Færslur: 2010 Ágúst

18.08.2010 08:15

Skemmtileg syrpa frá Hornafirði, á nokkrum árum

Hér birtast fjórar myndir frá Hornafirði og eru teknar fyrir einhverjum tugum ára og koma frá Hilmari Bragasyni, en ljósmyndari er í flestum tilfellum Emil Þorsteinsson, nema varðandi fyrstu myndina, en sú mynd er í eigu Emils, en ljósmyndari er Þorsteinn L. Þorsteinsson. Hinar myndirnar eru teknar á árunum 1980, 1987 og 1995, en ekkert ártal er við fyrstu myndina. Þetta eru perlur og því sendi ég kærar þakkir fyrir.


   Hornafjörður © mynd í eigu Emils Þorsteinssonar, en ljósm.: Þorsteinn L. Þorsteinsson


               Sjómannadagurinn á Hornafirði © mynd Emil Þorsteinsson, 1980


                              Hornafjörður © mynd Emil Þorsteinsson 1987


                                  Hornafjörður © mynd Emil Þorsteinsson, 1995

18.08.2010 07:57

Jón Vídalín ÁR og Þorlákur ÁR


                          1529. Þorlákur ÁR 5 © mynd Ísland 1990


                               1347. Jón Vídalín ÁR 1 © mynd Ísland 1990

18.08.2010 00:00

Ægir bjargar skjaldböku

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Undanfarnar vikur hefur varðskipið Ægir verið við eftirlit á vegum Frontex í Miðjarðarhafi þar sem varðskipið hefur komið að "björgun" flóttafólks af bátum sem fóru frá Alsír og Morocco með stefnuna á Spán.

Einnig hafa komið upp skemmtileg atvik eins og þegar siglt var fram á skjaldböku af stærri gerðinni í sem átti í augljósum vandræðum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að skjaldbaka þessi var bæði með kút og kork. Þar sem skjaldbökur eru vel syndar þá var ákveðið að kanna þetta mál. Bátur var sjósettur frá skipinu og haldið til hennar. Í ljós kom að þetta var ekki með vitund og vilja skjaldbökunar. Hún hafði flækt sig í þessu einhverstaðar með þeim afleiðingum að hún gat ekki kafað.

Hún vildi svo sem ekkert við bátsverja ræða en einlægur ásetningur björgunarmanna var vilja hennar yfirsterkari og var þessi aukabúnaður fjarlægður af henni. Hún varð frelsinu fegin og kafaði með það sama, eitthvað sem henni greinilega hafði ekki tekist nokkuð lengi. Ekki var að sjá að snærið hafi sært hana. Er því óhætt að segja að margt framandlegt hefur orðið á vegi Ægis miðað við heimaslóðir. En verkefnið hefur gengið vel og áhöfnin safnað í reynslubankann.

AegirIMGP4643a
Varðskipið Ægir við eftirlit í Miðjarðarhafi

IMGP6434
Komið að skjaldbökunni

IMGP6437
Hér má sjá höfuð hennar og hvernig hún dregur þetta drasl á eftir sér.

IMGP6441
Skjaldbakan reynir áranguslausa köfun.

IMGP6445
Búið að húkka í færið, sjá má skjaldbökuna fyrir neðan brúsana.

IMGP6449
Skjaldbakan komin á síðuna á bátnum.

IMGP6450
Unnið að losun þessa aðskotahlutar.

IMGP6451
Skjaldbakan kafar frelsinu fegin.

17.08.2010 22:59

Sólborg RE 270


                   2464. Sólborg RE 270, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason

17.08.2010 22:34

Gullver NS 12


                     1661. Gullver NS 12 © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

17.08.2010 22:00

Þórshamar GK 75


                       1501. Þórshamar GK 75 © mynd Emil Þorsteinsson, 1991

17.08.2010 21:37

Hornafjörður með tæplega 50 ára millibili

Hér sýni ég tvær myndir frá Hornafirði, sú fyrri tekin árið 1962 og hin á þessu sumri. Sú eldri er tekin af Þorsteini L. Þorsteinssyni og er í eigu Emils Þorsteinssonar og hin er tekin af Hilmari Bragasyni, auk þess sem önnur perla kemur frá Emil nú rétt á eftir. Sendi ég kærar þakkir fyrir þetta.


    Hornafjörður 1962 © mynd í eigu Emils Þorsteinssonar, en tekin af Þorsteini L. Þorsteinssyni


                       Hornafjörður í dag © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

17.08.2010 21:11

Kári SH 78


       2589. Kári SH 78, á Rifshöfn © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. ágúst 2010

17.08.2010 20:24

Stimma ST 7

Þessar tvær myndir eru fengnar af vefnum holmavik.123.is og er ljósmyndarinn að sjálfsögðu Jón Halldórsson
         1959. Stimma ST 7 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 17. ágúst 2010
 

17.08.2010 14:11

Pétur Mikli opnar sig

Þessa myndaseríu tók ég núna eftir hádegi af Pétri Mikla, er hann var opnaður, eins og þegar hann er að losa, en við bryggju í Njarðvíkurhöfn.
       7487. Pétur Mikli, opinn eftir endilöngu, við bryggju í Njarðvík eftir hádegi í dag
                                     © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2010

17.08.2010 14:04

TT Luna ehf., selur einn bát en gerir upp tvo

Að sögn Þorgils Þorgilssonar hjá útgerðarfélaginu TT Luna ehf., sem á þrjá báta sem ekki hafa verið við veiðar í nokkurn tíma, hefur fyrirtækið selt einn bátanna, annar hefur verið gerður í stand og mun senn hefja veiðar, en sá þriðji verður nú tekin í endurbyggingu.
Þetta eru bátarnir Birta VE 8, en samningar munu standa og fer báturinn til Reykjavíkur. en ekki Hafnarfjarðar eins og áður var talið og  þar verður gert við tjónið á stefninu og þaðan til Grenivíkur þar sem hann mun á ný fá nafnið Ægir Jóhannsson ÞH.
Röstin GK 120 er að hefja veiðar eins og áður hefur komið fram og Álftafell ÁR 100 mun eiga að fara í endurbyggingu eða viðgerð svo hægt verði að gera hann út einnig.

17.08.2010 13:52

Reykjaneshöfn kaupir Jóhönnu Margréti og fer hún í niðurrif

Gengið hefur verið frá kaupum Reykjaneshafnar á Jóhönnu Margréti SI 11, sem legið hefur lengi í Njarðvíkurhöfn. Raunar var báturinn tekinn upp í skuld á hafnargjöldum og mun vonandi fljótlega fara í niðurrif hjá Hringrás.
Báturinn hefur legið mjög lengi í höfninni og kom þangað í raun, til útgerðar frá Njarðvíkum sem aldrei varð af og síðan fór útgerðin í þrot, en áður hafði skipið verið selt útgerðamanna vestur á fjörðum sem nú hefur selt hana aftur, sem fyrr segir.


          163. Jóhanna Margrét SI 11, sem nú hefur verið seld og fer í brotajárn   
                                       © mynd Emil Páll, 17. ágúst 2010

17.08.2010 12:42

Njarðvík: Pétur Mikli, Röstin og bakslag

Lítið er um að vera í Njarðvikurhöfn eins og vel flestum öðrum höfnum þessa daganna. Helst er að  Pétur Mikli kom í morgun, en hann mun eiga að fara upp í slipp. Var því verið að losa ýmislegt frá borði áður. Þá er vonast til að skoðunarmaður komi og blessi Röstina jafnvel í dag, svo hún geti farið að róa. Menn tala um að hugsanlega fari Stormur SH, sem sökk á dögunum og var náð upp aftur, í slipp á næstunni. Þá virðist vera komið eitthvað bakslag upp varðandi söluna á Birtu VE 8 og Álftafelli ÁR 100 sem einnig var með í sölunni.


      Þessi mynd sem tekin er í raun móti sól í morgun upp úr kl. 8, á að sýna þegar verið er að hífa stórar skóflur frá borði á 7487. Pétri Mikla


     Léttabáturinn á Pétri Mikla, þessi mynd er einnig tekin á móti sól í morgun


                           7487. Pétur Mikli í Njarðvikurhöfn fyrir hádegi í dag


                        923. Röstin GK 120 í Njarðvikurhöfn í morgun


                    923. Röstin GK 120 og fyrir framan er 2325. Arnþór GK 20


    Úr Njarðvikurhöfn í morgun. F.v. 7487. Pétur Mikli, 1523. Sunna Líf KE 7, 1855. Ósk KE 5, 923. Röstin GK 120 og 2794. Ásdís SH 154 © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2010

17.08.2010 12:21

Akranes: Kristín AK, Víkingur AK og Rán AK

Guðmundur Jón Hafsteinsson sendi mér þessar myndir teknar á Akranesi.


                                   5909. Kristín AK 30 og 220. Víkingur AK 100


        6039. Rán AK 69 © myndir Guðmundur Jón Hafsteinsson, Akranesi 2010

17.08.2010 08:34

Inuksuk og tveir óþekktir

Hér sjáum við Inuksuk nálgast Garðskaga í gærkvöldi og ef myndin er skoðuð vel sjást tveir bátar að auki á myndinni, en hverjir þeir eru, veit ég ekkert um, því miður.


     Inuksuk út af Garðskaga í gærkvöldi og tveir óþekktir bátar sjást fyrir framan hann
                                          © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010