Færslur: 2012 Maí

23.05.2012 08:00

Markús ÍS 777 og Kristbjörg ÍS 177

Hér sjáum við tvo ÍS báta, sem eru í raun í eigu sama aðila, sem hefur höfuðstöðvar úti á Álftanesi


            616. Markús ÍS 777 og 239. Kristbjörg ÍS 177, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

23.05.2012 07:35

Því fækkar sem vísar á gamla Þór          229. Þór, eða það sem eftir er af honum úti í Helguvík í gær © mynd af FB síðu SN

23.05.2012 07:15

Vélarvana bát rak að landi

mbl.is:

Björgunarskip fóru í nótt á móts við vélarvana bát sem rak að landi skammt suðvestur af landinu. Skip var með bátinn í togi, en hann slitnaði aftan úr skammt frá landi.

Björgunarskip fóru strax af stað eftir að taugin slitnaði enda rak bátinn að landi. Annað skip kom hins vegar að bátnum og náði að koma taug í hann. Hann var þá aðeins um eina og hálfa sjómílu frá landi. Björgunarskipin fylgdu bátnum síðan inn til Grindavíkur. Þangað komu þau um kl. 3 í nótt. Einn maður var um borð í vélarvana bátnum.


23.05.2012 00:00

Svafar Gestsson í Portúgal

Hér eru nokkrar myndir sem Svafar Gestsson tók í gærkvöldi frá höfninni í Quarteira. í Portúgal (mínum heimabæ) um það leiti sem sólin var að setjast.
Það er blómleg útgerð smábáta hér og oft líf og fjör þegar bátar eru að koma eða fara.
Það er töluvert um nótabáta og eru portugalar frekar gamaldags í þeim veiðum, nota t.d. nótabáta til að kasta nót.
Þá er einnig þó nokkuð af bátum sem veiða í gildrur.
Á morgnana er svo fiskmarkaður í markaðshúsinu sem er á hafnarbakkanum. Þar er jafnan margt um mannin að ná sér í fiskmeti í soðið, eða túristar að forvitnast og þvælast fyrir.

                  
                             © myndir Svafar Gestsson, Portúgal, 21. maí 2012

22.05.2012 23:00

Snæfell EA 310            1351. Snæfell EA 310, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

22.05.2012 22:00

Green Bergen í Hafnarfirði               Green Bergen, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

22.05.2012 21:00

Polar Princess GR 14-48

 
           Polar Princess GR 14-48, í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll, 22. maí 2012

22.05.2012 20:00

Fyrrum Ágúst RE 61 að verða sjófær að nýju

Það er alltaf gaman að sjá þegar bátar sem staðið hafa uppi í fjölda ára, jafnvel tugi ára eru að öðlast líf að nýju og hafa verið teknir í gegn. Einn þessara hefur nú verið málaður upp og spurning hvort hann fær að halda sama nafninu eða fær nýtt, en hann hét síðast Ágúst RE 61.


               1260. Síðast Ágúst RE 61, í Reykjavík í dag © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

AF Facebook:
Ragnar Emilsson þetta er gaman að sjá

22.05.2012 19:00

Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, kominn í slipp í Reykjavík

Þessi stálbátur, sem nýlega var seldur til Hólmavíkur, hefur nú verið tekinn upp í slipp í Reykjavík og sýndist mér í dag að þar færi fram málningavinna og fl. viðhald, trúlega áður en hann fær nýtt nafn og fer til nýrrar heimahafnar.

     

          177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, í Reykjavikurslipp í dag © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

22.05.2012 18:00

Villi ex Haki, nú varðveittur

Gamli hafnsögubáturinn og þar áður lóðs- og tollbátur, sem síðast hét Villi og var gerður út frá Grindavík en þar áður Haki og var frá Reykjavík, hefur staðið í slippnum á Akranesi í nokkur ár, eða síðan Grindvíkingar fengu nýjan hafnsögubát. Nú er hins vegar búið að flytja bátinn á athafnarsvæði Faxaflóahafna og sýnist mér margt benda til þess að nú eigi að varðveita bátinn.
Báturinn var smiðaður í Reykjavík 1947 og var í eigu Reykjavíkurhafnar til 1987 að Grindvíkingar keyptu hann.

 
        539. Villi ex Haki, á athafnarsvæði Faxaflóahafna, í dag © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

22.05.2012 17:00

Úlla SH 269 nú Staðarberg GK 85, frá Vogum

Úlla SH 269, hefur verið seld í Voga og fengið nafnið Staðarberg GK 85. Birti ég hér myndir af bátnum teknar í Hafnarfirði, með báðum nöfnunum.


                   1637. Úlla SH 269, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 9. apríl 2012


                1637. Staðarberg GK 85, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 22. maí 2012


               1637. Staðarberg GK 85, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 22. maí 2012


              1637. Staðarberg GK 85, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 22. maí 2012

22.05.2012 09:00

Flott syrpa frá Svafari Gestssyni í Portúgal

Svafar Gestsson sendi mér myndarlegan myndapakka sem ég birti á miðnætti, en kem hér með smá sýnishorn og þeim fylgdi eftirfarandi texti:

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í gærkvöldi frá höfninni í Quarteira (mínum heimabæ)um það leiti sem sólin var að setjast.
Það er blómleg útgerð smábáta hér og oft líf og fjör þegar bátar eru að koma eða fara.
Það er töluvert um nótabáta og eru portugalar frekar gamaldags í þeim veiðum, nota t.d. nótabáta til að kasta nót. Þá er einnig þó nokkuð af bátum sem veiða í gildrur.
Á morgnana er svo fiskmarkaður í markaðshúsinu sem er á hafnarbakkanum. Þar er jafnan margt um mannin að ná sér í fiskmeti í soðið, eða túristar að forvitnast og þvælast fyrir.

                                       - Meira á miðnætti -

                              
                        Portúgal í gærkvöldi © myndir Svafar Gestsson, 21. maí 2012
                                                        - meira á miðnætti -


22.05.2012 08:00

Valanes ex Geiri Péturs og Skúmur

Skip þetta var upphaflega smíðað við Grindvíkinga og fékk smíðanúmerið 225 hjá Lunde Varv och Verkstada A/B í Ramsvik, Svíþjóð árið 1987. Það var smíðað sem skuttogari með yfirbyggingu miðskips og var sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Kom það í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987 og bar þá nafnið Skúmur GK 22, síðan varð það Skúmur ÍS 322 og eftir það Geiri Péturs ÞH 344. Selt úr landi til Noregs í des. 1996. Þar var það nafnið Valanes, en fyrst með nr. T-1-K og síðan T-285-T. Selt síðan til Argentínu 2004 og fékk þar nafnið Argenova X.

           Valanes ex 1872. Skúmur og Geir Péturs í Batsfjord, Noregi © mynd shipspotting frode adolfsen, 11. júní 2003  

22.05.2012 00:00

10 ,,Fossar" og Herjólfur

Hér kemur mynda af farskipum sem öll hafa tengst Eimskip og eru sumar myndir af vefsíðu þess fyrirtækis en aðra annarsstaðar frá. Kemur það allt í ljós fyrir neðan myndirnar.

        
         22. Bakkafoss  ( I ) © mynd í eigu Önnu Kristjánsdóttur, ljósmyndari þýskur


                                      
                                   31. Brúarfoss © mynd Snorrason

                                   
                                  54. Fjallfoss © mynd Snorrason


                                        70. Gullfoss © mynd Eimskip


                                     139. Lagarfoss © mynd Eimskip


                                     213. Tröllafoss © mynd Snorrason


                                     1450. Skeiðsfoss © mynd Lúðvík Karl


                                      986. Reykjafoss © mynd Snorrason


                                     1205. Múlafoss © mynd Anna Kristjánsdóttir


                                      1394. Bakkafoss ( II ) © mynd Anna Kristjánsdóttir


                                               2164. Herjólfur © mynd Eimskip

Af Facebook:
Anna Kristjánsdóttir hæ, ath. að myndin af 985 er ekki af Skógafossi heldur Skeiðsfossi
Emil Páll Jónsson TAKK fYRIR ÞETTA Anna Kristjánsdóttir, búinn að laga þetta.

21.05.2012 23:39

Volvo Penta bátavél óskast

Volvo Penta KAD 42 P-A ( vinsamlega deilið )
Er einhver sem á eða veit um einhvern sem gæti legið með Volvo Penta bátavél, til sölu ( má þarfnast viðgerðar )
Vélin hjá okkur var að brjóta ventil með tilheyrandi gleði og vantar okkur aðra vél eða bilaða vél sem við gætum notað í varahluti.
Endilega sendið póst á: halldor@allthreint.is ef þið getið hjálpað :)
Takk fyrir hjálpina við að deila þessu áfram :)