01

Salka GK 79, í morgun


               1438. Salka GK 79, í Sandgerðishöfn í morgun © mynd Emil Páll, 26. okt. 2011

26.10.2011 14:35

Hvaða bátar eru þetta? Hvenær? og hvar?

Þessar myndir sem komnar eru nokkuð til ára sinna, sýna ákveðinn atburð, en hvaða atburð. Hvenær og hvar og hvaða skip eru þetta sem sjást þarna? - Allt um það á miðnætti.


                        - Allt um þetta á miðnætti  og þá margar fleiri myndir af sama atburði -

26.10.2011 14:31

Þór kominn til Vestmannaeyja

Þessa mynd sendi Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir mér, en hún er tekin af Sæþóri Vidó
 - sendi ég Bobbu ( Sjöfn Kolbrúnu) kærar þakkir fyrir -

26.10.2011 14:00

Reginn ÁR 228 ex HF 228

Hér sjáum við bátinn færðan frá bryggju í Njarðvik og að slippbryggjunni í Njarðvík og síðan er mynd af honum kominn upp i slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag.


    1102. Reginn ÁR 228, frá Eyrarbakka, á leið yfir að slippbryggjunni  í Njarðvik í morgun
                            Hér kemur hann að slippbryggjunni í Njarðvík


                              Kominn að slippbryggjunni í Njarðvik


               1102. Reginn ÁR 228, kominn upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur © myndir Emil Páll, 26. okt. 2011

26.10.2011 09:00

Einar Sigurjónsson


               2593. Einar Sigurjónsson, í Hafnarfirði © mynd Captain Peter, 20. maí 2011


     2593. Einar Sigurjónsson, á Eyjafirði © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, í maí 2005

26.10.2011 00:00

Frá prufsiglingu Víkings KE 10 sl. sunnudag

Hér kemur myndasyrpa sú sem Svanfríð Dögg Línadóttir, tók við prufusiglingu á Víkingi KE 10, eftir breytingar hjá Sólplasti. Myndirnar eru teknar á Stakksfirði og í Grófinni í Keflavík í kalda og að sögn Sigvalda Hólmgrímssonar skipstjóra reyndist báturinn æðislega vel.


                 2426. Víkingur KE 10 © myndir Svanfríð Dögg Línadóttir, 23. okt. 2011

25.10.2011 23:20

Lundey NS 14


         155. Lundey NS 14, í Vágur, í Færeyjum © mynd shipspotting, Jens Heri, 6. maí 2007


          155. Lundey NS 14, í Vágur í Færeyjum © mynd shipspotting, Jens Heri, 6. maí 2007


        155. Lundey NS 14, í Vopnafirði © mynd shipspotting, G.J. Haraldsson, 14. maí 2011