Færslur: 2010 Ágúst

14.08.2010 21:03

Reykjaborg RE 25 / Geir KE 6 / Arnþór GK 20

Hér er á ferðinni innlend smíði, fyrir um 12 árum sem ennþá er í rekstri, en hefur þó borið fjórar skráningar á þessum rúma áratug.


                       2325. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorri Snorrason


               2325. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorrason


                                      2325. Geir KE 6 © mynd Kr.ben


                                     2325. Arnþór GK 20 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 59 hjá Skipasmíðastöðinni hf., Ísafirði 1998. Sá stöðin einnig um hönnun og teikningar.

Um var að ræða fyrsta sérhannaða skipið fyrir dragnót hér á landi.

Hleypt af stokkum 2. maí 1998 og kom til heimahafnar í Reykjavík, 22. maí sama ár.

Nöfn: Reykjaborg RE 25, Reykjaborg KE 6, Geir KE 6 og núverandi nafn: Arnþór GK 20.

14.08.2010 18:25

Sandgerði í dag: Kiddi HF 89, Ebba GK 128 og Jónsnes BA 400

Þessar myndir tók ég á fimmta tímanum í Sandgerði í dag.


                                             2488. Kiddi HF 89


                                            2238. Ebba GK 128


                                                 6894. Jónsnes BA 400
                          © myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag, 14. ágúst 2010

14.08.2010 17:25

Neskaupstaður í dag: Britt, Framnes og Hafbjörg

Bjarni Guðmundsson sendi hér smá myndasyrpu sem hann tók á Neskaupstað um miðjan dag í dag og fylgdi með svohljóðandi texti: Þessi skúta var í höfninni áðan, aftan á henni stendur Britt frá Heenvliet. Síðan læt svo fylgja myndir af Framnesinu en það fór núna rétt fyrir kl. 16,  en það tók 35 klst að afgreiða skipið.


                                                   Britt, frá Heenvliet
                                      Framnes, að fara frá Neskaupstað


                                                2629. Hafbjörg o.fl.
                         Frá Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 14. ágúst 2010
                                         

14.08.2010 15:45

Kraumandi höfnin af vaðandi makríl

Það var einkennilegt að horfa á hvít flyssandi og kraumandi bletti víða um Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag. Þegar betur var að gáð þá voru þarna vaðandi makríl torfur, sem skutust upp hér og þar um hafnarsvæðið. Fljótlega fóru veiðimenn að hópast á ný niður á bryggjur, en ekki var veiðin þó í hlutfalli við það sem sást á sjónum. Tók ég nokkrar myndir af þessum blettum þegar þeir sáust hér og þar um höfnina, en þetta myndast ekkert of vel.


                Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 14. ágúst 2010

14.08.2010 15:20

Happasæll KE 94 í smá sjávarróti

Þessi myndasyrpa var tekin rétt um hádegisbilið í dag er Happasæll KE 94 var að koma úr róðri.


                      1767. Happasæll KE 94 © myndir Emil Páll, 14. ágúst 2010

14.08.2010 13:30

Rex NS 3

Hilmar Bragason tók þessa mynd á Fáskrúðsfirði og fylgdi með svohljóðandi texti:
 Rex NS 3, er á Fáskrúðsfirði og er minnisvarði um Einar Sigurðsson skipasmið á Fáskrúðsfirði.  Báturinn var smíðaður af Einari fyrir Vilhjálm Sigtryggsson á Langanesi á árinu 1963 og hét fyrst Litlanes. -  Svo mörg voru orð Hilmars og því bæti ég við sögu bátsins fyrir neðan myndina.


            955. Rex NS 3, á Fáskrúðsfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

Smíðaður hjá Bátamíðastöð Einars Sigurðssonar, Fáskrúðsfirði 1963. Úreldur 16. september 1994 og afskráður 2. desember 1994.

Eftir að báturinn hafði verið afskráður, gaf síðasti eigandi hans, Árni Sigurðsson, Seyðisfirði hann til Fáskrúðsfjarðar. Þar er ætlunin að gera hann upp og varðveita á minjasafni á Fáskrúðsfirði til minningar um Einar Sigurðsson, skipasmið. En Einar starfaði á Fáskrúðsfirði nánast alla sína starfsævi og byggði marga báta.

Nöfn: Litlanes ÞH 52, Þórsnes SI 52, Óli Bjarna  KE 37, Mónes NK 26, Hulda GK 114 og Rex NS 3.


14.08.2010 09:47

Frá Höfn

Þessar skemmtilegu myndir tók Svafar Gestsson á Höfn, Hornafirði er þeir voru inni á Jónu Eðvalds í næst síðustu löndun.


                                    Plastbátar umhverfis 2. Akurey SF 52


                       173. Sigurður Ólafsson SF 44 og 2403. Hvanney SF 51


                                              2638. Ingibjörg og 2042. Björn lóðs
                                          © myndir Svafar Gestsson, í ágúst 2010

14.08.2010 09:41

Dauður búrhvalur

Þeir á Jónu Eðvalds SF 200 sigldu í morgun fram á þennan dauða búrhval, er þeir voru á leiðinni á síldarmiðin og sendi Svafar Gestsson mér þessar myndir.


                             © myndir Svafar Gestsson, 14. ágúst 2010

14.08.2010 09:35

Gamalt stýrishús

Hér sjáum við gömlu brúnna af 1084. Friðrik Sigurðssyni, þar sem hún liggur á Seyðisfirði. En það var Hilmar Bragason sem tók myndina í sumar.


        Gamla brúin af 1084. Friðrik Sigurðssyni, en myndin er tekin á Seyðisfirði
                                     © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010

14.08.2010 09:32

Akurey SF 52
                  2. Akurey SF 52 á Hornafirði © myndir Hilmar Bragason

14.08.2010 00:00

Þokumyndir úr Sandgerði

Skyndilega lagðist svarta þoka yfir Sandgerði og tók ég þessar myndir fyrir um 6 klukkustundum, þ.e. föstudaginn 13. kl. 18, en segi þó í gær, þar sem þetta birtist er nýr dagur er kominn.


                     Þokumyndir úr Sandgerði © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2010

13.08.2010 22:30

Sandgerði: Hulda HF, Lilli Lár GK, Salka GK, Íslandsbersi HF og rúsir hornar

Hér kemur örstutt syrpa frá Sandgerði í dag um kl. 18, en erfitt var að taka myndir þar sem svarta þoka lagðist yfir byggðina og mun því sérstök þokusyrpa birtast frá Sandgerði eftir miðnætti í nótt, hér á síðunni. Þessar myndir sluppu í þrátt fyrir þokuna.


                                                      6973. Hulda HF 27


                                              1971. Lilli Lár GK 132


                                 1438. Salka GK 79 og 2099. Íslandsbersi HF 13


     Þá þessu sama sjónarhorni tók ég nýlega mynd af húsi sem eyðilagðist af bruna og stóð við Sandgerðishöfn. Nú er búið að fjarlægja rústirnar, enda Sandgerðisdagar framundan og þá á að vera búið að klæða Sandgerði í Sparifötin eins og Sandgerðingar segja sjálfir.
                                © myndir Emil Páll, í dag, 13. ágúst 2010

13.08.2010 21:30

Hornafjörður: Húni SF, Sigurður Ólafsson SF og Sæborg GK

Hér koma þrjár myndir teknar á Hornafirði, trúlega á þessu sumri og er ljósmyndari Hilmar Bragason


                                           173. Sigurður Ólafsson SF 44


                                                  2567. Húni SF 17


       2641. Sæborg GK 68 © myndir Hilmar Bragason, sumarið 2010, á Hornafirði

13.08.2010 20:30

Esja, Akrafjall og Hafnarfjall bak við ský eða þoku í dag

Þessar myndir tók ég um miðjan dag í dag frá Vatnsnesi í Keflavík og sést á annarri smá rák af Esju og á hinni svipað á Akrafjalli og Hafnarfjalli. Hvort þetta er þoka eða svona lágskýjað skal ósagt látið.


                                                           Esja


                                                  Hafnarfjall og Akrafjall
                                       © myndir Emil Páll, í dag 13. ágúst 2010

13.08.2010 19:20

Njarðvík: Eigandahjónin og skipstjórinn - Stígandi og Álftafell

Tveir myndir teknar af handahófi í Njarðvíkurhöfn síðdegis í dag.


    Eigandi Drífu SH 400 (þessi með húfuna) eiginkona hans og skipstjóri bátsins á spjalli í Njarðvikurhöfn í dag, án þess að vita að verið var að taka af þeim mynd


                               1195. Álftafell ÁR 100 og 6732. Stígandi ÍS 181
                            © myndir Emil Páll, í Njarðvik í dag 13. ágúst 2010