20.08.2010 16:44

Er Brettingur KE að fara á rækju?

Eins og menn vita hefur togarinn Brettingur legið við bryggju í Njarðvík frá því að hann kom nýkeyptur aftur hingað til lands fyrr á árinu. Þennan tíma hafa staðið yfir umtalsverðar breytingar og fyrst og fremst viðgerðir um borð og hófust raunar í Hull strax eftir kaupin, en héldu síðan áfram er togarinn kom hingað til lands að nýju.
Þá var talað um að togarinn færi á karfaveiðar, en samkvæmt heimildum síðunnar er nú stefnt á rækjuveiðar eftir 1. september, en þá verða rækjuveiðarnar gefnar frjálsar. Eitt er víst að undanfarið hefur veiðarfærum, trollhlerum og annað tilheyrandi verið tekið um borð og því ljóst að skipið er að fara til veiða.


     1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010