Færslur: 2012 Maí

08.05.2012 21:05

Vélstjóri og stýrimaður með 8.644 kr. á mánuði

Svona smá grín, ég fann þessa launaskrá frá 1. sept. 1981 og þar kemur fram að mánðartrygging hjá háseta var kr. 6.675 og 1. vélstjóri og 1. stýrimaður með 8.646 kr. á mánuði.
08.05.2012 21:00

Maí GK 346


                                147. Maí GK 346 © mynd Ísland í dag, 1961

08.05.2012 20:00

Ísborg ÍS 250


                                123. Ísborg ÍS 250 © mynd Ísland í dag, 1961

08.05.2012 19:00

Gunnólfur ÓF 35


                   58. Gunnólfur ÓF 35 © mynd Ísland í dag, 1961

08.05.2012 18:00

Akraborg EA 50


                       3. Akraborg EA 50 © mynd Ísland í dag, 1961

08.05.2012 17:00

Markus GR 6-373


               Markus  GR 6-373, í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 5. maí 2012

08.05.2012 16:16

Kleifaberg RE 7


         1360. Kleifaberg RE 7, á reki út af Hólmsbergi, í dag © mynd Emil Páll, 8. maí 2012. Sennilega að bíða eftir einhverju úr landi.

08.05.2012 16:00

Flugaldan EA 5


            7464. Flugaldan EA 5, í Stykkishólmi © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 30. apríl 2012

08.05.2012 15:00

Jóna B. SH 188


              7381. Jóna B. SH 188, í Stykkishólmi © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 30. apríl 2012

08.05.2012 14:00

Þór á grafarbakkanum

Þessa mynd tók ég núna í hádeginu af gamla Þór þar sem hann er kominn á grafarbakkann í Helguvík og voru Hringrásarmenn að gera sig klára til að hefja verkið við að tæta skipið niður.


                   229. Þór, í Helguvík, núna í hádeginu © mynd Emil Páll, 8. maí 2012

Þetta mátti sjá um skipið á mbl.is. nú eftir hádegið:

Innan nokkurra vikna verður ekkert eftir af gamla varðskipinu Þór III, annað en timbur og járn sem endurnýtt verður í hnífapör, hjól eða annan varning. Þór er nú kominn upp á land í Helguvík þar sem hann endar frækinn feril sinn og verður hlutaður í sundur næstu daga.

"Við byrjum einhverja næstu daga. Þá verður þetta klippt niður í búta og allt efni flokkað, timbur járn og annað slíkt. Svo fer þetta til útflutnings," segir Hafsteinn Hilmarsson, verkstjóri hjá Hringrás sem keypti skipið til niðurrifs.

Draugaskip sem flýtur þó ágætlega

Þór var dreginn frá Reykjavík til Njarðvíkur fyrir 10 dögum og í gærkvöldi var honum svo siglt inn Helguvík, þar sem stór skurður var grafinn inn í landið og Þór dreginn á þurrt. Þegar blaðamaður ræddi við Hafstein var verið að grafa fyrir skurðinn aftur. Þór siglir því ekki framar, en hann flaut ágætlega að sögn Hafsteins í sinni hinstu för þótt hið fyrrum glæsta skip sé orðið heldur óhrjálegt. 

"Það er áratugur síðan þessu var lagt, þetta er bara draugaskip, enda notað í hryllingsmynd síðast," segir Hafsteinn. Um 4-5 menn munu vinna að því næstu 3 vikurnar eða svo að taka Þór í sundur. Hafsteinn segir að uppistaðan í skipinu sé endurnýtanleg. 

"Þetta er orðið þannig í dag, af þyngd skipsins eru níutíu og eitthvað prósent endurnýtanleg, sennilega upp undir 100%. Þetta verður notað í ýmsan annan varning, hjól eða hnífapör eða bíl, eða jafnvel annað skip."

Þór III er skip sem ber mikla sögu. Það var smíðað fyrir Landhelgisgæsluna 1951 og var 920 tonn, 55,9 m á lengd og 9,5 m á breidd. Þór gegndi veigamiklu hlutverki í þorskastríðum milli Íslands og Bretlands.

08.05.2012 13:18

Nóney BA 111


           6355. Nóney BA 111, í Stykkishólmi © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 30. apríl 2012

08.05.2012 10:24

Sjóferð með Skvettu SK

Hér koma þrjár myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen, skipstjóri og eigandi Skvettu SK sendi mér úr veiðiferð með bátnum út af Bíldudal. Þar sem ég er ekki staðkunnugur og enginn texti fylgdi með sleppi ég myndtextum nema undir togaranum, en þar er þó frekar um ágiskun að ræða.


              2182. Baldvin Njálsson GK 400 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 8. maí 2012

08.05.2012 09:18

Myndasyrpa af ferð Þór til Helguvíkur i gær

Hilmar Bragi Bárðarson sendi mér þessa myndasyrpu af ferð gamla Þórs til Helguvíkur í gær
            - Sendi ég honum kærar þakkir fyrir -


           229. Þór, kominn á endastöð í Helguvík, í gær © myndir Hilmar Bragi Bárðarson, 7. maí 2012

Af Facebook:
Sigurbjörn Arnar Jónsson mikil synd hvað það lítur illa út og að þetta skuli verða örlög hans.
Árni Árnason Allveg er ég sammála þér Sibbi.

08.05.2012 09:00

Freydís SH 18


           5808. Freydís SH 18, í Stykkishólmi © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 30. maí 2012

08.05.2012 08:35

Haukur


     Haukur, nálgast Noregsstrendur © mynd Jón Páll Jakobsson, 6. maí 2012