Færslur: 2010 Ágúst

22.08.2010 13:39

Á Króksfjarðarnesi

Þessa mynd tók Jón Halldórsson í gær og birti í morgun á vef sínum holmavik.123.is en meira um myndaefnið fylgdi ekki með, nema hvað myndin væri tekin á Króksfjarðarnesi.


   Óþekktur á Króksfjarðarnesi © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 21. ágúst 2010

22.08.2010 11:13

Elding

Það er svolítið einkennilegt að þurfa að skanna úr blaði myndir sem maður hefur sjálfur tekið, en svona er það þegar frummyndirnar eru týndar. Megin þorri af myndasafni mínu hvarf úr geymslu eins og ég hef oft sagt frá og því er þetta svona. Nýlega fann ég þó filmusafn með stórum hluta af safninu og eru það aðallega litmyndir, sem ég hef ekki enn komið í verk að skanna, né heldur kann að gera það. Einhvern tímann hlýt ég að ná því og þá opnast mikið myndasafn sem ég á, þó ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allar mínar myndir.


         1047. Elding, 185. Sigþór ÞH 100 og 1037. Dagfari ÞH 70 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

22.08.2010 11:11

Jón Erlings GK 222


             1173. Jón Erlings GK 222, í Sandgerði © mynd Emil Páll

22.08.2010 11:09

Guðfinnur KE 19


             1371. Guðfinnur KE 19, kemur inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll

22.08.2010 11:07

Hrönn GK 240


                    589. Hrönn GK 240 © mynd af teikningu, Emil Páll

22.08.2010 09:57

Trausti GK 9


         859. Trausti GK 9 © mynd úr Sjómannadagsblaði Sandgerðis 1997

22.08.2010 09:54

Kristján Valgeir GK 510


                137. Kristján Valgeir GK 510 © mynd Snorri Snorrason

22.08.2010 09:25

Þrír Sandgerðingar GK

Hér birtast myndir af þremur þeirra báta sem báru nafnið Sandgerðingur GK, en þeir voru þó fleiri. Efstu myndina er ég ekki alveg klár hver tók, hvort það var ég eða einhver annar. Mið myndin er eftir Snorra Snorrason og sú neðsta er eftir mig.


                                        53. Sandgerðingur GK 517


               171. Sandgerðingur GK 268 © mynd Snorri Snorrason


                   127. Sandgerðingur GK 280 © mynd Emil Páll

22.08.2010 00:00

Slökkviliðsmenn æfa björgun úr sjó með körfubíl

Lítið myndaefni var að finna í norðangarranum á Suðurnesjum þennan laugardaginn, fyrir utan það að ég rakst á slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja við æfingar á að bjarga fólki úr sjónum með körfubíl. Tók ég þá þessa myndasyrpu í Njarðvíkurhöfn að morgni laugardagsins 21. ágúst 2010
            Frá æfingu Brunavarna Suðurnesja við að bjarga fólki úr sjónum © myndir Emil Páll, í Njarðvíkurhöfn 21. ágúst 2010

21.08.2010 22:55

Guðbjörg RE 21


            1201. Guðbjörg RE 21, í Reykjavík © mynd Emil Páll

21.08.2010 21:51

Guðbjörg GK 517

Hér koma enn tveir bátar sem á hafa borið sama nafn, einhvern tímann á ferli sínum, þó ekki á sama tíma. Annar, þ.e. eikarbáturinn var smíðaður á Akureyri 1972 og er ennþá til hérlendis, þó hann sé nú orðinn farþega- og skemmtibátur. Hinn var smíðaður úr stáli í Noregi 1986 og keyptur hingað til lands 1991 og seldur aftur úr landi 1994, en bar þó þrjú nöfn á meðan hérlendis.


                        1262. Guðbjörg GK 517, í höfn í Sandgerði


                            2149. Guðbjörg GK 517, einnig í Sandgerði
                                         © myndir Emil Páll

21.08.2010 20:48

Erlingur GK 212

Hér sjáum við tvo báta sem báðir báru í eina tíð þetta sama nafn, þó ekki á sama tíma og var eitt af mörgum nöfnum sem þeir hafa báðir borið. Báðir voru þeir smíðaðir á Íslandi, annar úr stáli fyrir 40 árum á Akranesi en hinn úr eik á Akureyri fyrir 35 árum. Sá eldri er farinn í pottinn, en sá yngri er að fara í endurbætur, því búið er að kaupa hann til þess staðar sem hann var í upphafi gerður út frá og mun fá það nafn sem hann bar þá.


                           1100. Erlingur GK 212, á siglingu á Stakksfirði


                            1430. Erlingur GK 212, einnig á siglingu á Stakksfirði
                                                      © myndir Emil Páll

21.08.2010 19:24

Drekkhlaðinn Dagfari


                        1037. Dagfari, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

21.08.2010 18:10

Arney KE 50


                                 1416. Arney KE 50, í Keflavíkurhöfn


            1416. Arney KE 50, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, birtust báðar áður í Sjómanndagsblaði Sandgerðis 1997. 

21.08.2010 17:54

Sunnuberg GK 199


   1002. Sunnuberg GK 199, á Vopnafirði © mynd úr Sjómannadagsblaði Austurlands 1997