Færslur: 2010 Ágúst

04.08.2010 20:23

Minerva siglir frá Grundarfirði

Svolítil óvænt og skemmtileg saga hefur birst varðandi skemmtiferðaskipi Minerva, með þátttöku þriggja ljósmyndara síðunnar. Hófst þetta með þvi að ég tók mynd af skipinu í Reykjavíkurhöfn í gærdag. Sigurður Bergþórsson kom síðan með mynd af skipinu í gærkvöldi er það fór frá Reykjavík til Grundarfjarðar og Aðalheiður hefur bætt um betur og kemur nú með myndir af skipinu er það fer frá Grundarfirði upp úr kl. 17 í dag.
    Minerva yfirgefur Grundarfjörð um kl. 17 í dag © myndir Aðalheiður, 4. ágúst 2010

04.08.2010 19:21

Gullver NS 12
                                  1661. Gullver NS 12 © myndir Hilmar Bragason

04.08.2010 17:25

Lágey ÞH, á leiðinni til Sandgerðis frá Húsavík til viðgerðar

Eins og margir muna strandaði Lágey ÞH 265 skammt frá Húsavík í marsmánuði í vetur og síðan 28. mars hefur báturinn staðið utan við höfuðstöðvar útgerðarinnar fyrir norðan. En á þessari stundu er annað hvort ný farið af stað með bátinn suður, eða stutt í að lagt verði af stað. Mun báturinn verða dreginn á vagni til Sandgerðis, þar sem Sólplast ehf., mun gera við bátinn og er áætlað að verkið taki um tvo og hálfan mánuð. Áætlað er að komið verði með bátinn á áfangastað undir morgun.
    2651. Lágey ÞH 265, á Húsavík í vetur © myndir Svafar Gestsson, 28. mars 2010

04.08.2010 17:20

Guðrún Petrína GK í breytingum

Hafin er vinna hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði við að hækka Guðrúnu Petrínu GK 107 um 20 sentimetra að framan, auk þess sem skipt verður um allar innréttingar og rúður í bátnum.
   2256. Guðrún Petrína GK 107, í húsakynnum Sólplasts ehf., í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 4. ágúst 2010

04.08.2010 14:22

Minerva fer frá Reykjavík til Grundarfjarðar

Hér sjáum við skemmtiferðaskipið Minerva fara frá Reykjavík í gærkvöld áleiðis til Grundarfjarðar, en þar var það a.m.k. í morgun. Sigurður Bergþórsson tók þessa mynd og sendi mér.


    Minerva siglir út úr Reykjavík í gærkvöldi © mynd Sigurður Bergþórsson, 3. ágúst 2010

04.08.2010 14:19

Vilborg ST 100
              1262. Vilborg ST 100, í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 3. ágúst 2010

04.08.2010 12:59

Gestur og ???


    2311. Gestur og hugsanlega léttbátur af Octopus, við Ingólfsgarð í Reykjavík í gær, séð frá Ægisgarði © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2010

04.08.2010 12:56

Gestur


            2311. Gestur, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2010

04.08.2010 12:12

Númi HF 62, Lundi RE 20 og skúta


     1487. Númi HF 62, óþekkt skúta og 950. Lundi RE 20 í Reykjavíkurhöfn í gær
                                    © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2010

04.08.2010 11:19

Skúlaskeið
           6531. Skúlaskeið, í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 3. ágúst 2010

04.08.2010 08:13

Víking - íslenskur rússi

Togari þessi sem áður hét Ólafur Jónsson GK 404 frá Sandgerði er í raun íslenskt skip undir rússnesku flaggi. Því eigendur eru að stórum hluta íslendingar og fyrirtækið er íslenskt. Þar að auki landar skipið öllum sínum afla í Hafnarfirði og hefur alltaf gert.
                 Viking, í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 2. ágúst 2010

04.08.2010 08:09

Green Ice
               Green Ice, í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 2. ágúst 2010

04.08.2010 07:39

Futura

Hér koma tvær myndir af olíuskipi sem var að losa við Eyjabakka í Reykjavík. Önnur myndin, þ.e. sú efri tók ég í hádeginu á mánudag og sú neðri á svipuðum tíma sólarhring síðar þ.e. í gær.
                        Futura, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 2. og 3. ágúst 2010

04.08.2010 07:26

Amepaot M-0332

Ég er ekki viss hvort nafn togarans sé rétt skrifað hjá mér, en hann er allavega frá Murmansk í Rússlandi.
                  Amepaot M-0332, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 2. ágúst 2010

04.08.2010 00:00

Meira af Octopus

Risasnekkjan Octopus sem þíðir Kolkrabbi á íslensku hefur vakið mikla athygli, enda örlítið stærra en Herjólfur og með innanborð, þyrlu, léttabáta og kafbáta o.m.fl. Ég hef þegar birt nokkrar myndir af skipinu, en bæti þó við myndaseríu sem ég tók um hádegisbil á frídegi verslunarmanna, er skipið lá við Miðbakka í Reykjavík svo og sólarhring síðar er það var komið út á ytri-höfnina innan Engeyjar eins og það heitir á vef Faxaflóahafnar, en fyrir mér var það rétt utan við Skúlagötuna í Reykjavík. Myndirnar að því við Miðbakka eru teknar frá Norðurgarði og eins frá Ægisgarði, en myndirnar út á, eru teknar frá Norðurgarði.


                               Octopus © myndir Emil Páll, 2. og 3. ágúst 2010