Varðskipið Þór. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Eins og ég sagði frá í morgun strandaði erlent flutningaskip, Fernando, sunnan við innsiglinguna í Sandgerðishöfn í morgun. Að sögn mbl.is er varðskipið Þór  á leið á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Ekki er talið að bráð hætta sé á ferð. Ellefu eru í áhöfn skipsins. Gott veður er á staðnum. Svo virðist sem að skipið hafi ekki beygt inn í innsiglinguna á réttum tíma og siglt á hafnargarðinn. Landhelgisgæslu barst tilkynning um strandið um kl. 8:30. Varðskipið Þór var þá statt í Stakksfirði og var strax snúið til Sandgerðis. Ekki er talin þörf á að flytja áhöfn frá borði, en þyrla Gæslunnar verður til taks og mun m.a. fylgjast með því hvort olía lekur frá skipinu. Háfjara var um kl. 7 í morgun, en háflóð er um kl. 17. Reiknað er með að reynt verði að ná skipinu á flot þegar flæðir að. Fernando er um 75 metra langt skip og um 2.500 brúttótonn. Skipið er skráð í Dóminíska lýðveldinu. "/>

05.05.2012 09:32

Þór á leið á strandstað


Varðskipið Þór. stækka Varðskipið Þór. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson

Eins og ég sagði frá í morgun strandaði erlent flutningaskip, Fernando, sunnan við innsiglinguna í Sandgerðishöfn í morgun. Að sögn mbl.is er varðskipið Þór  á leið á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Ekki er talið að bráð hætta sé á ferð.

Ellefu eru í áhöfn skipsins. Gott veður er á staðnum. Svo virðist sem að skipið hafi ekki beygt inn í innsiglinguna á réttum tíma og siglt á hafnargarðinn.

Landhelgisgæslu barst tilkynning um strandið um kl. 8:30. Varðskipið Þór var þá statt í Stakksfirði og var strax snúið til Sandgerðis.

Ekki er talin þörf á að flytja áhöfn frá borði, en þyrla Gæslunnar verður til taks og mun m.a. fylgjast með því hvort olía lekur frá skipinu.

Háfjara var um kl. 7 í morgun, en háflóð er um kl. 17. Reiknað er með að reynt verði að ná skipinu á flot þegar flæðir að.

Fernando er um 75 metra langt skip og um 2.500 brúttótonn. Skipið er skráð í Dóminíska lýðveldinu.