Færslur: 2011 Október

04.10.2011 00:00

Hanstholm í Danmörku fyrir nokkrum árum

Fyrir nokkrum árum eyddi  Jón Páll Jakobsson tveimur sumrum sem sjómaður í fiskibænum Hanstholm í Danmörku og þaðan er þessi myndasyrpa, en Jón Páll er bæði sögumaður og myndasmiðurinn.


                    Hér sjáum við Evu koma en á þessum var ég á netum


   Hér sést aftan á Evu. Þetta var svona hefðbundinn danskur kútter vel varin fyrir Norðursjónum en Norðursjórinn er eitt leiðinlegasta svæði sem ég hef verið til sjós á alltaf vindur og leiðinda sjólag.

   Löndun úr Evu. Lyftarinn var með litla bómu og svo voru kassarnir hífðir upp einn og einn í einu.


   Hér kemur fyrsti kassinn upp, þarna vorum við að veiða kulmule ( veit ekki hvað hann heitir á Íslensku) hann var seldur til Spánar og var mjög gott verð á honum en núna hefur verið lækkað mjög mikið vegna efnahagsástandsins á Spáni.


     Löndun lokið og ekkert annað en að færa bátinn og krakkarnir komnir um borð vilja fá smá siglingu. Þessar stíur sem þið sjáið þarna settum við öll netin við vorum með mikið að netum man ekki hvað mörg en þau voru einhver hundruð.


    Hér sjáum við kannski of vel kulmula kominn á markaðinn í Hasntholm og var bíða eftir uppboði.

     Hér sjáum við Sandvik HM-123. Þessi var nú smíðaður á Akureyri hét held ég upphaflega Tjaldanes. En þennan gerði Jónatan Hallgrímsson út frá Hanstholm, held hann sé hættur og fluttur heim. Hann átti einnig þennan fyrir innan Sandvik hann hét Stromsvik.


   Hér sjáum við netabátinn Mechalan þessi brann svo seinna en mannbjörg varð. Keyptu svo annan gamlann togbát sem þeir breyttu til netaveiða.


   Hér sjáum við gamla Vestbank þetta er danskur rækjubátur, það eru feðgar sem eiga Vestbank og þegar þessi mynd var tekin voru þeir að bíða eftir nýsmíði sem er löngu komin í notkun í dag. Eru allt árið á rækju.

 
     Dauðadeildin í Hanstholm fyrir nokkrum árum veit ekki hvernig staðan er á þessu í dag.


        Þessi er sænskur og er með beitingavél og gekk mjög vel á þennan alveg ótrúlegt ekki bátur upp á marga fiska, en það réru færeyingjar með svíanum og kom það fyrir að fresta varð brottför vegna björdrykkju skipstjóra og áhafnar.
         

                                             © myndir og texti Jón Páll Jakobsson

03.10.2011 23:00

Björg Jónsdóttir ÞH 321


             1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Snorrason

03.10.2011 22:00

Vestri BA 63


                       1464. Vestri BA 63 © mynd Snorrason

03.10.2011 20:50

Innsiglingarbaugja slitnaði upp

skessuhorn.is

Skessuhorn, 3. október 2011

Innsiglingarbauja úti af Suðurflös á Akranesi slitnaði upp í óveðrinu sem gekk yfir vestanvert landið sl. föstudagskvöld. Lóðsbátur frá Faxaflóahöfnum dró baujuna til hafnar um helgina. Landhelgisgæslan sendi tilkynningu til sjófarenda vegna þessa. Að sögn gæslumanna á þetta ekki að koma að sök fyrir þá sem eru kunnugir staðháttum við innsiglungu og í Akraneshöfn. Þá segir að sett verði upp ný bauju og henni komið fyrir á réttum stað en það mun taka einhvern tíma.

03.10.2011 20:45

Baldur verði notaður meira

ruv.is:

Baldur sigldi fyrstu áætlunarferðirnar um Landeyjahöfn í dag. Mynd: Sighvatur Jónsson
Baldur í Landeyjahöfn. Mynd: Sighvatur Jónsson

Siglingastofnun telur æskilegt að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur meira við siglingar um Landeyjahöfn í vetur. Herjólfur er nýkominn úr slipp í Danmörku og þarf að sigla til Þorlákshafnar næstu daga þar sem Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir skipið.

Herjólfur siglir nú aftur milli lands og eyja eftir um mánaðar veru í slipp í Danmörku. Á meðan sigldi Breiðafjarðarferjan Baldur um hina nýju Landeyjahöfn. Aðstæður til dýpkunar Landeyjahafnar voru ágætar á köflum í september.

Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar, segir að dýpkunarskipið Skandía hafi hins vegar ekki nýst sem skyldi vegna bilunar. Það hafi í rauninni verið mjög lítið notað. Dýpkað hafi verið um nokkur þúsund rúmmetra í september. Viðgerðum á skipinu sé lokið og stefnt sé að því að hefja dýpkun um leið og aðstæður leyfa í vikunni. Gísli bendir á að það hafi ekki þurft að dýpka Landeyjahöfn mikið í september þar sem Baldur risti mun minna en Herjólfur.

Þrátt fyrir að nokkrar ferðir Baldurs hafi fallið niður á tímabilinu nýttist skipið við mun meiri ölduhæð en Herjólfur. Þannig sigldi Baldur um Landeyjahöfn í gær þegar ölduhæð var 3,6 metrar, sem er rúmlega metra yfir því viðmiði sem skipstjórar Herjólfs hafa unnið eftir undanfarin misseri.

Gísli Viggósson segir það æskilegt að nýta Baldur meira við siglingar í Landeyjahöfn í vetur. Í fyrsta lagi sé djúprista Baldurs 2,7 metrar sem þýði að dýpka þurfi mun minna en vegna Herjólfs sem risti 4,3 metra. Í öðru lagi sé formið á skipinu þannig, sérstaklega að aftanverðu, að það hafi ekki lent í sömu erfiðleikum og Herjólfur þegar það sigli inn í straumi og öldu.

 


frettir@ruv.is

03.10.2011 20:21

Ruglingurinn um Gillu, Mjóeyri og heita pottinn

Sæll Emil ég sé á færslunni kl 18.20 mynd af bát sem er notaður sem heitur pottur þetta er Gilla sami báturinn og hefur verið á hinum myndunum á Mjóeyri svo sá ég að það var einhver ruglingur með Mjóeyrina en menn rugla stundum saman Mjóeyrarhöfn við Álverið og Mjóeyri sem stendur rétt utan við Eskifjarðabæ kv Bjarni G 

Birti ég því þær þrjár myndir sem birts hafa og hafa valdið viðkomandi ruglingi, sem nú ætti að vera úr sögunni, með þessum orðum Bjarna G.


       Hið rétta er samkvæmt því sem Bjarni G. segir hér fyrir ofan, þá eru allar þessar þrjár myndir af sama bátnum. Gillu, sem breytt hefur verið í heitan pott og er staðsettur á Mjóeyri við Eskifjörð

03.10.2011 20:00

Þrír á grúfu


            Þrír á grúfu, á Eskifirði © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011

03.10.2011 19:00

Árabátur á Eskifirði


              Árabátur á Eskifirði © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011

03.10.2011 18:21

Nú heitur pottur

Hér sjáum við annan bát á Austfjörðum, sem breytt hefur verið í heitan pott.


                              © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011

03.10.2011 17:00

Seyðisfjörður


                 Seyðisfjörður, í sept. 2011 © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir

03.10.2011 16:00

Jökulsárlón
                      Jökulsárlón, í sept. 2011 © myndir Sigurborg Sólveig Andrésdóttir

03.10.2011 15:45

Eskifjörður


                   Eskifjörður, í sept. 2011 © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir

03.10.2011 12:45

Smábátar á Seyðisfirði


         Smábátar á Seyðisfirði í sept. 2011 © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir

03.10.2011 11:00

Reyðarfjörður


               Reyðarfjörður, í sept. 2011 © myndir Sigurborg Sólveig Andrésdóttir

03.10.2011 10:00

Fanny o.fl. á Reyðarfirði
        7167. Fanny (sá hvíti) o.fl. á Reyðarfirði © myndir Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011