Færslur: 2010 Ágúst

06.08.2010 12:35

Jóna Eðvalds SF 200 og Ásgrímur Halldórsson SF 250 á tvíburatrolli - myndir

Félagi okkar og ljósmyndari, Svafar Gestsson, vélstjóri á Jóni Eðvalds er nú kominn aftur á sjóinn eftir 4 vikna sumarfríi í Portugal. Hann er því hress og endurnærður og sendi því í morgun þessar myndir. En þeir voru að. landa á Höfn um 630 tonnum Þeir eru núna á tvíburatrolli með félögum sínum á Ásgrími Halldórssyni og eru að reyna að veiða síld en það gengur erfiðlega
þar sem að makrilinn slæðist með.


                                                     Lukkutrollið látið fara


                                                  Línu skotið milli skipa


                                 Strákarnir á Ásgrími Halldórssyni gera klárt


           2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © myndir Svafar Gestsson, í ágúst 2010

06.08.2010 10:20

Maron GK 522

Maron GK 522 hefur að undanförnu verið á lúðuveiðum, en hefur nú svissað um og er kominn á ufsaveiðar. Hér er mynd tekin af honum í gær er hann var að færa sig innan hafnarinnar í Njarðvík.


             363. Maron GK 522, í  Njarðvík í gær © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

06.08.2010 10:15

Körin tekin um borð

Þó ég hafi birt fjölda mynda og tekið einar 90 af þessum báti er hann kom með nýja númerið, þá smellti ég þessari af honum í gær er verið var að hifa kör um borð.


         2400. Hafdís SU 220, í Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

06.08.2010 09:37

Strandveiðarnar: D-svæði opið eitthvað lengur

Frá og með 9. ágúst 2010 eru strandveiðar bannaðar á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps og svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. Þá eru strandveiðar bannaðar frá og með 10. ágúst á svæði C, frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps
Engin tilkynning hefur komið um D-svæðið og því virðist það vera opið eitthvað lengur, enda voru aflabrögð fremur léleg nú síðustu daga á því svæði, en mikið æti virðist vera í sjónum á miðum a.m.k. þeirra sem róa frá Suðurnesjum.

06.08.2010 07:52

Fuglaskot

Þessa mynd tók ég af engu tilefni í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi.


                                © mynd Emil Páll, í Keflavíkurhöfn 5. ágúst 2010

06.08.2010 07:50

Víkingur KE 10


                     2426. Víkingur KE 10, í Grófinni © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

06.08.2010 07:45

Rá KE 11

Hér sjáum við bátinn koma inn í Grófina í Keflavík í gærdag


            6488. Rá  KE 11, í Grófinni í gær © myndir Emil Páll, 5. ágúst 2010

06.08.2010 00:00

Kyrrsett skip ennþá á Seyðisfirði

Fyrir mörgum mánuðum var erlent skip sem kom óvænt til Seyðisfjarðar kyrrsett þar, vegna ástands skipsins og eins af því að ekki lá fyrir hversvegna skipið kom. Enn í dag mun skipið vera á Seyðisfirði, a.m.k. samkvæmt þessum myndum sem Hilmar Bragason tók af því á dögunum.


       Skipið ber engin einkenni, en þó má sjá ef efsta myndin er skoðuð vel að skipið hefur einhvern tíman borið númerið NC 302 © myndir Hilmar Bragason, sumarið 2010


05.08.2010 22:59

Steini GK 34


     6905. Steini GK 34, að koma til Keflavíkur um kl. 19 í kvöld © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

05.08.2010 21:58

Hnokki GK 32


      6024. Hnokki GK 32, utan við hafnargarðinn í Keflavík © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

05.08.2010 21:01

Dóri í Vörum GK 358


     6192. Dóri í Vörum GK 358, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

05.08.2010 20:38

Neskaupstaður i dag: Síldarbátur, mjölskip og strandveiðibátar

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað sendi mér myndir teknar í dag  við höfnina og sýna þær, Börk sem kom kl 10.30 með 500 tonn af síld, mjölskip sem kom um kaffileitið og strandveiðibáta sem voru að koma að landi eftir hádegi


                                             1293. Börkur NK 122

 


                                          Mjölskipið CEG COSMOS


                                      6517. Ólsen NK 77 og 1567. Nípa NK 19


                                            1791. Hafdís NK 50


   1791. Hafdís NK 50, sami bátur og var til umfjöllunar eftir miðnætti, vegna þess að hann sökk tvisvar og var tvisvar náð upp í ágúst 2008


                                               1844. Sæfari NK 100


                                             6477. Mímir NK 70


                                         7059. Margrét NK 80


     7059. Margrét NK 80, 1567. Nípa NK 19,  6826. Vöggur NK 40 og við grjótgarðinn er 6517. Olsen NK 77, fyrir aftan Olsen sér í Ceg Cosmos  © myndir Bjarni G., á Neskaupstað 5. ágúst 2010

05.08.2010 19:50

María KE 200


     6807. María KE 200, kemur að landi í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2010

05.08.2010 17:40

Happasæll KE 94


    1767. Happasæll KE 94, kemur inn til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 5. ágúst 2010

05.08.2010 14:46

Síldarsöltun á Hofsósi

Þessi mynd sýnir síldarsöltun á Hofsósi fyrir miðja síðustu öld, eða nánar tiltekið árið 1946 og er úr safni Þorgríms Ómars Tavsen, en á næstunni munu birtast fleiri gullmolar úr þessu safni, þó þeir séu kannski ekki allir svona gamlir.


             Síldarsöltun á Hofsósi 1946 © mynd úr safni Þorgríms Ómars Tavsen