Færslur: 2012 Maí

08.05.2012 00:00

Flott syrpa frá Grundarfirði og Stykkishólmi

Hér eru nokkrar myndir sem Sigurður Stefánsson, kafari tók núna í apríl og
mai, bæði í Grundarfirði og Stykkishólmi. Á Grundarfirði voru þeir hjá Köfunarþjónustu Sigurðar að gera við stálþil á norðurgarðinum elsta kafla þeirrar bryggju. Einnig var komið við í Stykkishólmi og Ólafsvík og farið yfir flotbryggjur   

  - Sendi ég Köfunarþjónustu Sigurðar, kærar þakkir fyrir þetta -


                                                 1928. Halldór NS 302


                   2405. Andey ÁR 10 og 1622. Þorvarður Lárusson SH 129


                                                2727. Baldur


                                             6120. Hansa SH 146


                                                   6125. Perla BA 65


                                         6330. Þorleifur SH 120 o.fl.


                                   6666. Er.... SH 51 ( get ekki lesið nafnið)


                                           7234. Karl Þór SH 110


                                                   7421. Kristbjörg SH 84


                                             7459. Veiga SH 107


    Unnið við stálþilið í Grundarfirði


                                   Hafsteinn, hafnarstjóri, Grundarfirði


                                                 Sigurður Stefánsson


               Sigurður Stefánsson, spáir í tölvuna © myndir Köfunarþjónusta Sigurðar í apríl og maí 2012

07.05.2012 23:00

Stangaveiðibátur í Hafnarfirði


                    Sjóstangaveiðibátur, Hafnarfirði © mynd Jónas Jónsson, 2012

07.05.2012 22:00

Frosti VE 144 ex Smáey


        2433. Frosti VE 144 ex Smáey VE, í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 3. maí 2012

07.05.2012 21:30

Altair ex Írafoss ex Keflavík

Þó þetta skip hafi verið byggt árið 1978, hefur það aðeins borið 5 nöfn, sem eru: Charm, Keflavík, Írafoss, Aasfjord og núverandi er:  Altair.


     Altair, (þetta svarta), með heimahöfn í Panama, ex 1624. Írafoss og Keflavík, hér á Spáni © mynd shipspotting, Jose Miralles Pol, 19. des. 2011

07.05.2012 21:00

Sandgerðishöfn 5. maí 2012


           Sandgerðishöfn © myndir Bogga og Stjáni, Sólplasti, 5. maí 2012

07.05.2012 20:00

Lilli, sjósettur í Grófinni
                         Lilli, sjósettur í Grófinni © myndir Jónas Jónsson, 2012

07.05.2012 19:11

Auðunn og Þór núna áðan

Til viðbótar myndum þeim sem ég setti inn áðan og tók með miklum aðdrætti af því er Auðunn dró Þór út í Helguvík, sendi Halldór Guðmundsson mér þessa mynd sem hann smellti af og sendi ég honum þakkir fyrir


               2043. Auðunn með 229. Þór í drætti nú í kvöld á leið út í Helguvík © mynd Halldór G. Guðmundsson, 7. maí 2012

07.05.2012 19:00

Freyr RE 1


                                Freyr RE 1 © mynd Ísland í dag, 1961

07.05.2012 18:15

Gamli Þór í síðustu siglingunni

Þessar mínúturnar er hafnsögubáturinn Auðunn að draga gamla Þór frá Njarðvik til Helguvíkur, þar sem hafist verður handa að farga honum, enda er hann nánast kominn inn í aðsetur Hringrásar, því þeir eru með aðsetur við Helguvík. Unnið hefur verið að því undanfarna daga og fjarlægja öll spillefni úr þessu gamla varðskipi okkar.


          2043. Auðunn dregur 229. Þór fram hjá Keflavíkinni núna fyrir nokkrum mínútum
         Trúlega er þetta síðasta myndin sem ég næ af skipinu á siglingu. Hér er skipið framan við byggðina í Keflavík og því í beinni línu frá heimili mínu þaðan sem ég tók þessa mynd og hinar © myndir Emil Páll, 7. maí 2012

07.05.2012 18:00

Farsæll AK 59


                          Farsæll AK 59 © mynd Ísland í dag, 1961

07.05.2012 17:10

Góður afli þrátt fyrir "sneypuför" í Smuguna

bb.is:

Ísbjörninn í höfn á Ísafirði.
Ísbjörninn í höfn á Ísafirði.

Á Ísafirði er verið að landa úr rækjutogaranum Ísbirni ÍS 304 sem nýkominn er úr mánaðarreisu um Norðurhöf. Bæjarins besta greindi frá því í síðasta mánuði að skipið væri á leið í Smuguna en að sögn Jóns Guðbjartssonar útgerðarmanns var ferðin sneypuför. "Það er eins og alltaf til sjós - ómögulegt að vita hvernig fiskast. Við sendum bátinn í Smuguna en þegar við komum var lítil sem engin veiði," segir Jón. Áhöfnin lagði þó ekki árar í bát heldur sigldi aftur á Íslandsmið og veiddi vel fyrir norðan land.

Að sögn Jóns gekk túrinn því vel, lítið hafi verið bilanir og aðrar uppákomur og vel hafi veist. Skipið heldur að líkindum úr höfn á fimmtudag.

07.05.2012 17:00

Einn inni á lóð


                                                  © mynd Jónas Jónsson, 2012

07.05.2012 16:00

Dráttarbraut Keflavíkur


                                  Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Ísland í dag, 1961

07.05.2012 15:00

Á útleið


                      Bátar frá Keflavík á leið út Stakksfjörðinn © mynd Ísland í dag, 1961

07.05.2012 14:30

Íslenskir lífeyrissjóðir græða á veiðum við Afríku

dv.is:
Hér sést togarinn Blue Wave. Skipið er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og stundar fiskveiðar við strendur Vestur-Afríku.

Hér sést togarinn Blue Wave. Skipið er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og stundar fiskveiðar við strendur Vestur-Afríku.

  • Eigendur togarans eru íslenskir, eignarhald á Tortóla, rekstrarfélag á Jersey, skipið skráð í Belís og gert út frá Kanaríeyjum.

    Eigendur togarans eru íslenskir, eignarhald á Tortóla, rekstrarfélag á Jersey, skipið skráð í Belís og gert út frá Kanaríeyjum.

Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eiga verksmiðjutogarann Blue Wave sem veitt hefur fisk við vesturströnd Afríku frá árinu 2007. Lífeyrissjóðirnir sem um ræðir eru Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi, Stafir og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Togarinn er því á endanum að hluta til í eigu þeirra einstaklinga - tugþúsunda Íslendinga - sem greiða af tekjum sínum í þessa lífeyrissjóði.

Aðrir eigendur togarans eru fjárfestingarbankinn Straumur, Gunnar Sæmundsson, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, sem er í eigu íslenska ríkisins, og Tryggingamiðstöðin. Eignarhaldið á togaranum er í gegnum fjárfestingasjóðinn Brú II Venture Capital Fund, sem skrásettur er í Lúxemborg, en er stýrt af Thule Investments, sjóðsstýringarfyrirtæki með aðsetur í Kringlunni.

Eignarhaldsfélagið sem á Blue Wave heitir Blue Wave Ltd. og er skráð í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi. Annað félag, Wave Operation Ltd., er utan um reksturinn á skipinu en það er skráð í skattaskjólinu Bresku Jómfrúaeyjum í Karíbahafinu. Þetta kemur fram í gögnum um stofnun félaganna tveggja sem send voru til ríkisskattstjóra síðla árs 2007. Stjórnarformaður þessara tveggja félaga heitir Herdís Dröfn Fjeldsted og er hún fyrrverandi starfsmaður hjá Thule Investments og núverandi starfsmaður Framtakssjóðs Íslands sem er í eigu nokkurra íslenskra lífeyrissjóða, meðal annars þeirra sem eiga í Blue Wave. Bæði eignarhaldið á togaranum, og félagið sem heldur utan um rekstur hans, er því í gegnum erlend skattaskjól