Færslur: 2010 Ágúst

13.08.2010 18:53

Ólafsvík í dag: Guðmundur Jensson og Ólafur Bjarnason

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessar myndir sem hann tók í dag í Ólafsvík.


                                        1426. Guðmundur Jensson SH 717


     1304. Ólafur Bjarnason SH 137 © myndir Sigurður Bergþórsson í Ólafsvík 13. ágúst 2010

13.08.2010 15:42

Hrólfur Gautreksson NK 2 eða Gauti NK 2, eins og hann var oftast kallaður

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi mér þessa myndaseríu sem hann tók á Neskaupstað í morgun.


    583. Hrólfur Gautreksson NK 2, eða Gauti NK 2 eins og hann var oftast kallaður, á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G., 13. ágúst 2010

13.08.2010 12:38

Farsæll GK 162 á leið upp í slipp

Hér birtast nokkrar myndir sem ég tók í morgun, er Farsæll GK 162, var í sleðanum á leið upp í Njarðvíkurslipp.
     1636. Farsæll GK 162, í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2010

13.08.2010 12:34

Fiesta í Njarðvík
     Norska skútan FIESTA í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2010

13.08.2010 09:30

Er þetta gamla Akraborgin

Einar Örn Einarsson, veltir upp þessum hugrenningum á Facebooksíðu sinni:


    Hér er gamla AKRABORG þegar hún var skólaskip í Ísrael. þá átti hún eftir að vera útvarpsstöð svona sjóræningjastöö, seld eftir það til S Ameríku

Nokkrum dögum áður hafði hann þessar hugrenningar á síðu sinni:


     Norskur félagi minn var í köfunarferð í S Ameríku. Hann vildi meina að skipið sem hann var á, hafi verið byggt fyrir íslendinga sem farþegaskip upphaflega. Seinna meðal annars sjóræningja útvarpsstöð í Ísrael, þaðan til S Ameríku, og því hafi verið bjargað með því að kaupa það á staðnum þar sem var byrjað að rífa það, því breytt, og lítur svona út í dag eftir breytingar. Mér finnst ég alveg sjá gömlu AKRABORG í þessu skipi. Skyldi það vera satt????

    

13.08.2010 09:00

Austfjarðasyrpa

Þar sem engar upplýsingar komu með myndunum um hvar þær væru teknar né hvenær, slæ ég því föstu að þær séu teknar víða um Austfirðina á þessu sumri. En myndasmiðurinn er Hilmar Bragason.


                                                    1929. Gjafar SU 90


                                                      2628. Narfi SU 68 


                                                     6002. Andrea KÓ 66 


                                            6143. Elva Björg SU 140


                                                 7303. Sandvíkingur NK 41


                                                   1841. Laxinn NK 71


                                                    2056. Súddi NS 2
                                    © myndir Hilmar Bragason, sumarið 2010

13.08.2010 08:41

Feranda


                                       Feranda © mynd Hilmar Bragason

13.08.2010 08:37

Þórir SF 177


                                 91. Þórir SF 177 © mynd Hilmar Bragason

13.08.2010 00:00

Hvar er Eylandið?

Gamlir skipstjórnarmenn, sérstaklega úr Njarðvík hafa spurt mig að því hvort ég hafi aldrei náð mynd af Eylandinu. Svarðið er nei, en þegar ég var búinn að fá upplýsingar um hvar þetta Eyland er, mundi ég aðeins eftir  því að einu sinni fyrir mörgum árum var til frystihús í Njarðvík sem bar nafnið Eyland og var það eftir hinu eina og sanna Eylandi.
Eyland er sker, sem er á hægri hönd þegar siglt er út úr Njarðvíkurhöfn og á að sjást til þess á stórstaumsfjöru og þá aðalega þannig að rauðlitur þarinn kemur upp á yfirborðið og eins brýtur stundum á því í vissri átt, ef hvasst er og stórstraumsfjara. Notaði ég því tækifærið nú þar sem stórstraumsfjara var, en ekkert öruggt sást, þó mér hafi aðeins fundist sjórinn vera rauðlitaður á ákveðnum stað, sem mér hafði verið áður vísað á, en það festist ekki á mynd.

Engu að síður tók ég í framhaldi af því, þessar myndir í Njarðvíkurhöfn og kring um slippinn og þar framan við, svona til að sýna hvernig fjaran lítur þarna út þegar um stórstraumsfjöru er að ræða. Ekki eru þó þeir staðir sem myndirnar birtast af, tengdir umræddu Eylandi.

Fyrir neðan fjörusyrpuna, kemur enn önnur syrpa og þá af stórstraumsflóðinu í Njarðvikurslipp, Njarðvíkurhöfn og Keflavíkurhöfn.


                         Myndir á stórstraumsfjöru í Njarðvíkurhöfn og næsta nágrenni

                                        

                                             
Svo er það stórstreymsflóðið

Þessar myndir tók ég síðan um kvöldið og þá í Njarðvíkurhöfn, Njarðvíkurslipp og Keflavíkurhöfn, en augljóslega var farið að falla frá og því flóðastaðn lækkað um eitt fet.


   Stórstreymsflóðið, í Njarðvíkurhöfn, Njarðvíkurslipp, séð inn á Fitjarnar og í Keflavíkur-
höfn, en hafa ber í huga að flóðahæð hefur lækkað þarna, um eitt fet frá því það var hæðst


                              Bæði flóða og fjörumyndir © Emil Páll, 12. ágúst 2010
                                     

12.08.2010 22:48

Fjölnir SU 57
                     237. Fjölnir SU 57 © myndir Hilmar Bragason, sumarið 2010

12.08.2010 21:42

Straumur II SH 61


      6147. Straumur II SH 61, á Arnarstapa © mynd Sigurður Bergþórsson, 10. ágúst 2010

12.08.2010 21:24

Nakkur SU 380: Næst elsti trébátur Austurlands

Spurt var nýlega um þennan bát hér á síðunni og nú hefur Sigurborg Andrésdóttir sent mér eftirfarandi upplýsingar:

Báturinn heitir Nakkur og kemur frá Djúpavogi til Eskifjarðar.Hann er næst elsti trébátur bátur Austurlands smíðaður 1912.Síðasti eigandi var Eðvald Jónsson . Elsti báturinn heitir Hrólfur Gautrexsson.kallaður Gauti og hann er á Neskaupstað smíðaður 1906.

Sendi ég kærar þakkir fyrir               693. Nakkur SU 380, á Eskifirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

12.08.2010 20:05

Hvað er þetta?

Þessi hrúga þarna á flutningavagninum í Njarðvíkurslipp, gæti vafist fyrir einhverjum, en þrátt fyrir að birtan hafi ekki verið alveg sú besta þegar myndin var tekin, þá er þessi hrúga nokkuð merkileg, því þarna er samfast ýmislegt úr Sólfara SU 16, sem rifinn var í slippnum af Hringrás. Þarna má finna vél bátsins, skrúfuöxul, skrúfuna, hluta af botni bátsins (sem var undir vélarrúmin), hluta af kjölnum og allt aftur fyrir stýrishælinn og sjálfsagt eitthvað meira. Þrátt fyrir fyrirsögnina, er þetta því ekki getraun.


                                           © mynd Emil Páll, 12. ágúst 2010

12.08.2010 18:52

Farsæll GK 162

Nú fer að styttast í að dragnótabátarnir komi til Keflavíkur, til að hefja veiðar þaðan þegar Bugtin verður opnuð. Einn þeirra Farsæll frá Grindavík er kominn, en spurningin er hvort hann skreppi ekki í slipp áður en veiðarnar hefjast. Allavega virðist ekki vera vanþörf á því.


     1636. Farsæll GK 162, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 12. ágúst 2010

12.08.2010 16:48

Mikið um að vera á Neskaupstað í dag

Bjarni Guðmundsson sendi mikla myndasyrpur sem hann tók á Neskaupstað í dag, enda mikið um að vera við höfnina þar og jafnvel skip að bíða eftir að komast að. Texti hans með myndunum var svohljóðandi:

Tók nokkrar myndir af höfninni núna áðan en mikið er þar um að vera. Verið að skipa út í Italian Reefer,  Hákon EA að landa frosnu, Bjarni Ólafsson AK að landa í fiskiðjuverið og Bjartur NK fer út í kvöld eftir sumarstopp, Gísli Súrsson undir löndunarkrananum og Sandvíkingur NK og Auður Vésteins bíða eftir  löndun.  Börkur NK  er að landa í bræðslu og verið að skipa frosnu í Green Bergen, síðan er Framnes búið að bíða út á firði eftir bryggjuplássi og afgreiðslu í hálfan annan sólahring.


                                         Italian Reefer, (fjær) og Green Bergen


      Italian Reefer, 2407. Hákon EA 148, 2278, Bjarni Ólafsson AK 70, 1278. Bjartur NK 121, 2708. Auður Vésteins GK 88 og Green Bergen


                                           Green Bergen


             Italian Reefer, 2407. Hákon EA 148 og 2278. Bjarni Ólafsson AK 70


      2407. Hákon EA 148, 2278. Bjarni Ólafsson AK 70, 1278. Bjartur NK 121, 2708. Auður Vésteins GK 88, 2608. Gísli Súrsson GK 8, 7303. Sandvíkingur NK 41 og Green Bergen


   1278. Bjartur NK 121, 2708. Auður Vésteins GK 88, 2608. Gísli Súrsson GK 8, 7303. Sandvíkingur NK 41 og Green Bergen


        1278. Bjartur NK 121, 2708. Auður Vésteins GK 88, 7303. Sandvíkingur NK 41 og 2608. Gísli Súrsson GK 8


    Italian Reefer, 2407. Hákon EA 148, 2278. Bjarni Ólafsson AK 70 og 1278. Bjartur NK 121


                                                    1293. Börkur NK 122


                 Italian Reefer, 2407. Hákon EA 148 og 2278. Bjarni Ólafsson AK 70


                                    1293. Börkur NK 122 og Green Bergen
                            © myndir frá Neskaupstað í dag 12. ágúst 2010, Bjarni G.