Færslur: 2011 Október

07.10.2011 21:00

Neskaupstaður í dag

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi 3 myndir af traffíkini í höfninni í dag var skipað út í Reinu og Green Ice og landað úr Hákoni EA og lýsi var skipað út í Onarfjörd um helgina eru svo væntanleg 2 olíuskip eitt ca 120 metra og annað um 140 metra langt og eitt frystiskip 143 metra langt


                                       2407. Hákon EA 148 og Green Ice


                                                   Reina


                            Onarfjörd © myndir Bjarni G, Neskaupstað 7. okt. 2011

07.10.2011 20:00

Vonin KE 2


            221. Vonin KE 2, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7.  okt. 2011

07.10.2011 19:00

Óli Gísla GK 112


       2714. Óli Gísla GK 112 © mynd úr auglýsingabæklingi Skipasmíðastöðvar
Njarðvíkur

07.10.2011 18:05

Tvær gamlar úr Keflavík

Hér koma tvær gamlar og þá meina ég gamlar úr Keflavíkurhöfn, en frummyndirnar eru í eigu Bátasafnsins í Duushúsum og tók ég mynd af þeim myndum.


                          Þarna þekki ég 641. Kóp KE 33 og 202. Stjörnuna RE 3


                       475. Guðfinnur KE 32, 534. Hilmir KE 7 og 893. Vilborg KE 51
                        © myndir af frummyndum í Duushúsi, Emil Páll, 7. okt. 2011

07.10.2011 17:13

Siggi Bjarna á veiðum


                 2454. Siggi Bjarna Gk 5, að veiðum í dag © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011

07.10.2011 16:00

Erling KE 140

Báturinn var sjósettur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag eftir mikla yfirhalningu og birti ég hér lítið sýnishorn af syrpu sem ég tók af bátnum við sjósetninguna og eins er hann var að hringsóla á Stakksfirðinum, trúlega að prufa eitthvað. Löng syrpa birtist síðan af bátnum á miðnætti.


     233. Erling KE 140, við sjósetningu í dag, eftir mikla yfirhalningu í Skipasmíðastöð Njarðvikur
                                      233. Erling KE 140 og fjallið Keilir


      233. Erling KE 140, á Stakksfirði í dag, Vogastapi í baksýn - Meira á miðnætti
                                    © myndir Emil Páll, 7. okt. 2011

07.10.2011 15:12

Axel farinn úr Helguvík

Í hádeginu í dag sigldi flutningaskipið Axel úr Helguvík, þar sem skemmdirnar af strandinu í nótt voru taldar lítilvægar. Samkvæmt útvarpsfréttum var sagt að skipið færi beint til Danmörku, en miðað við stefnu skipsins er ég tók þessa mynd af því út af Garðskaga, get ég ekki séð að það sé rétt.


             Axel út af Garðskaga í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011

07.10.2011 09:32

Meira um strand Axels í nótt

Eftirfarandi mátti í morgun lesa á vefnum 245.is:

7.10.2011 08:40:08

Skip fast á sandrifi í Sandgerðishöfn


Örn KE 14 að gera sig kláran í að toga Axel á meðan Hannes Þ. ýtir á bakborðshlið á Axel

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út kl.02.40 vegna flutningaskipsins Axel sem tók niður á sandrifi í höfninni í Sandgerði.

Fór Hannes Þ. út ásamt björgunarbátnum Þorsteini frá Sigurvon í Sandgerði til aðstoðar og var einnig búið að hafa samband við skipstjórann á dragnótarbátnum Erni KE 14 sem ræsti út áhöfn sína til að aðstoða við að koma Axel af strandstað.

Björgunarbáturinn Þorsteinn var fyrstur á staðinn og var þá stefnan á Axel í VNV og þurfti að snúa honum í norður til að ná honum í rennu til að sigla út. Dragnótarbáturinn Örn kom fljótlega á staðinn og hóf áhöfnin strax vinnu við að rétta stefnu á Axel svo hægt væri að sigla út. Fljótlega náði skipstjórinn á Erni að rétta Axel af og kom Hannes Þ. Hafstein og var reynt að freista þess að Hannes myndi ýta á hlið Axels á með Örn myndi toga að framan.

Eftir eins og hálftíma aðgerð byrjaði Axel loks að hreyfast og losnaði hann af sandrifinu og náði að sigla úr höfninni í Sandgerði.

Mun Axel sigla til hafnar í Helguvík þar sem botn skipsins verður skoðaður.

Það var Sigurvon.is sem greindi frá.
 

Örn KE 14 gerir tilraun við að toga Axel

Gsm myndir: Almar Viktor Þórólfsson

07.10.2011 09:00

Axel strandaði í Sandgerði

Íslenska flutningaskipið Axel, sem skráð er í Færeyjum, tók niðri á sandrifi þegar það var á leið frá Sandgerðishöfn um klukkan tvö í nótt.

Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein og dragnótarbáturinn Örn KE 14, drógu skipið á flot og var það laust um klukkan fjögur. Sigldi það undir eigin vélarafli til Helguvíkur þar sem kafari hefur verið að skoða skipið og athuga hverjar eða hvort skemmdir hafi orðið á því. Síðan er ef skemmdir eru, það mál tryggingafélagsins hvort laga þarf skemmdirnar áður en siglt er áfram, en skipið er fulllestað.
                        Axel, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 7. okt. 2011

07.10.2011 08:10

Þórir SF 77


             2731. Þórir SF 77, í Reykjavík  © mynd Sigurður Bergþórsson, 6. okt. 2011

07.10.2011 00:00

Valafell SH 157 / Sævar KE 19

Þessi hét aðeins tveimur nöfnum og endaði í uppfyllingu í Sandgerðishöfn, eftir að hafa strandað þar töluvert áður.


                                      867. Valafell SH 157 © mynd Snorri Snorrason


               867. Valafell SH 157 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


               867. Valafell SH 157 © mynd Snorrason


                                867. Valafell SH 157 © mynd Snorrason
                            867. Valafell SH 157 © mynd Snorrason


                867, Valafell SH 157 © mynd Snorrason


                             867. Sævar KE 19 © mynd Emil Páll


                         867. Sævar KE 19 © mynd Emil Páll


                               867. Sævar KE 19 © mynd Emil Páll


                          867. Sævar KE 19 © mynd Snorrason


       867. Sævar KE 19, á strandstað við Sandgerði © mynd Emil Páll


   867. Sævar KE 19, á strandstað © mynd Emil Páll


   867. Sævar KE 19, á strandstað © mynd Emil Páll

Smíðaður í Nyköping M., Danmörku 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Strandaði í Sandgerðishöfn 15. feb. 1980. Slysavarnarsveitin Sigurvon í Sandgerði fékk bátinn gefins frá Vélbátatryggingu Reykjaness, þar sem hann var á strandstað í Sandgerðishöfn. Rifu þeir það nýtilega úr bátnum og brenndu síðan skrokkinn í grjótfyllingu í höfninni 30. ágúst 1980.

Nöfn: Valafell SH 157 og Sævar KE 15.

06.10.2011 23:00

Steypireyðar við Grindavík

grindavik.is:

Steypireyðar við Grindavík 

Á vef hvalaskoðunarbátsins Eldingar kemur fram að í gær fór Elding með farþega sína til Grindavíkur þar sem aðstæður í Faxaflóa hafa ekki verið þær bestu upp á síðkastið. "Okkur til mikillar ánægju var ferðin algjörlega frábær og mikið líf er fyrir utan Grindavík núna. Í ferðinni í gær sáust tvær steypireyðar mjög nálægt bátnum, auk höfrunga og hnísa. Blástrar frá fleiri stórhvelum sáust einnig í fjarlægð," segir á heimasíðu Eldingar.

"Við munum halda áfram að sigla frá Grindavík næstu 2-3 daga eða á meðan aðstæður eru hagstæðar til siglinga þaðan. Þegar við siglum frá Grindavík lengist heildartími ferðarinnar sem nemur akstrinum fram og tilbaka. Verðið er áfram það sama og okkur finnst þessi auka tíma alveg þess virði :) Brottför er kl 13:00 frá miðasölu Eldingar við Gömlu höfnina í Reykjavík," " sagði jafnframt.

06.10.2011 22:30

Rækjustofninn lítur betur út

bb.is:

Ástand rækjustofnsins í Ísafjarðardjúpi er mun betra en undanfarin ár.
Ástand rækjustofnsins í Ísafjarðardjúpi er mun betra en undanfarin ár.

Ástand rækjustofnsins í Ísafjarðardjúpi er mun betra en undanfarin ár. Hafrannsóknaskipið Dröfn hefur að undanförnu verið við rannsóknir í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði. Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Vestfjörðum, vildi lítið tjá sig um stöðu rækjustofnsins í Djúpinu að svo stöddu en sagði þó að óhætt væri að segja að hann liti betur út en undanfarin ár. "Við vorum að ljúka við veiðar í gær og eigum eftir að fara yfir eitt og annað. Þetta skýrist betur í næstu viku," sagði Hjalti. Rækjuveiðar hafa ekki verið leyfðar í Ísafjarðardjúpi undanfarin sjö ár. Vonir stóðu til þess að rækjustofninn myndi halda velli með veiðibanni þrátt fyrir fjölda afræningja, en talið er að mikil fiskgengd hafi leitt til hruns rækjustofnsins í Ísafjarðardjúpi.

Rækjustofninn mældist lítill árið 2009 og hafði minnkað mikið frá árinu 2007 þegar hann virtist vera á uppleið. Í fyrra sýndu niðurstöður að litlar breytingar höfðu orðið á stærð stofnsins í Ísafjarðardjúpi. Rúm þrjú ár eru liðin síðan rækjuveiðar voru leyfðar að nýju í Arnarfirði eftir nokkurra ára veiðibann.

Í fyrra var stofnvísitala rækju í Arnarfirði í meðallagi á grunnslóð og var aðeins hærri en árið 2009, en rannsóknir árið 2005 sýndu að rækjustofninn var í algeru lágmarki í Arnarfirði. Í rannsóknarleiðangrinum núna tók áhöfn Drafnar, 22 tog í Arnarfirði og um 50 tog í Ísafjarðardjúpi. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í næstu viku, en það er sjávarútvegsráðuneytið sem tekur endanlega ákvörðun um veiðileyfi.

06.10.2011 22:00

Beituverksmiðjan: Lokað í Súðavík - opnað í Grindavík

bb.is:

Pokabeita á framleiðslustigi.
Pokabeita á framleiðslustigi

Beituverksmiðjunni í Súðavík hefur verið lokað. Búið er að taka vinnslubúnað verksmiðjunnar niður og verður hann settur upp í nýju húsnæði í Grindavík. Verksmiðjan framleiðir pokabeitu sem þykir henta vel til ýsuveiða. Fjögur störf töpuðust í Súðavík þegar verksmiðjan lokaði en þegar best gekk hjá fyrirtækinu störfuðu fjórtán manns hjá því. Nokkrar ástæður munu liggja að baki flutningnum m.a. að Útgerðarfyrirtækið Vísir hf., í Grindavík, á meirihluta í fyrirtækinu og er með mest alla starfsemi sína í Grindavík. Sveinbjörn Jónsson, framleiðslustjóri verksmiðjunnar, segir að full þörf sé að þróa framleiðsluna en til þess að það sé hægt, sé betra að útgerðin og verksmiðjan séu nálægt hvorri annarri. Sveinbjörn segir einnig að flutningskostnaður hafi gert staðsetningu verksmiðjunnar í Súðavík mjög óhagkvæma og skertu ýsukvóti hafi haft sitt að segja.

Eftir að kvótinn var skertur gekk rekstur verksmiðjunnar ekki nema á hálfsárs grundvelli. Meiri vinna var því lögð í þróunarvinnu með það að markmiði að ná fram svipuðum árangri með aðrar fisktegundir. Sveinbjörn segir að fyrirtækið hafi ekki fengið þann stuðning til þróunarvinnu sem óskað var eftir fyrir vestan. Sótt hafi verið um tvo styrki á síðasta ári án árangurs. Hann segir að aðstaða fyrirtækisins verði mun betri í Grindavík og nefnir í því sambandi að við hliðina á nýju húsi sem verið sé að byggja yfir verksmiðjuna, verði frystiklefi sem skiptir miklu máli fyrir reksturinn. "Það er verið að skapa kjöraðstæður til að reka þessa verksmiðju og stuðla að áframhaldandi þróun beitunnar," segir Sveinbjörn

06.10.2011 21:30

Keflvíkingur GK 197 / Keflvíkingur KE 19


     8. Keflvíkingur GK 197, kemur nýr til Keflavíkur 1948 © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur


                      8. Keflvíkingur GK 197 © mynd Snorri Snorrason


     8. Keflvíkingur KE 19, í Keflavík um 1950 © mynd Kristbjörn Eydal


                         8. Keflvíkingur KE 19 © mynd Snorri Snorrason

Smíðanr. 720 hjá Alexander Hall & Co Ltd, Aberdeen, Skotlandi 1948. Hljóp af stokkum 14. október 1947, afhentur í mars 1948. Seldur úr landi til Grikklands 17. maí 1965. Rifinn í Pireus 1967.

Nöfn: Keflvíkingur GK 197, Keflvíkingur KE 19, Vöttur SU 103 og Apríl GK 122, en ókunnugt er um nafnið í Grikklandi.