Færslur: 2010 Ágúst

24.08.2010 08:05

Akraborg


                    4. Akraborg, siglir út úr Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

24.08.2010 00:00

Reykjanes GK 19 / Snúður HF 77 / Óli Færeyingur SH 315 / Þórey KE 23 / Hellnavík AK 59 og SU 59

Bátur þessi hefur smíðanúmer 2 hjá Ol. Olsen í Njarðvik á árinu 1988 og er enn í fullri drift.


         1913. Reykanes GK 19, ný sjósettur í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1988


                       1913. Reykjanes GK 19 © mynd Snorrason


                      1913. Snúður HF 77 © mynd Snorrason


                                1913. Óli Færeyingur SH 315 © mynd Óli Olsen


                              1913. Óli Færeyingur SH 315 © mynd Óli Olsen


                        1913. Þórey KE 23, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll


                       1913. Hellnavík AK 59, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 2009


                        1913. Hellnavík AK 59, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 2009


             1913. Hellnavík SU 59 © mynd Guðmundur St. Valdimarsso,  2009

Smíðanúmer 2 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf., Njarðvik 1988, eftir teikningu Karls Olsen, yngri.
Innréttingar unnar af Jóni & Gunnari, Keflavík og báturinn sjósettur í Keflavíkurhöfn 14 apríl 1988. Breikkaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1988. Lengdur og hækkaður 1995.

Lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá vertið 1993 að hann var innsiglaður og þart il hann var sleginn nauðungarsölu i feb. 1994.

Nöfn: Reykjanes GK 19, Hringur SH 277, Snúður HF 77, Hafdís HF 249, Óli Færeyingur SH 315, Þórey KE 23, Hellnavík AK 59 og núverandi nafn: Hellnavík SU 59.

23.08.2010 22:52

Róið á árabáti

Í þá tíð sem Dráttarbraut Keflavíkur hf. var á þeim stað sem smábátahöfnin í Grófinni er í dag, kom það stundum fyrir að starfsmenn þyrftu að grípa til árabáts, til að aðstoða við báta sem ýmist voru að koma í slippinn eða fara úr honum. Hér birti ég mynd af einum starfsmanni sem löngu er farin undir græna, en hann hét Torfi Gíslason og er myndin tekin í maí 1964, en þá voru þeir að brenna gamlan bát, einmitt á sama stað og Skessuhellir er í dag.


  Torfi Gíslason á árabátnum frá DRBK © mynd Emil Páll, í maí 1964

23.08.2010 22:24

Bjarni KE 23


         360. Bjarni KE 23, í Sandgerði © mynd Emil Páll

23.08.2010 21:52

Gaui Gísla GK 103


              2146. Gaui Gísla GK 103, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 1994 

23.08.2010 21:26

Hrappur GK 170 og Ólafur GK 33


   1925. Hrappur GK 170 utan á 1105. Ólafi GK 33, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1994

23.08.2010 20:59

Lauganes á Hornafirði


       2305. Lauganes á Hornafirði í dag © mynd Hilmar Bragason, 23. ágúst 2010

23.08.2010 17:19

Tóti


                 Tóti, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2010

23.08.2010 16:08

Dælt daglega upp úr Stormi SH

Starfsmenn Reykjaneshafna fylgjast nú með og dæla daglega upp úr Stormi SH 333, þar sem hann liggur í Njarðvikurhöfn. Mun þetta verða gert þar til báturinn verður tekinn upp í Njarðvíkurslipp. Tók ég í dag myndir af þeim starsmönnum hafnarinnar sem voru að dæla úr bátnum, auk þess sem önnur mynd sýnir sjóinn koma úr dælunni.


              Hafnsögumennirnir og hafnarverðirnir Jón Beck Vilhjálmsson (t.v.) og Karl Einar Óskarsson við 586. Storm SH 333, í Njarðvíkurhöfn í dag


            Hér kemur sjórinn úr slöngunni sem tengd var annarri af tveimur dælum sem notaðar voru við dælinguna í dag © myndir Emil Páll, 23. ágúst 201023.08.2010 12:26

Amerloq

Á efri myndinni sjáum við togarann nýkomin fyrir Garðskaga á leið sinni til Hafnarfjarðar og er myndin tekin frá Vatnsnesi í Keflavík rétt fyrir kl. 12 á hádegi og þar sem fjarlægðin er óralöng sést hann ekki vel.
Neðri myndin sýnir sama skip, en sú mynd sem er frá 19. apríl sl. er tekin af MarineTraffic


                   Amerloq, séð frá Vatnsnesi © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2010


                           Amerloq © MarineTraffic, Magnar Lyngstad 29. apríl 2010

23.08.2010 00:00

Fálkinn NS 325 / Vörðurfell GK 205 / Gæfa SF 2 / Mundi Sæm SF 1 / Goði AK 50

Hér kemur aftur stálbátur frá Bátalóni í Hafnarfirði og er þessi er frá árinu 1982 og er ennþá í drift.


                  1631. Fálkinn NS 325 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is


                1631. Fálkinn NS 325 © mynd í eigu Emils Páls


                   1631. Vörðurfell GK 205 © mynd Snorrason


                  1631. Vörðurfell GK 205, í innsiglingunni til Grindavíkur
                          © myndir í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                         1631. Gæfa SF 2 © mynd Skerpla


                   1631. Gæfa SF 2 © mynd Snorrason


                       1631. Mundi Sæm SF 1, í Njarðvik © mynd Emil Páll


                1631. Mundi Sæm SF 1, við bryggju í Njarðvík © mynd Emil Páll


          1631. Goði AK 50, í höfn á Akranesi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

Smíðanúmer 466 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1982 og afhentur 10. júní það ár.

Kom til nýrrar heimahafnar á Akranesi 20. mars 2009.

Nöfn: Fálkinn NS 325, Sigurbára VE 249, Sveinbjörg SH 317, Sveinbjörg ÁR 317, Vörðurfell GK 205, Vörðurfell SF 200, Gæfa SF 2, Mundi Sæm SF 1 og núverandi nafn. Goði AK 50.

22.08.2010 21:26

Þegar sjómanndagurinn var haldinn í Keflavík

Hér áður fyrr var haldið upp á sjómanndaginn í Keflavík með myndarlegum hætti. Sjómanndagsráð keypti hús og rak sjómannastofu og dansleikir og sjómannahóf voru haldinn á Sjómannadaginnog kom víða við. Hér gríp ég niður í ár sem eru mér tengd því ég var fengin til að starfa með ráðinu í nokkur ár á áttunda áratugnum og þá starfaði sama ráðið í nokkur ár. Eftir að það var hætt komu nýir að borðinu er fljótlega fór að draga úr hátíðarhöldunum og að lokum lognuðust þau alveg út af og í dag er komið saman í innan við klukkustund í Duushúsum og eru það einu hátíðarhöldin á sjómannadag í Reykjanesbæ.

Hér birti ég nokkrar myndir frá sjómannadeginum 1977 og það sem því tengist, en þær voru teknar í tilefni af því að Sjómannadagsblaðið gerði deginum í Keflavík nokkur skil á árinu 1978. Eru myndirnar allar út viðkomandi blaði og því ekki vitað um ljósmyndara nema í örfáum tilfellum.
     Hér má þekkja nokkra báta, en sá sem ér fyrir miðri mynd er sá sami og verið er að varð veita fyrir austan sem REX NS 3, en þegar þessi mynd var tekin hét hann 955. Óli Bjarna KE 37


               Að mig minnir þá eru þetta skipverjarnir á Keflvíking KE 100


                                   © myndir úr Sjómannadagsblaðinu 1978


22.08.2010 15:42

Örtröð á tveimur tímum á Neskaupstað í dag

Það var nánast allt á öðrum endanum á tveggja tima bili milli kl. 12 og 14 í dag á Neskaupstað og hinn duglegi ljósmyndari síðunnar Bjarni Guðmundsson sló ekki slöku við heldur tók hann þær 28 myndir sem nú verða birtar, en í aðalhlutverkum eru skipin Frio Pacfic, Kristina EA 410, Tróndur í Götu FD 175 og í minni hlutverkum koma við sögu skipin Brovig Vinton, Vöttur, Hafbjörg, Vilhelm Þorsteinsson og Beitir NK. En nú tekur Bjarni við með myndir og fyrst texta:

Kristina EA kom um tólfleitið og fór upp að bryggju og var skipið Frio Pacfic fært til og sett utaná Kristinu. Þegar búið var að binda Kristinu og Frio Pacfic kom Tróndur í Götu til löndunar í fiskiðjuverið og út á firði beið lýsisskipið Brovig Viento eftir að lóðs kæmi um borð og aðstoðaði skipið að bryggju. Þessi traffík um höfnina tók rúma tvo tíma milli 12 og 14.00  í dag.


   2629. Hafbjörg og 2734. Vöttur aðstoða Frio Pactic við að fara sig til í höfninni á Neskaupstað, einnig sést í 2730. Beiti NK 123


           Hér sjáum við Hafbjörgu, Vött, Frio Pacfic og Beitir NK að færa sig til


                                           2662. Kristina EA 410


                                         Hafbjörg, Vöttur og Frio Pacfic


                                                 2662. Kristina EA 410


                           Stefnið á Kristinu, Vöttur, Hafbjörg og Frio Pacfic


                            Vöttur, Hafbjörg, Frio Pacfic og Kristina EA


                                Verið að bæta fríholtum á 2662. Kristina EA 410


              Frio Pacfic nálgast Kristinu EA, með aðstoð Vattar og Hafbjargar


                          Hér er Frio Pacfic, nánast komin að Kristinu


                                            Hér sjáum við frá öðru sjónarhorni


                                 Tvö stór og mikil skip að leggjast saman


                                              Vöttur aðstoðar Frio Pacfic


                          Hafbjörg sér um afturhlutann að hann komi líka að


                                        Frio Pacfic er ekkert smá skip


                        Hér eru þessi stóru skip komin saman í höfninni


                           Vöttur, Frio Pacfic og Kristina EA


                            Hér sjást skipin frá enn öðru sjónarhorni


                          Tróndur í Götu FD 175, kemur inn til Neskaupstaðar


               Tróndur í Götu FD 175 og til vinstri sést í stefni 2730. Beitis NK 123


     Hér má sjá 2730. Beitir NK 123, Tróndur í Götu FD 175, 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2734. Vött


  Sömu skip og á myndinni á undan og úti á firðinum sést í lýsisskipið Brovig Vinto sem Vöttur er hér á leið út í


       2730. Beitir NK 123, Tróndur í Götu FD 175 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og lýsisskipið úti á firðinum


                                                   Tróndur í Götu FD 175


                                           Tróndur í Götu FD 175


                                    Tróndur í Götu FD 175


                  Lýsisskipið Brovig Vinto úti á firðinu og Vöttur kominn að því


               Frio Pacfic, Kristina EA og Tróndur í Götu FD  © myndir Bjarni G., 22. ágúst 2010 milli kl. 12 og 14.  Ef einhver efast um að sá tími sé réttur, þá sést það á myndunum hver tímasetningin er, því það stimplast inn neðst í hægra horninu.
               Sería þess sem sennilega er sú lengsta sem hér hefur komið, sýnir svo sannarlega hvað um var að ræða á þessum tveimur tímum. Á Bjarni miklar þakkir fyrir þetta.

22.08.2010 14:37

Oddeyrin, Hákon og Vilhelm Þorsteinsson lönduðu á Neskaupstað

Á föstudaginn landaði Oddeyrin EA  frosnum makríl á Neskaupstað og Hákon EA og Vilhelm EA lönduðu í gær laugardag. Tók Bjarni Guðmundsson, þá þessar myndir.


                     2750, Oddeyrin EA 210 á Neskaupstað 20. ágúst 2010


   2407. Hákon EA 148 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, 21. ágúst 2010 © myndir Bjarni G.

22.08.2010 14:00

Gísli á Hellu HF 313 / Ragnar GK 233 / Gestur SU 160 / Vigur SU 60 / Smári ÞH 59

Bátur þessi er smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði og er úr stáli og síðasta hálfa áratug, hefur hann að mestu eða öllu legið í höfnum norðanlands s.s. í Húsavík og á Akureyri.


                     1533. Gísli á Hellu HF 313 © mynd Snorrason


                      1533.  Ragnar GK 233, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                      1533. Gestur SU 160 © mynd skerpla


                        1533. Vigur SU 60 © mynd skerpla


                         1533. Smári ÞH 59, á Húsavík © mynd Hafþór Hreiðarsson


                 1533. Smári ÞH 59, á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðanúmer 454 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1979. Lengdur 1980 og aftur 1998.

Frá því á vetrarvertíð 2005 hefur báturinn legið við bryggju og áfram eftir að hafa verið seldur í jan. 2008. Lengi vel lá hann á Húsavík, en undanfarin ár á Akureyri.

Nöfn: Gísli á Hellu HF 313, Ragnar GK 233, Bylgja II VE 117, Gestur SU 160, Vigur SU 60 og núverandi nafn: Smári ÞH 59.