Færslur: 2012 Maí

25.05.2012 22:43

Sjómannadagurinn á Húsavík


                  Frá Sjómannadegi á Húsavík © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur og hvergi til sparað. Veislumáltíð (blandað hlaðborð) á Fosshotel Húsavík, SOS spilar fyrir dansi, Fíllinn sér um veislustjórn og skemmtir.


Kappróður verður endurvakinn á laugardeginum en þess utan verður keppt í reiptogi og fleiri leikjum. Menn eru hvattir til að tilkynna lið til neðangreindra nefndarmanna.


Skráning á sjómannahófið er sömuleiðis hjá neðangreindum. Miðaverð er 5.900 kr (innifalið, matur, fordrykkur og ball)

Jolly s. 862 3244
Bóbi s. 862 3222
Heimir s. 893 1751

25.05.2012 22:00

Jökla ST 200, út af Fagurgalavik


       

            7223. Jökla ST 200, út af Fagurgalavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 24. maí 2012

25.05.2012 21:00

Sæbyr ST 25, heim að nýju

Flutningur á þessum báti frá Ólafsvík í gær til Hólmavikur, hefur verið til umfjöllunar á þremur síðum sem ég hef tengsld á, en engu að síður ætla ég að segja frá þessu og er þar með fjórða síðan sem það gerir. Fyrir valinu voru myndir af síðu Jóns Halldórssonar, holmavik.123.is
           6625. Sæbyr ST 25, kemur heim til Hólmavíkur í gær, eftir langa útivist © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  24. maí 2012

25.05.2012 20:00

Dengsi ÍS 17       2824. Dengsi ÍS 17, Hólmavík í gær © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 24. maí 2012

25.05.2012 19:00

Otur ÍS 73


       2823. Otur ÍS 73, Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 24. maí 2012

25.05.2012 18:00

Byr SH 101 eða ÍS 131

Fyrir ári síðan var þessi bátur skráður Byr SH 101 og um síðustu áramót var hann skráður Byr ÍS 131. Engu að síður sýnist mér á mynd sem ég tók af honum í Hafnarfirði í dag, að það standi enn á honum SH 101

             1436, Byr SH 101 eða ÍS 131, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 25. maí 2012

25.05.2012 17:12

Bismarck í smíðum á Flateyri

bb.is:

Í skipasmíðastöð Úlfars Önundarsonar við Drafnargötu á Flateyri. Formaður Önfirðingafélagsins; Björn Ingi Bjarnason er hér með frístunda-skipasmiðnum. Á borðum er Bismarck í byggingu. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Í skipasmíðastöð Úlfars Önundarsonar við Drafnargötu á Flateyri. Formaður Önfirðingafélagsins; Björn Ingi Bjarnason er hér með frístunda-skipasmiðnum. Á borðum er Bismarck í byggingu. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.


Úlfar Önundarson á Flateyri, smáskipasmiður í frístundum, vinnur nú að smíði hins sögufræga herskips Bismarck. Frá því er greint á flateyri.is, að kjölurinn að skipinu hafi verið lagður 1. febrúar. Áætluð verklok eru árið 2015 en þann 24. ágúst það ár verða 75 ár frá formlegri ahendingu skipsins. Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni, 1939 - 1945, og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Í dag 24. maí 2012 eru 71 ár frá því Biskmarck sökkti breska herskipinu Hood í mikilli sjóorustu á hafinu við Ísland.

Herskipið Bismarck var skírt í höfuðið á Otto von Bismarck kanslara Þýskalands árin 1871-1890. Á Vísindavefnum segir að Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarcks því herskipafloti þeirra var úr sér genginn og gamaldags þó þeir hefðu yfir margfalt fleiri herskipum að ráða. Þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að finna Bismarck og eyðileggja og beittu til þess hátt í sjötíu skipum og kafbátum og ótal flugvélum. Svo fór að lokum að þeir náðu að sökkva skipinu þann 27. maí 1941 rétt áður en það komst til hafnar í Frakklandi.

Níu daga för Bismarcks og fylgdarskipsins Prinz Eugens síðari hluta maímánaðar 1941 er ein frægasta og dramatískasta viðureign herskipa síðustu aldar.

25.05.2012 14:00

Vestmannaeyjar 23. maí 2012

Hér kemur smá syrpa tekin við og í nágrenni Vestmannaeyjahafnar 23. maí sl.


                   

 

 

                          Vestmannaeyjar © myndir Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 13:00

Stóri Örn og Víking

Nýlega bættist í ferðaþjónustu Vestmannaeyinga báturinn Stóri Örn og sjáum við hér syrpu með honum, en á fyrstu tveimur er hann við bryggju ásamt ferðabátnum Víking og á hinum myndunum er hann á siglingu um hafnarsvæðið.


        

 

               7719. Stóri Örn og 7227. Víking, í Vestmannaeyjum © myndir Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 12:00

Friðrik Jesson VE 177, Víkurröst VE 70 og Kap II VE 7


           7176. Friðrik Jesson VE 177, 2342. Víkurröst VE 70 og 1062. Kap II VE 7, í Vestmannaeyjahöfn © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 11:00

Heimaey VE 1


            2812. Heimaey VE 1, í Vestmannaeyjum © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 10:00

Dala Rafn VE 508


         2758. Dala Rafn VE 508 í slipp í Vestmannaeyjum © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 09:00

Kap VE 4


             2363. Kap VE 4, í Vestmannaeyjum © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 08:00

Lóðsinn og Stafnes KE 130


        2273. Lóðsinn og 964. Stafnes KE 130, í Vestmannaeyjum © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012

25.05.2012 07:00

Drangavík VE 80          2048. Drangavík VE 80, í Vestmannaeyjum © mynd Gísli Gíslason, 23. maí 2012