Færslur: 2012 Maí

05.05.2012 23:00

Sigurður AK 107


                                  743. Sigurður AK 107 © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 22:14

Varðskipið Týr í erlend verkefni

mbl.is:

Varðskipið Týr er lítið við við Íslandsstrendur um þessar mundir. stækka Varðskipið Týr er lítið við við Íslandsstrendur um þessar mundir. Júlíus Sigurjónsson

Varðskipið Týr mun sinna dráttskipaverkefnum utan Íslandsstranda næsta mánuðinn.  Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, fela verkefnin í sér að draga skip frá Nova Scotia yfir til Danmerkur í brotajárn og í framhaldinu að sækja annað skip í Kílaskurðinn og draga það á sama stað í Danmörku.

"Miðað er við að Týr leggi af stað upp úr miðri næstu viku og þá verður hann kominn aftur í kringum 10 júní. Miðað við að allt gangi eðlilega verður þetta því um mánaðar fjarvera, mögulega 5 vikur," segir Ásgrímur. Að hans sögn hefur Týr ekki verið við gæslu á Íslandi síðan hann kom heim úr nýlegum verkefnum erlendis. "Týr var um tveggja mánaða tímabil í vetur við eftirlit fyrir Evrópubandalagið á Flæmska hattinum og hefur ekki sinnt öðrum verkefnum síðan."

Önnur varðskip sinna hlutverk Týs hérlendis í hans fjarveru. "Við höfum haft Ægi í eftirliti og gæslu við Íslandsstrendur og nú er Þór kominn. Ætlunin er að gera Þór út í allt ár hér við Ísland," segir Ásgrímur. "Í augnablikinu gerum við bara eitt skip út við Ísland í hvert skipti. Staðan er einfaldlega þannig núna." Aðspurður hvort það nægi til að sinna verkefnum segir Ásgrímur: "Það eru ekki mín orð."

05.05.2012 22:00

Hávarður ÍS 160


                                554. Hávarður ÍS 160 © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 21:00

Jón Gunnlaugs GK 444, Svanur KE 6, Manni KE 99, Bergvík KE 55, Blátindur KE 88 og Askur KE 11

Hér kemur mynd sem tekin var í Dráttarbraut Keflavíkur fyrr á árum eða a.m.k. fyrir 1961 og því vel áður en slippnum var breytt í smábátahöfnina Grófin. Sú upptalning sem ég birti, er það sem ég tel mig þekkja og tel þá frá vinstri.


         617. Jón Gunnlaugs GK 444, 814. Svanur KE 6, 670. Manni KE 99, 323. Bergvík KE 55, 347. Blátindur KE 88 og Askur KE 11, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 20:20

Bíldudalur, nú í kvöld

Hér koma þrjár myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen, tók eftir kvöldmat á Bíldudal.


                         1032. Pilot BA 6 og 1491. Pétur Þór BA 44, á Bíldudal í kvöld        6877, Góa BA 10, Unnur EA 24, 2012. Laufey BA 253, 1951. Andri BA 101 og 2101. Sægrímur GK 525, á Bíldudal


                        © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 5. maí 2012

05.05.2012 20:00

Fram AK 58


                   420. Fram AK 58 © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 19:24

Séð úr lofti

Þó svo að ég sé búinn að birta mjög margar myndir í dag af strandinu við Sandgerði, get ég ekki látið hjá líða að birta loftmyndir frá Landhelgisgæslunni sem tekið var af skipinu á strandstað, áður en það losnaði hjálparlaust og sigldi til hafnar í Sandgerði, Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar í morgun úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar skipið losnaði af standstaðnum var dráttarbáturinn Magni rétt ókominn en hann ætlaði að styðja við skipið þegar það losnaði á háflóði.

LHG_Fernanda4
LHG_Fernanda3
LHG_Fernanda6
LHG_Fernanda8

05.05.2012 19:10

Gísli í Papey í dag
           1692.  Gísli í Papey á Djúpavogi í dag tilbúinn til sjósetningar © myndir Sigurbrandur, 5. maí 2012 - Samkvæmt upplýsingum á FB síðu Sigurbrands, mun hann starfa við ferðabát þennan í sumar.

05.05.2012 19:00

Draupnir ÍS 485


                                 371. Draupnir ÍS 485 © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 18:14

Djúpivogur, nú í blíðunni


                     Djúpivogur, í blíðunni í dag © mynd Sigurbrandur, 5. maí 2012

Af Facebook:
Símon Már Sturluson Ef þú Sigurbrandur Jakobsson hefðir nennt út úr bílnum að tala myndina, þá væri þetta falleg mynd af fallegri höfn, en ekkii skuggi steyptur veggur og ljósastaur :)
Sigurbrandur Jakobsson Þetta er tekið útum gluggan á þeim frábæra veitingastað Við Voginn á Djúpavogi þar sem fá má gott kaffi með nýbökuðum ástarpungum

05.05.2012 18:00

Bergvík KE 55


                     323. Bergvík KE 55 © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 17:00

Sæborg SU 48 ex GK 68


          2641. Sæborg SU 48 ex GK 68, í Sandgerði í dag © myndir Jónas Jónsson, 5. maí 2012

05.05.2012 15:49

Fernanda, laust og komið að bryggju

Nú rétt áðan tókst skipverjum á Fernanda að losa skipið úr strandinu við Sandgerði og sigla inn að bryggju.
      Fernanda, komið að bryggju í Sandgerði nú á fjórða tímanum í dag, en það losnaði af sjálfdáðum © myndir Jónas Jónsson, 5. maí 2012

05.05.2012 15:20

Sæfari AK 55


                  208. Sæfari AK 55 © mynd Ísland í dag, 1961

05.05.2012 13:29

Nakkur SU 380


               693. Nakkur SU 380, Eskifirði © mynd Sigurbrandur, 5. maí 2012