Færslur: 2012 Maí

27.05.2012 20:00

Faxi RE að koma til Vopnafjarðar


            1742. Faxi RE 9, að koma að bryggju á Vopnafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

27.05.2012 19:24

Styttist í Sjóarann síkáta

grindavik.is

Styttist í Sjóarann síkáta

Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem öflugasta sjómannadagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin hátíðarhöld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Mikið er lagt upp úr því að Sjóarinn síkáti er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

Tónlistin skipar jafnframt stóran sess á hátíðinni. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram á Sjóaranum síkáta að þessu sinni. Auk Ragga Bjarna og Valdimar má nefna Hjálma, Pál Óskar, Helga Björns, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Andreu Gylfadóttur, Ingó Veðurguð, Hreim, Skítamóral o.fl.
Reynt er að bæta umgjörð hátíðarinnar á hverju ári í samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem koma að undirbúningi hennar á hverju ári. Að þessu sinni verður stórt og mikið svið á hátíðarsvæðinu við Kvikuna alla helgina í stað vörubílspalls til að bæta aðstöðuna fyrir listafólkið og atriðin komast mun betur til skila fyrir áhorfendur. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur kemur myndarlega að hátíðinni, sérstaklega á Sjómannadeginum sjálfum þar sem Guðni Ágústsson verður ræðumaður dagsins og heiðursviðurkenningar og kappróður verður á sínum stað.

Fjórða árið í röð er svo bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síðan verður litaskrúðganga á föstudagskvöldinu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Grindvíkingar hafa skreytt bæinn sinn hátt og lágt og tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum. Við bjóðum jafnframt alla landsmenn velkomna á Sjóarann síkáta.
Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dagskráratriði eins og dorgveiðikeppni sem nýtur mikilla vinsælda, Brúðubíllinn sívinsæli, dans frá Danssmiðjunni í Reykjanesbæ og einnig hópur frá Grindavík, Skoppa og Skrítla, skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna, sjópulsan vinsæla verður í höfninni, hægt að fá reiðtúr með mótorhjóli, fara á hestbak, Gókart, sprellleiktæki, hoppikastalar og trúðar verða á svæðinu og margt fleira.
Margt fleira er á boðstólum í Grindavík alla Sjómannadagshelgina og dagskrána er hægt að nálgast í heild sinni á www.sjoarinnsikati.is


27.05.2012 19:00

Green Atlantic ex Jökulfell

Þetta skip hefur verið að mestu bilað og við bryggju á Reyðarfirði síðan í haust, en veit að vísu ekki hver staðan er í dag.      Green Atlantic ex 1683. Jökulfell © mynd af vef Samskips

27.05.2012 18:00

Staðarberg GK 85


      1637. Staðarberg GK 85, í Hafnarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  13. maí 2012

27.05.2012 17:00

Jón Kjartansson SU 111


           1525. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

27.05.2012 16:00

Týr og Ægir


        1421. Týr og 1066. Ægir, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, 10. maí 2012

27.05.2012 14:00

Stormur SH 177


        
    1321. Stormur SH 177, í Hafnarfirði 15. maí 2012 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is

27.05.2012 13:27

Dagskrá Sjómannadagsins á Húsavík


                  Frá Sjómannadegi á Húsavík © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur og hvergi til sparað. Veislumáltíð (blandað hlaðborð) á Fosshotel Húsavík, SOS spilar fyrir dansi, Fíllinn sér um veislustjórn og skemmtir.


Kappróður verður endurvakinn á laugardeginum en þess utan verður keppt í reiptogi og fleiri leikjum. Menn eru hvattir til að tilkynna lið til neðangreindra nefndarmanna.


Skráning á sjómannahófið er sömuleiðis hjá neðangreindum. Miðaverð er 5.900 kr (innifalið, matur, fordrykkur og ball)

Jolly s. 862 3244
Bóbi s. 862 3222
Heimir s. 893 1751

27.05.2012 13:00

Nökkvi ÁR 101

                               2014. Nökkvi ÁR 101 © myndir Ragnar Emilsson, 2012

27.05.2012 11:36

Venus HF 519

Nota tækifærið og get þess að vegna bilunar í gagnagrunni Símans eru erfiðleikar á að koma inn færslum


   1308. Venus HF 519, að taka olíu við olíubryggjuna í Örfirisey © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 10. maí 2012

27.05.2012 00:00

Sá guli og áhöfn, frá veiðum til löndunar

Hér púslaði ég saman myndum frá Ragnari Emilssyni og gerði úr eina syrpu þar sem menn sjást við veiðar og eins eftir að komið er að landi. Ekki veit ég hvort þetta séu menn af sama báti, enda skiptir það í raun engu máli hvað syrpuna varðar.                                          © myndir Ragnar Emilsson, 2012

26.05.2012 23:00

Sandvíkingur ÁR 14


          1254. Sandvíkingur ÁR 14. í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2012

26.05.2012 22:53

Grindavík: Byrjað að sprengja og dýpka

grindavik.is:

Í vikunni hófust dýpkunaframkvæmdir með tilheyrandi sprengingum í innsiglingunni. Hagtak hf. sér um framkvæmdrnar en dýpka á í 7,5 metra dýpi og breikka innsiglinguna. Skip fara stöðugt stækkandi og til þess að missa þau ekki frá bænum er þessi dýpkun nauðsynleg.

Sprengingarnar geta valdið óþægindum eins og lesa má um hér

Myndin var tekin í vikunni af dýpkunarprammanum í innsiglingunni en veðrið hefur ekki alveg verið nógu hagstætt fyrir framkvæmdirnar.                      Dýpkun er hafin í Grindavík © mynd af grindavik.is í maí 2012

26.05.2012 22:00

Reginn ÁR 228


                       1102. Reginn ÁR 228 © myndir Ragnar Emilsson, 2012

26.05.2012 21:15

Jóhanna Gísladóttir ÍS 7


                      1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 © mynd Ragnar Emilsson, 2012