Færslur: 2010 Ágúst
20.08.2010 16:44
Er Brettingur KE að fara á rækju?
Eins og menn vita hefur togarinn Brettingur legið við bryggju í Njarðvík frá því að hann kom nýkeyptur aftur hingað til lands fyrr á árinu. Þennan tíma hafa staðið yfir umtalsverðar breytingar og fyrst og fremst viðgerðir um borð og hófust raunar í Hull strax eftir kaupin, en héldu síðan áfram er togarinn kom hingað til lands að nýju.
Þá var talað um að togarinn færi á karfaveiðar, en samkvæmt heimildum síðunnar er nú stefnt á rækjuveiðar eftir 1. september, en þá verða rækjuveiðarnar gefnar frjálsar. Eitt er víst að undanfarið hefur veiðarfærum, trollhlerum og annað tilheyrandi verið tekið um borð og því ljóst að skipið er að fara til veiða.

1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010
Þá var talað um að togarinn færi á karfaveiðar, en samkvæmt heimildum síðunnar er nú stefnt á rækjuveiðar eftir 1. september, en þá verða rækjuveiðarnar gefnar frjálsar. Eitt er víst að undanfarið hefur veiðarfærum, trollhlerum og annað tilheyrandi verið tekið um borð og því ljóst að skipið er að fara til veiða.

1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 15:04
Kraftaverk gerast enn
Fyrir nokkrum vikum urðu miklar umræður hér á síðunni vegna báta sem eru í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar og tímans tönn hefur fengið að ráðast á, auk þess sem kveikt var í einum. Var því lýst yfir að þetta væri Reykjanesbæ til skammar, hvernig farið væri með þessu merku báta, en einn þeirra er Örninn, annar þeirra báta sem norðmenn gáfu íslendingum á 1100 ára afmæli landnámsins 1974 og var báðum bátunum siglt hingað til lands. Hinn báturinn er á Húsavík og er vel um hann hugsað þar, en Örninn hefur fengið að drabbast niður í Njarðvik, eftir að hafa fokið af vagni og brotnað.
Í morgun gerðist það að Örninn var réttur við og settur á vagninn (sem hann kom á hingað suður á sínum tíma) að nýju og augljóslega er verið að hugsa um að gera eitthvað við bátinn, eins og sést á mynd þeirri sem hér fylgir og ég tók eftir hádegi í dag. Ef myndin er skoðuð vel sést brak aftan við bátinn, en það mun vera þakið á skýli sem skipverjarnir sváfu undir á leiðinni hingað til lands á sínum tíma.

Örninn, kominn á kerruna sína í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010
Í morgun gerðist það að Örninn var réttur við og settur á vagninn (sem hann kom á hingað suður á sínum tíma) að nýju og augljóslega er verið að hugsa um að gera eitthvað við bátinn, eins og sést á mynd þeirri sem hér fylgir og ég tók eftir hádegi í dag. Ef myndin er skoðuð vel sést brak aftan við bátinn, en það mun vera þakið á skýli sem skipverjarnir sváfu undir á leiðinni hingað til lands á sínum tíma.

Örninn, kominn á kerruna sína í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 09:49
Pétur Mikli í slipp
Hér birtast þrjár myndir sem ég tók í morgun er Pétur Mikli var á leið upp í Njarðvíkurslipp. Tvær myndanna eru teknar þegar hann er við slippbryggjuna og sú þriðja er hann í sleðanum á leið upp slippinn.



7487. Pétur Mikli í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 20. ágúst 2010



7487. Pétur Mikli í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 20. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 09:46
Hallgrímur BA 77
Oft hefur verið fjallað um þetta skip hér á síðunni og meira segja af honum á sömu tímum og þessi mynd var tekin, en engu að síður birti ég myndina nú, þar sem ljósmyndari er annar en á hinum myndunum.

1612. Hallgrímur BA 77, í Reykjavík © mynd Hilmar Bragason

1612. Hallgrímur BA 77, í Reykjavík © mynd Hilmar Bragason
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 09:43
Seyðisfjörður

Frá Seyðisfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 07:32
Hvanney SF 51

2403. Hvanney SF 51, á Höfn í gær © mynd Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 07:29
Axel, á Höfn

Axel, á Höfn í gær © mynd Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 07:22
Nökkvi

1406. Nökkvi, á Höfn í gær © mynd Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 07:17
Valtýr
Hér koma fleiri myndira af íslensku skútunni Valtý, er hún stoppaði í gær á Hornafirði og nú eru það myndir frá Hilmari Bragasyni. Segja má um þessar myndir að í raun er þær allar frá sama sjónarhorninu, aðeins mismunandi aðdráttur.



2741. Valtýr, á Hornafirði í gær © myndir Hilmar Bragason, 19. ágúst 2010



2741. Valtýr, á Hornafirði í gær © myndir Hilmar Bragason, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
20.08.2010 00:00
Frio Pacifc, dregið aftur á bak inn í höfnina
Það langt skip kom í gær (fimmtudag) til Neskaupstaðar, að menn treystu sér ekki til að snúa því innan fjarðar og því var skipið dregið aftur á bak inn í höfnina. Birti ég því langar myndasyrpur frá Bjarni Guðmundssyni á Neskaupstað, sem hann tók af skipinu, ásamt hjálparskipum bæði þegar verið var að koma því inn til hafnar og síðan aðra syrpu þegar erfiðleikarnir voru úr sögunni.
En gefur Bjarna orðið um málið: Frio Pacific 146 metra frystiskip kom kl 14.30 í dag (gær). Reynt var að draga skipið afturábak inn í höfnina með aðstoð Vattar og Hafbjargar en það tókst ekki vegna þess að skipið hraktis undan vind en 12 til 15 m/s af N A voru. Sendi myndir af þessu og síðan koma svo fleiri myndir á eftir af því þegar skipið er tekið áfram ínn en plássið er afar tæpt við að snúa svona löngu skipi inn í höfninni .
Birtast nú allar myndirnar úr búðum sendingunum, en þó með greinarskil milli fyrri og síðari hluta.







Síðari hlutinn: Frio Pacific kemur áfram inn í höfnina










Frio Pacifc, 2734. Vöttur og 2629. Hafbjörg á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 19. ágúst 2010
En gefur Bjarna orðið um málið: Frio Pacific 146 metra frystiskip kom kl 14.30 í dag (gær). Reynt var að draga skipið afturábak inn í höfnina með aðstoð Vattar og Hafbjargar en það tókst ekki vegna þess að skipið hraktis undan vind en 12 til 15 m/s af N A voru. Sendi myndir af þessu og síðan koma svo fleiri myndir á eftir af því þegar skipið er tekið áfram ínn en plássið er afar tæpt við að snúa svona löngu skipi inn í höfninni .
Birtast nú allar myndirnar úr búðum sendingunum, en þó með greinarskil milli fyrri og síðari hluta.







Síðari hlutinn: Frio Pacific kemur áfram inn í höfnina










Frio Pacifc, 2734. Vöttur og 2629. Hafbjörg á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
19.08.2010 22:51
Jóna Eðvalds SF 200 og Ásgrímur Halldórsson SF 250
Hér liggja þeir saman Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson í dag á Höfn. Verið er að landa úr Jónu E og kom síðan að löndun úr Ásgrími.

2618. Jóna Eðvalds SF 200 (t.v.) og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, á Höfn í dag
© mynd Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010

2618. Jóna Eðvalds SF 200 (t.v.) og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, á Höfn í dag
© mynd Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
19.08.2010 21:53
,,Pakksaddur" Selur
Eins og fram kom hér fyrr í kvöld mun malarflutningaskipið Selur fara með bólfæri fyrir kræklingaræktendur út á Stakksfjörðinn, eða fyrir framan Voga og Vatnsleysuströnd. Hér birti ég tvær myndir sem teknar voru þegar búið var að fulllesta hann og sjást fjöldi bólfæra sem hanga niður eftir síðunum, á hvítu festingunum sem sjást vel á myndunum.


5935. Selur, fulllestaður í Njarðvíkurhöfn í kvöld © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010


5935. Selur, fulllestaður í Njarðvíkurhöfn í kvöld © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
19.08.2010 21:08
Mainland á Neskaupstað
Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi þessar myndir sem hann tók er Mainland, 122ja metra tankskipi var aðstoðað að bryggju um fimmleitið í morgun





Mainland, á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G,, 19. ágúst 2010





Mainland, á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G,, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
19.08.2010 20:27
Íslensksmíðaða skútan Valtýr
Skútan Valtýr, hefur í sumar verið svolítið á ferðinni um landið, en skútan er smíðuð á vesturlandi og hefur legið í höfn í Stykkishólmi. Hér sjáum við myndir sem teknar voru í dag af skútunni á Höfn, en myndasmiðurinn er Svafar Gestsson.





2741. Valtýr, á Höfn í dag
© myndir Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010





2741. Valtýr, á Höfn í dag
© myndir Svafar Gestsson, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
19.08.2010 19:58
Ásdís SH 154
Hann var ánægður eigandi og skipstjóri Ásdísar SH 154 undir kvöld, en hann sá loksins fram á að báturinn kæmist á veiðar eftir nokkra daga, svo framarlega sem veðurspáin leyfir það. Sigldi hann bátnum úr Njarðvíkurhöfn og yfir í Grófina þar sem hann mun liggja þar til hann kemst í næstu viku, heim á leið, þó það sé ekki ljóst hvort hann kemur við í heimahöfn, eða fer beint norður í Húnaflóa þar sem hann ætlar að stunda veiðiskap til að birja með.
Þó ekki væri alveg búið að ganga frá öllu sigldi hann nálægt ljósmyndara utan við hafnargarðinn í Kefla´vik á um 15 sjómílna hraða, en það eru um helmingur af þeim hraða sem báturinn á að geta siglt þegar allt verður orðið klárt.
Birti ég nokkrar myndir sem ég tók við þetta tækifæri, en fleiri myndir birtast síðar.



2794. Ásdís SH 154, á siglingu á Vatnsnesvík í Keflavík í dag

2794. Ásdís SH 154, komin inn í Grófina

Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður og skipstjóri við bát sinn Ásdísi SH 154, í Grófinni í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
Þó ekki væri alveg búið að ganga frá öllu sigldi hann nálægt ljósmyndara utan við hafnargarðinn í Kefla´vik á um 15 sjómílna hraða, en það eru um helmingur af þeim hraða sem báturinn á að geta siglt þegar allt verður orðið klárt.
Birti ég nokkrar myndir sem ég tók við þetta tækifæri, en fleiri myndir birtast síðar.



2794. Ásdís SH 154, á siglingu á Vatnsnesvík í Keflavík í dag

2794. Ásdís SH 154, komin inn í Grófina

Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður og skipstjóri við bát sinn Ásdísi SH 154, í Grófinni í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
Skrifað af Emil Páli
