Færslur: 2012 Maí
05.05.2012 13:24
Eskifjörður, núna áðan
Eskifjörður, núna áðan © mynd Sigurbrandur, 5. maí 2012
05.05.2012 13:00
Þór, TF-Líf og Fernanda
TF-Líf sveimar yfir Fernanda í morgun
Skipið eins og það sést við byggðina í Sandgerði í hádeginu í dag
Þór bíður átektar til að draga út skipið, sem eru uppi í harða landi á fjörunni, en myndir þessar voru teknar í hádeginu í dag © myndir Bogga og Stjáni, Sólplasti 5. maí 2012
05.05.2012 11:48
Fernanda á háfjörunni kl. 11
Á þessari mynd sést að skipið hefur ekki náð beygjunni inn í höfnina, en stendur samt á réttum kili á háfjörunni.
Skrúfan komin upp úr, á háfjörunni
TF-LÍF í viðbragðsstöðu í Sandgerði © myndir Emil Páll, 5. maí 2012
05.05.2012 10:22
Myndir frá strandstað í morgun
Eins og sést á þessari er skipið komið nokkuð fram hjá innsiglingunni
Fernanda á strandstað við Sandgerði í morgun © myndir Bogga og Stjáni, Sólplast, 5. maí 2012
05.05.2012 09:32
Þór á leið á strandstað
Eins og ég sagði frá í morgun strandaði erlent flutningaskip, Fernando, sunnan við innsiglinguna í Sandgerðishöfn í morgun. Að sögn mbl.is er varðskipið Þór á leið á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Ekki er talið að bráð hætta sé á ferð.
Ellefu eru í áhöfn skipsins. Gott veður er á staðnum. Svo virðist sem að skipið hafi ekki beygt inn í innsiglinguna á réttum tíma og siglt á hafnargarðinn.
Landhelgisgæslu barst tilkynning um strandið um kl. 8:30. Varðskipið Þór var þá statt í Stakksfirði og var strax snúið til Sandgerðis.
Ekki er talin þörf á að flytja áhöfn frá borði, en þyrla Gæslunnar verður til taks og mun m.a. fylgjast með því hvort olía lekur frá skipinu.
Háfjara var um kl. 7 í morgun, en háflóð er um kl. 17. Reiknað er með að reynt verði að ná skipinu á flot þegar flæðir að.
Fernando er um 75 metra langt skip og um 2.500 brúttótonn. Skipið er skráð í Dóminíska lýðveldinu.
05.05.2012 09:30
Nonni GK 129
6634. Nonni GK 129, á Stafnesi og í Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, 2012
05.05.2012 09:06
Fernanda strandað út af Suðurgarðinum í Sandgerði
Fernanda © mynd MarineTraffic, Bogdan Kocemba
05.05.2012 00:07
Þór kominn heim - dró Hrapp með sér yfir hafið
Varðskipið Þór koma með dýpkunarpramman Hrapp til Hafnafjarðar í kvöld. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Varðskipið Þór kom til Hafnarfjarðar í kvöld en hann hefur verið í viðgerð í Noregi síðan í febrúar. Þór dró til landsins pramma sem notaður verður í vegagerð á Vestfjörðum í sumar.
Suðurverk tók prammann á leigu og fékk Þór til að draga hann til landsins, fyrst skipið var á leið til Íslands. Hann verður notaður við að leggja Vestfjarðaveg á milli Eiðis og Þverár.
Skipta þurfti um aðra af aðalvél í Þór vegna þess að óeðlilegur titringur var í henni. Allur kostnaður við þetta verkefni er greiddur af Rolls Royce.
05.05.2012 00:00
Strandveiðibátar á Hólmavík 2. maí 2012

















Strandveiðibátar, Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 2. maí 2012
04.05.2012 23:00
Ísborg ÍS 250 - síðasti tappatogari
78. Ísborg ÍS 250, síðasti tappatogari íslendinga, í Njarðvik í vetur © myndir Jónas Jónsson, 2012
04.05.2012 22:29
Magnús SH 205, í Sandgerði
1343. Magnús SH 205, í Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, 2012
04.05.2012 22:00
Meira frá strandstað í Sandgerði í gærkvöldi
5940. Dísa GK 93, strönduð
5978. Elva Björk KE 33, kemur hinum strandaða til hjálpar
Bjargvætturinn nálgast hinn strandaða
Taug sett á milli bátanna
Svo er að toga í
Toga og toga, en þarna festist bjargvætturinn líka © myndir Jónas Jónsson, 3. maí 2012
