Færslur: 2012 Maí

25.05.2012 00:00

Norðsöki FD 530

Þessi færeyingur stoppaði í nokkra daga í Vestmannaeyjum en fór út í gærkvöldi (23.5.), en hann er á handfærum hér við land. Birtast hér myndir teknar af honum við bryggju og er hann sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn
       Norðsöki FD 530, í Vestmannaeyjum að kvöldi 23. maí 2012 © myndir  Gísli Gíslason

24.05.2012 23:00

Maggý VE 108 og Herjólfur


           1855. Maggý VE 108 og 2164. Herjólfur í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, einnig sést í framhlutann á 183. Sigurði VE 15 © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 22:00

Suðurey VE 12


  

    2020. Suðurey VE 12, í Vestmannaeyjum, í gærkvöldi © myndir Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 21:00

Maggý VE 108  1855. Maggý VE 108, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 20:48

Útgerð Valbergs VE flutt til Njarðvíkur

Þann 17. maí sl. birti ég myndir af Valberg VE 5 og Valberg VE 10 og var með bollaleggingar um það hvort útgerðin væri flutt til Reykjanesbæjar. Nú hefur það verið staðsett, hún er flutt í Innri - Njarðvík og endurbirti ég nú þær myndir sem ég birti þann 18.


                                   1074. Valberg VE 10, í Keflavíkurhöfn                   6507. Valberg VE 5, í Grófinni  © myndir Emil Páll, 18. maí 2012

24.05.2012 20:37

Íslendingar duga ekki á Drekasvæðið - gefast upp

visir.is / Stöð 2:


Garðar Valberg Sveinsson: Hefur reynt að hafa Íslendinga en segir að þeir vilji helst vera heima hjá sér um helgar.
Garðar Valberg Sveinsson: Hefur reynt að hafa Íslendinga en segir að þeir vilji helst vera heima hjá sér um helgar. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson.

Útgerðarmaðurinn sem er á leið í olíuleit á Drekasvæðinu segir að ekki þýði lengur að hafa Íslendinga í áhöfn, þeir hafi ekki úthald í langa túra.

Við ræddum í gær við eiganda Valbergs VE en skipið fer eftir helgi á Drekasvæðið sem aðstoðarskip í norskum rannsóknarleiðangri að leita merkja um olíu með hljóðbylgjumælingum. Hann hefur hins vegar aðeins útlendinga með sér í áhöfn og er eini Íslendingurinn um borð, - sem skipstjóri.

Garðar Valberg Sveinsson segir að Íslendingar sigli ekki eins og þeir sem eru kannski marga mánuði úti í einu. Þeir vilji helst vera heima hjá sér hálfsmánaðarlega eða um helgar.

"Ég hef reynt að hafa Íslendinga en það þýðir ekki. Þeir gefast upp á því," segir Garðar í viðtali á Stöð 2.

Garðar hefur í 23 ár unnið við olíuleit við Noreg og Grænland, þar af síðustu sex ár á eigin skipi. Hann býr í Njarðvík en kveðst fá næg verkefni. Hann segir þetta lítinn heim og allir þekki alla og segist ekki lengur þurfa að leita sér að verkefnum.

"Þeir hringja alltaf í mig svo ég er mjög heppinn með það."

Garðar sagði í gær að milljarðatækifæri væru í boði. En er hann þá orðinn ríkur?

..Nei, ég er kannski neðstur á listanum. En ég hef það ágætt og ég er ánægður."


24.05.2012 20:00

Ísleifur VE 63 og Suðurey VE 12


  1610. Ísleifur VE 63 og 2020. Suðurey VE 12, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 19:00

Frú Magnhildur VE 22


        1546. Frú Magnhildur VE 22, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 18:00

Jón Vidalín VE 82


         1275. Jón Vídalín VE 82, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 17:35

Getur fundið mynt í 800 kílómetra fjarlægð

dv.is:
Áhöfn franska herskipsins Monge í fríi í Reykjavík

Franska skipið Monge er hvítt á lit til að úr hita frá geislum sólarinnar sem getur truflað búnaðinn um borð.

Áhöfnin er í sex daga fríi í Reykjavík.


  • Áhöfnin er í sex daga fríi í Reykjavík.

    Áhöfnin er í sex daga fríi í Reykjavík.


Franska rannsóknaskipið Monge liggur nú við bryggju í Sundahöfn í Reykjavík og verður þar næstu sex daga. Skipið er 230 metra langt og um borð eru 220 manna áhöfn. Ástæða fyrir viðkomu skipsins í Reykjavík er sex daga frí sem áhöfnin fær en hún hefur nýtt það í að skoða svæðið og hefur til að mynda brugðið sér í Bláa lónið.

Aðalmarkmið skipsins er að fylgjast með flugskeytum sem og gervihnöttum en það er búið gífurlega öflugum tækjum sem nýtast við eftirlitið. Til að mynda er búnaður skipsins megnugur um að finna mynt í 800 kílómetra fjarlægð. Skipið er búið það öflugum sjónaukum að það getur séð stjörnur yfir hábjartan daginn.

Á blaðamannfundi með hæstráðendum á skipinu kom fram að um 36 þúsund hlutir séu nú á sveimi í geiminum en allt er þetta brak sem tengist geimbrölti mannfólksins. Aðeins eitt prósent af þessu er í notkun og er því geimbrak orðið verulegt vandamál.
Er skipið notað til að fylgjast með slíku braki og beðið um að kanna hvort það stefni á gervihnetti eða hvar það lendir á jörðu.

24.05.2012 17:00

Blátindur VE 21         347. Blátindur VE 21, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 16:00

Herjólfur

Herjólfur var í landi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og féll kvöldferðin þá niður, vegna of mikillar ölduhæðar við Landeyjarhöfn. Við Eyjar var hinsvegar langt í frá of mikil ölduhæð.


         2164. Herjólfur, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 15:00

Stafnes KE 130

Bátur þessi hefur verið að róa með net frá Vestmannaeyjum að undanförnu.
Nokkuð skemmtilegt að horfa á myndina, þar sem skipið var áður tengt sama útgerðaraðila og á skipið sem sést fyrir aftan og bæði höfðu þau númerið VE 108. Stafnesið var Narfi VE 108 og skipið fyrir aftan er Maggý VE 108

         964. Stafnes KE 130 ex Narfi VE 108 og fyrir aftan sést í 1855.  Maggý VE 108 © mynd Gísli Gíslason, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, 23. maí 2012

24.05.2012 14:00

Portland VE 97

Skipið hefur nú verið bundið við bryggju þar sem það er búið að veiða kvóta þessa kvótaárs.


          219. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum í gærkvöldi © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

24.05.2012 13:00

Skandía, utan á Sigurði          2815. Skandía, utan á 183. Sigurðir VE 15, í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi © mynd Gísli Gislason, 23. maí 2012