24.10.2011 10:00

Hólmar GK 546 og fl. í Njarðvikurslipp

Þær eru skemmtilegar margar myndirnar sem eru í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvikur og hér birti ég eina, en á henni sést bátur sem smíðaður var í stöðinni, en fórst fljótlega og því eru mjög fáar myndir til af honum, þó ég eigi einhverjar.


         Hér má sjá marga báta sem eru auðþekkjanlegir, Þeir fremstu eru Hólmar GK 546, sem fórst mjög fljótlega og fyrir neðan hann er Hilmir KE 18, sem sökk, en nánar um þá báða síðar. Þarna er Hólmar GK í smíðum, en langt komið með þær.© mynd frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur