Færslur: 2010 Ágúst

17.08.2010 08:30

Ottó N. Þorláksson RE 203

Hér sjáum við tvær myndir af togaranum þegar hann var kominn fyrir Garðskaga í gærkvöldi, á leið á miðin.
          1578. Ottó N. Þorláksson RE 203 í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. ágúst 2010

17.08.2010 08:27

Að veiðum

Ekki er ég alveg klár á því hvaða bátur þetta sé, en myndin var tekin í gærkvöldi frá Hólmsbergsvita og var hann þar rétt út af.


             Að veiðum, undir Hólmsbergsvita © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010

17.08.2010 07:42

Hallandi Hólmsbergsviti

Að vísu er það ekki vitinn sem hallar, heldur hef ég sem ljósmyndari ekki staðið rétt að myndatökunni og því sýnist vitinn halla.


   Hólmsbergsviti í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010

17.08.2010 00:00

Bátalíkön Þorgríms Hermannssonar og Þorgrímur sjálfur

Nú í nokkur skipti hef ég birt myndaseríur af hinni skemmtilegu bátasmíði Þorgríms Hermannssonar, sem hann stundaði bæði á Hofsósi og eins á Akureyri. Fyrir sólarhring birti ég síðustu syrpuna og nú tekur við ein syrpa af líkönum, en eftir að bátasmíðum lauk hjá honum fór hann út í að smíða bátalíkön. Þar með líkur myndum frá starfi Þorgríms Hermannssonar, svo og þeim gömlu frá Hofsósi að sinni a.m.k., en kannski koma fleiri síðar, hver veit.  Á tveimur myndunum nú, sést hann einnig með líkönunum.

Allar eru myndirnar úr safni afasonar og nafna Þorgríms Hermannssonar, Þorgríms Ómars Tavsen.
                           Þorgrímur Hermannsson og líkön eftir Þorgrím
                              © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

16.08.2010 23:42

Þekkið þið myndefnið?

'Í kvöld birti ég þessa mynd sem getraun á Facebook-síðu minni og spurði menn hvort þeir þekktu myndefnið og vissu hvaðan það væri. Óvanalega frísk umræða varð um myndina og að lokum varð það Njarðvíkurmær búsett í Danmörku sem hafði rétta svarið.

Rétta svarið er að myndin er tekin í kvöld frá Hólmsbergsvita með miklum aðdrætti og sýnir Reykjanesbæ, þ.e. bæði Keflavík og Njarðvík og er með fjallið Þórðarfell í baksýn. (Sjá nánar um það í ábendingu Markúsar hér fyrir neðan myndina).


                              © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010

16.08.2010 23:10

Helgafell og Inuksuk, séð frá Hólmsbergsvita

Hér sjáum við tvær myndir með togaranum Inuksuk og flutningaskipinu Helgafelli, á annarri eru skipið að mætast, en búin að mætast á hinni. Þriðja myndin sýnir síðan Helgafellið eitt og sér, en myndirnar voru teknar í kvöld frá Hólmsbergsvita.


                                   Helgafell og Inuksuk mætast


                             Inuksuk og Helgafell, eftir að vera búin að mætast
 

                                                             Helgafell
                Séð frá Hólmsbergsvita í kvöld © myndir Emil Páll, 16. ágúst 2010 

16.08.2010 22:53

Akranes: Páll Pálsson ÍS, Stefnir ÍS og Hannes Andrésson SH

Á þessum myndum Sigurbrands frá Akranesi sjáum við 1371. Hannes Andrésson SH 737 og svo voru togararnir Stefnir ÍS 28 og Páll Pálsson ÍS 102 þarna á laugardaginn. Þeir eru á makríl og voru hugsanlega að landa.


                                       1371. Hannes Andrésson SH 737


                                                     1451. Stefnir ÍS 28


           1274. Páll Pálsson ÍS 102 © myndir Sigurbrandur á Akranesi 14. ágúst 2010

16.08.2010 22:25

Costa Luminosa, Sólborg RE og Helgafell í kvöld

Hér kemur tveggja mynda syrpa er sýnir skemmtiferðaskipið Costa Luminosa, ásamt Sólborgu RE og Helgafelli, þar sem skipin eru á svipuðu róli, er myndirnar eru teknar í kvöld frá Garðskaga.


                          F.v. Costa Luminosa og Helgafell, ný búin að mætast


               F.v. 2464. Sólborg RE 270 og Costa Luminosa í kvöld út af Garðskaga
                                        © myndir Emil Páll, 16. ágúst 2010

16.08.2010 22:23

Tjaldur SH á útleið í kvöld

Hér sjáum við Tjald SH 270 á útleið frá Rifshöfn í kvöld


   2158. Tjaldur SH 270 á útleið frá Rifshöfn í kvöld © mynd Sigurbrandur 16. ágúst 2010

16.08.2010 22:10

Tónlistarhúsið Harpa og Reykjavíkurhöfn
    Tónlistahúsið Harpa og Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurður Bergþórsson, 16. ágúst 2010

16.08.2010 21:54

Rifshöfn í dag: Björg, Laugi afi, Þerna, Guðrún Ragna BA o.fl.

Hér eru þrjár myndir sem Sigurbrandur  tók í dag í Rifi. Eins og sést er rólegt yfir smærri bátunum eftir strandveiðarnar. Fremsti báturinn, á eini myndini er nýsmíðin sem Bátahöllin afhenti í vor 7670 Guðrún Ragna BA 162.


              Frá Rifshöfn: Fremstir eru 2314. Þerna SH 350 og 5910. Laugi afi SH 56


       Þessi sem er næst okkur er nýsmíði frá Bátahöllinni ehf., á Hellissandi frá því í vor og heitir: 7670. Guðrún Ragna BA 142


                 2642. Björg, á Rifi © myndir Sigurbrandur í dag 16. ágúst 2010

16.08.2010 21:09

Costa Luminosa, séð frá þremur vitum

Í kvöld þegar skemmtiferðaskipið Costa Luminosa fór yfir Faxaflóann og fyrir Garðskaga tók ég myndir af skipinum frá þremur vitum. Nánar um það undir myndunum hér fyrir neðan.


                                     Costa Luminosa, séð frá Vatnsnesvita


                          Costa Luminosa, séð frá Hólmsbergsvita


                                       Costa Luminosa, séð frá Garðskagavita
                                           © myndir Emil Páll, 16. ágúst 2010

16.08.2010 19:31

Kristín AK 30

Guðmundur Hafsteinsson, sendi mér þessa mynd og færi ég honum bestu þakkir fyrir.


                     5909. Kristín AK 30 © mynd Guðmundur Hafsteinsson, 2010

16.08.2010 18:14

Gissur ÁR 6


                               1752. Gissur ÁR 6 © mynd Ísland 1990

16.08.2010 16:44

Auði


                Auði, í Grófinni í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010