Færslur: 2010 Ágúst

16.08.2010 12:41

Á lokastigi

Á móti hvorum öðrum liggja í Njarðvíkurhöfn tveir bátar, sem báðir eru á lokastigi með að komast til veiða eftir mikla vinnu um borð. Annar þeirra er raunar nýsmíði sem var sjósett um verslunarmannahelgina, en nú er aðeins beðið eftir að ákveðinn iðnaðarmaður klári verk sitt svo hann komist til veiða. Hinn báturinn er frægur og gekk á sínum tíma undir nafninu Seníversbáturinn eða brennivínsbáturinn eftir að hafa komið frá Belgíu með fullfermi að þeirri víntegund. Báturinn þessi hefur síðustu ár legið nokkuð lengi í höfn og töldu flestir að dagar hans væru taldir, en nú er búið að gera hann upp og er vonast til að hann komist til ufsaveiða, jafnvel eftir tvo til þrjá daga. Hér birti ég mynd af skipstjórum og útgerðarmönnum beggja bátanna, tekin í morgun í Njarðvíkurhöfn.


           F.v. Gylfi Gunnarsson, á  2794. Ásdísi SH 154 og Þorgils Þorgilsson á 923. Röstinni GK 120  © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2010

16.08.2010 09:03

Friðrik Sigurðsson ÁR 17


                      1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 © mynd Ísland 1990

16.08.2010 08:42

Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10


                     1510. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 © mynd Ísland 1990

16.08.2010 00:00

Bátasmíði Þorgríms Hermannssonar - lokahluti

Hér kemur síðasti hluti með myndasyrpu af bátum sem Þorgrímur Hermannsson smíðaði, aðallega á Hofsósi. Hefur mér tekist að hafa upp á nafni og smíðaári nokkra þessara báta og birti það því undir myndunum.
Næsti syrpa er af öðruvísi bátum sem Þorgrímur smíðaði og voru þeir bátar sem hann endaði smíðar á. Hvort það birtist eftir sólarhring eða síðar kemur í ljós.


                      5271. Stormfuglinn SK 140, smíðaður á Hofsósi 1954


                                     5372. Lára EA 107, sm. á Hofsósi 1973


                                5372. Lára EA 107, sm. á Hofsósi 1973


       5372. Sæfari SH 85, hér frá Arnarstapa ex Lára EA 107, sm. á Hofsósi 1973


                                5334. Margrét ÓF 49, smíðuð á Hofsósi 1974


                               5726. Geir EA 515, sm. á Hofsósi 1976


                      Frá Akureyri, ekkert meira vitað um hann

                                 © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

15.08.2010 22:55

Júlíus ÁR 111


                              58. Júlíus ÁR 111 © mynd Ísland 1990

15.08.2010 22:52

Bjarnavík ÁR 13


                             482. Bjarnavík ÁR 13 © mynd Ísland 1990

15.08.2010 21:25

Arnar ÁR 55 og Arnar ÁR 55

Hér sjáum við tvo báta sem báðir báru sama nafn og númer


                                                       234. Arnar ÁR 55


                               162. Arnar ÁR 55 © myndir Ísland 1990

15.08.2010 18:10

Neskaupstaður: Nova Bretagne, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, Hafbjörg, Skrúður og spegilmynd

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi þessar myndaseríu í framhaldi af hinn sem birtist hér á undan. Um þetta sagði Bjarni: Farið var um miðnætti með lóðs í Nova Bretagne, 120 metra frystiskip og ein mynd tekin eftir að skipið kom að bryggju. Síðan voru myndir teknar snemma í morgun af skipinu og Vilhelm Þorsteinss EA sem var að koma í löndun. Einnig eru spegilmyndir af bátum og eru myndirnar teknar uppúr kl. 6.30 í morgun.


        Nova Bretagne, nýkomið að bryggju á Neskaupstað, rétt eftir miðnætti í nótt


                                  Nova Bretagne fyrir kl. 6 í morgun


                       2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 að koma inn í morgun


                                 2629. Hafbjörg og 1919. Skrúður í morgun


                               Skemmtileg spegilmynd af bátum og fjallinu
                             © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 15. ágúst 2010

15.08.2010 17:52

Italian Reefer lóðsað út frá Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað tók þessar myndir,  er farið var á Hafbjörgu að ná í lóðs úr Italian Reefer kl 20.00 í gærkvöldi.
                        © myndir Bjarni G., upp úr kl. 20 í gærkvöldi, 14. ágúst 2010

15.08.2010 15:10

Muggur KE 2 og Röðull GK 142


              2510. Muggur KE 2 og 2517. Röðull GK 142 © mynd Emil Páll, 2003

15.08.2010 14:47

Ágúst Guðmundsson GK 95 og Þuríður Halldórsdóttir GK 94


                               262. Ágúst Guðmundsson GK 95


                 1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © myndir Ísland 1990

15.08.2010 12:30

Hafdís ÍS 205 / Ýr KE 14 / Jón Klemenz ÁR 313

Þessi var aðeins tveggja ára er hann var keyptur hingað til lands, en á þeim 8 árum sem hann var hérlendis urðu nokkuð tíð eigendaskipi og hann bar hér á landi þrjú nöfn. Þá var hann seldur til Skotlands og eftir það hef ég þrátt fyrir mikla leit ekkert fundið um bátinn.


                     1748. Hafdís ÍS 205, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1987


                              Sama mynd og fyrir ofan, bara stækkuð


                       1748. Ýr KE 14, í höfn í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1988


                     1748. Ýr KE 14, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 1988


                     1748. Jón Klemenz ÁR 113 © mynd Snorrason


                1748. Jón Klemenz ÁR 313 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 110 hjá Rönnangs Svets AB, Rönnang, Svíþjóð 1984. Kom fyrst til Ísafjarðar 3. sept. 1986 og til Njarðvíkur 9. febrúar 1987.Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994 og seldur úr landi til Skotlands 21. desember 1994.

Nöfn: Katty GG 373, Hafdís ÍS 205, ÝR KE 14, Jón Klemenz ÁR 313 og síðan er ekki vitað meira um nöfn eða sögu eftir að báturinn fór til Skotlands.

15.08.2010 10:30

Stella Vigro, Brúarfoss og Wilson Cork

Þessi þrjú fraktskip voru á siglingu til hafna á Suðvesturhorninu, nú kl. 10.30. Stella Vigro og Brúarfoss voru bæði komin inn í Faxaflóa á leið sinni til Reykjavíkur og Wilson Cork var nýkomið fyrir Reykjanesið á leið sinni til Straumsvíkur.


                          Stella Vigro © mynd MarineTraffic.com. Tony Muldoon


                                     Brúarfoss © mynd MarineTraffic, HarryS


                           Wilson Cork © mynd MarineTraffic, proche

15.08.2010 00:00

Sitt lítið af hverju frá Hofsósi

Nú fer þeim að fækka myndaseríunum sem tengjast Hofsósi og/eða bátasmíðum Þorgríms Hermannssonar, a.m.k. í þessu hluta, hvað sem síðar verður. Þó eru örfáar syrpur eftir sem birtast nú alveg næstu daga.


                 Bryndís, sú fyrri en um leið fyrsti báturinn sem Þorgrímur Hermannsson, smíðaðir handa afasyni sínum Þorgrími Ómari Tavsen


                   Þorgrímur Hermannson við hlið 1564. Berghildar SK 137


                           © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

14.08.2010 22:37

Þórir II ÁR 77 / Bára SH 27

Hér kemur kemur Njarðvíkursmíði, sem enn er í gangi, en hefur þó aldrei verið gerður út þaðan.


                                 2102. Þórir II ÁR 77 © mynd Shipspotting.com


                   2102. Bára SH 27, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


          2102. Bára SH 27, í Rifshöfn © mynd Snorri Birgisson, 17. apríl 2010

Smíðanúmer 3 hjá Skipabrautinni hf., Njarðvik. En þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota, eignaðist Landsbankinn skrokkinn og keypur fyrstu útgerðarmenn bátsins, skrokkinn og fólu Ósey hf., Hafnarfirði að ljuka smíðinni. Því má segja að smíðin hafi hafist í Njarðvik 1994, en lokið í Hafnarfirði í febrúar 1994.

Lengdur, breikkaður, þilfar hækkað o.fl. hjá Skipavík hf., Stykkishólmi haustið 1996.

Ragnar Emilsson, skipstjóri Eyrarbakka sótti Þórir SK til Sauðárkróks um mánaðarmótin feb/mar 2005, en þá hafði Máni ÁR 70 ehf., keypt hann til Eyrarbakka. Var Ragnar með hann á dragnót fram í miðjan nóv að hann var seldur Sæbyr ehf., í Garðabær og afhentur nýjum eigendur í Hafnarfjaðrarhöfn 26. nóv. 2005.

Nöfn: Þórir SK 16, Þórir II ÁR 77, Arney HU 36, Arney HU 136 og núverandi nafn: Bára SH 27.