20.08.2010 00:00

Frio Pacifc, dregið aftur á bak inn í höfnina

Það langt skip kom í gær (fimmtudag) til Neskaupstaðar, að menn treystu sér ekki til að snúa því innan fjarðar og því var skipið dregið aftur á bak inn í höfnina. Birti ég því langar myndasyrpur frá Bjarni Guðmundssyni á Neskaupstað, sem hann tók af skipinu, ásamt hjálparskipum bæði þegar verið var að koma því inn til hafnar og síðan aðra syrpu þegar erfiðleikarnir voru úr sögunni.
En gefur Bjarna orðið um málið: Frio Pacific 146 metra frystiskip kom kl 14.30 í dag (gær). Reynt var að draga skipið afturábak inn í höfnina með aðstoð Vattar og Hafbjargar en það tókst ekki vegna þess að skipið hraktis undan vind en 12 til 15 m/s af N A voru. Sendi myndir af þessu og síðan koma svo fleiri myndir á eftir af því þegar skipið er tekið áfram ínn en plássið er afar tæpt við að snúa svona löngu skipi inn í höfninni .

Birtast nú allar myndirnar úr búðum sendingunum, en þó með greinarskil milli fyrri og síðari hluta.                    Síðari hlutinn:  Frio  Pacific kemur áfram inn í höfnina
 Frio Pacifc, 2734. Vöttur og 2629. Hafbjörg á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 19. ágúst 2010