Færslur: 2012 Maí

04.05.2012 21:00

Langjökull
                                     140. Langjökull © myndir Ísland í dag, 1961

04.05.2012 20:00

Atlavík RE 159, úti á Granda í dag

Í góða veðrinu í dag voru menn að mála og lagfæra Atlavíkina úti á Granda. Tók Guðmundur Sigurðsson þá þessa mynd.

Birti ég hér sögu bátsins samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað um bátinn, þó í raun sé stutt síðan ég birti sögu hans. 

Báturinn er smíðaður í Slippsstöðinni hf. á Akureyri 1972 og hefur borið eftirtalin nöfn: Sæfari EA 333, Búi EA 100, Arný ÞH 228, Árný SF 6, Sæbjörg EA 184, Örlygur KE 111, Atlavík BA 108 og núverandi nafn: Atlavík RE 159


           1263. Atlavík RE 159, úti á Granda í dag © mynd Guðmundur Sigurðsson, 4. maí 2012

04.05.2012 19:00

Katla


                                              135. Katla © mynd Ísland í dag, 1961

04.05.2012 18:00

Jón forseti RE 108


                                125. Jón forseti RE 108 © mynd Ísland í dag, 1961

04.05.2012 17:00

Höfrungur II AK 150


                                120. Höfrungur II AK 150 © mynd Ísland í dag, 1961

04.05.2012 16:00

Hekla


                                          90. Hekla © mynd Ísland í dag, 1961

04.05.2012 15:00

Hamrafell
                                        81. Hamrafell © myndir Ísland í dag, 1961

04.05.2012 14:12

Gullfoss


                                                70. Gullfoss © mynd Ísland í dag, 1961

04.05.2012 13:00

Guðmundur Péturs ÍS 1


                       65. Guðmundur Péturs ÍS 1 © mynd úr Ísland í dag, 1961

04.05.2012 10:15

Albert hleypur af stokkum

Hér sjáum við þegar varðskipið Albert hljóp af stokkum á sínum tíma í Reykjavík.


      5. Albert, sjósettur í Reykjavík árið 1956. Skipið var selt innanlands árið 1978 og fékk þá nafnið Bert. Selt til Bandaríkjanna 26. nóv. 1980 © mynd Ísland í dag, 1961

04.05.2012 09:00

Akurey RE 95, með skipaskrárnúmer 1

Það hafa ekki birts margar myndir af því skipi sem bar skipaskrárnúmerið 1, en hér birtist þó ein slík.


                                         1. Akurey RE 95 © mynd Ísland í dag, 1961

Af Facebook:
Guðni Ölversson Virkilega skemmtileg mynd. En ég verð að viðurkenna að ég man bara ekkert eftir þessum togara.
Emil Páll Jónsson Smíðaður í Englandi 1947 seldur upp á Akranes 1952 þar sem hann hélt nafninu en fékk nr. AK 77. Seldur til Noregs i sept. 1966.

04.05.2012 08:36

Eyji NK 4 ex Stundvís ÍS 883, en ekki Inga NK 4

Samkvæmt Fiskistofuvefnum hefur bátur þessi verið nú skráður sem Eyji NK 4, en áður var hann skráður Stundvís ÍS 883, þó svo að hann sé búinn að vera ómerktur í nokkra mánuði eða allt frá því að hann bar nafnið Maggi Jóns KE 77. Talið var að hann myndi fá nafnið Inga NK 4, en samkvæmt þessu verður svo ekki. Ekki er þó enn búið að merkja hann, en hann liggur við bryggju á Neskaupstað


       1787. Stundvís ÍS 883, sem nú mun fá nafnið Eyji NK 4, í Neskaupstað © mynd Bjarni G., 21. mars 2012

04.05.2012 00:00

Úr Sandgerðishöfn ( þó ekki strandið) 3. maí 2012

Hér koma nokkrar myndir sem þau hjá Sólplasti tóku á sama tíma og strandmyndirnar voru teknar.


                               Sandgerðishöfn © myndir Sólplast, 3. maí 2012

03.05.2012 23:18

Strandveiðibátarnir Elva Björk og Dísa strönduðu í kvöld í Sandgerði

Tveir strandveiðibátar strönduðu í Sandgerðishöfn í kvöld, voru það bátarnir Elva Björk KE 33 og Dísa GK 93. Sýni ég nú myndir teknar af bátunum frá ýmsum sjónarhornum.


         5978. Elva Björk KE 33 (sá blái) og 5940. Dísa GK 93, á strandstað í Sandgerðishöfn í kvöld © myndir Sólplast

03.05.2012 22:03

Strandveiðibátar taka á því í Sandgerði - tveir strönduðu þar í höfninni í kvöld

Í kvöld strönduðu tveir strandveiðibátar í Sandgerðishöfn og var ég að fá í hús mikla syrpu teknar frá ýmsum sjónarhornum og kemur syrpan á eftir. en hér sýni ég eina mynd úr syrpunni.


                Bátarnir á strandstað í Sandgerðishöfn í kvöld, - meira á eftir -

.