Færslur: 2012 Maí

30.05.2012 22:24

Kraftmesti "rib" bátur Íslands sigldi á sker

visir.is:
Á myndinni sést vel hvernig hældrif bátsins brotnuðu við óhappið.
Á myndinni sést vel hvernig hældrif bátsins brotnuðu við óhappið. Mynd/Björgvin Jónsson

Kraftmesti "rib"bátur landsins lenti á skeri á ferð sinni frá Reykjavík til Akureyrar í morgun. Óhappið varð rétt norðan Sauðárkróks. Við byltuna brotnuðu bæði hældrif bátsins. Tjónið er að sögn mikið og viðgerð gæti tekið 2-3 vikur.

Bátur þessi er engin smásmíð, en hann er 12 metrar á lengd, vegur ein 5,5 tonn og búinn 700 hestafla vél. Hann er nefndur eftir Jóni Páli kraftajötni, enda kraftmesti bátur landsins.

Fyrirhugað var að sigla með ferðamenn milli Akureyrar og Reykjavíkur í sumar. Gert var ráð fyrir að byrja ferðirnar um næstu helgi en nú lítur út fyrir að bið verði á því.

Bátar af þessari gerð njóta mikilla vinsælda meðal ferðalanga, ekki síst þeirra sem sækja í spennu. Þegar báturinn er á fullri ferð er tilfinningin svipuð því að "stinga hausnum út um gluggann á bíl á 90 km/klst hraða".

Af Facebook:30.05.2012 21:14

Vestfirskt víkingaskip ?

Þetta vestfirska víkingaskip kom upp úr kvöldmatnum inn til Bíldudals og tók Þorgrímur Ómar Tavsen þá þessar myndir. Hafði hann heyrt að skipið væri trúlega smíðað á Þingeyri, en var þó ekki viss.
        

         Vestfirskt víkingaskip að koma inn til Bíldudals í kvöld © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 30. maí 2012

30.05.2012 21:00

Hafnarfjörður í dag

Sigmar Þór Sveinbjörnsson tók þessa syrpu í Hafnarfjarðarhöfn og sendi ég kærar þakkir fyrir.


  

 


          Hafnarfjarðarhöfn í dag © myndir Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30. maí 2012

30.05.2012 19:50

Kristín ÍS 141 ex Happi KE 95

Þessa mynd tók ég fyrir nokkrum mínútum og á móti sól og því er hún í daufara lagi.


           1767. Kristín ÍS 141 ex Happi KE 95, í Keflavíkurhöfn í kvöld © mynd Emil Páll, 30. maí 2012

30.05.2012 16:00

Dagskrá Sjómannadagsins á Húsavík


                  Frá Sjómannadegi á Húsavík © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur og hvergi til sparað. Veislumáltíð (blandað hlaðborð) á Fosshotel Húsavík, SOS spilar fyrir dansi, Fíllinn sér um veislustjórn og skemmtir.


Kappróður verður endurvakinn á laugardeginum en þess utan verður keppt í reiptogi og fleiri leikjum. Menn eru hvattir til að tilkynna lið til neðangreindra nefndarmanna.


Skráning á sjómannahófið er sömuleiðis hjá neðangreindum. Miðaverð er 5.900 kr (innifalið, matur, fordrykkur og ball)

Jolly s. 862 3244
Bóbi s. 862 3222
Heimir s. 893 1751

30.05.2012 15:00

Lómur, í Þorlákshöfn
                          Lómur, í Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson, 2012

30.05.2012 14:00

Havfrakt, frá Runavík í Færeyjum         Havfrakt, frá Runavík í Færeyjum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  í apríl 2012

30.05.2012 13:00

Vopnafjörður í maí

Hér koma tvær myndir er sýna smábátahöfnina á Vopnafirði fyrr  í þessum mánuði.
          Frá smábátahöfninni, Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

30.05.2012 12:00

Hafnarfjörður

Hér kemur smá myndasyrpa sem tekin var af smábátahöfninni í Hafnarfirði 13. maí sl.
  
          

                    Frá Hafnarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  13. maí 2012


30.05.2012 11:00

Einhver Fossinn             Hér sjáum við einhvern Fossinn á siglingu © mynd Ragnar Emilsson, 2012

30.05.2012 10:00

Fernando í Þorlákshöfn

Þetta er skipið sem strandaði í Sandgerði fyrir stuttu, en þá var það einmitt að koma frá Þorlákshöfn


                    Fernando, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2012

30.05.2012 09:00

F83 HMS ST, við Skarfabakka           F83 HMS ST albans, við Skarfabakka í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

30.05.2012 08:00

Crystal Serenity við Skarfabakka
         Skemmtiferðaskipið Crystal Serenity, við Skarfabakka í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 17. maí 2012

30.05.2012 00:00

Triton ST 100 - í prufusiglingu
         7714. Triton ST 100, í prufusiglingu Hafnarfirði í dag, en hann verður trúlega fluttur landleiðist til Hólmavíkur á morgun © myndir Bláfell ehf. 29. maí 2012
.
 Þessi bátur var fullkláraður hjá Bláfelli í Ásbrú

29.05.2012 23:00

Í Breiðafirði                      Í Breiðafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 7. mars 2012