Færslur: 2010 Ágúst

09.08.2010 20:19

Björgun Storms: Tilraun gerð um miðnætti

Eins og ég sagði í dag, er hafin á vegum Köfunarþjónustunnar, tilraun til að ná Stormi SH 333 af botni Njarðvíkurhafnar. Notuð verður svipuð aðferð og þegar Ver RE var náð upp í Reykjavíkurhöfn á dögunum og er stefnt á að prufa þetta í kring um miðnætti, því þá verður fjara.

Hér koma fjórar myndir frá undirbúningnum á bryggjunni í Njarðvik. Tvær fyrstu myndirnar voru teknar í dag kl. 16, en síðari tvær núna kl. 20.
                           © myndir í Njarðvíkurhöfn, Emil Páll, 9. ágúst 2010

09.08.2010 16:46

Björgun Storms SH hafin í Njarðvík

Loksins myndu einhverjir segja, en nú síðdegis mættu menn frá Köfunarþjónustunni til að bjarga Stormi SH, sem sökk í Njarðvikurhöfn 29. júní sl. Verður gerð tilraun þegar fjarar í kvöld. Ef ég man rétt þá eru þetta sömu aðilar og náðu Ver RE 112 upp úr Reykjavíkurhöfn á dögunum.

Þar sem ég er ekki staddur við tölvuna mína, kem ég ekki myndunum sem ég tók á staðnum inn á síðuna og því bíður það síðari tíma.

09.08.2010 08:05

Óðinn

Hér sjáum við eina af þeim myndum sem voru í sígrettupökkum í gamla daga


                  Varðskipið Óðinn © mynd úr sígarettupakka

09.08.2010 08:01

Hesteyri í Jökulfjörðum

Strompurinn á myndinni ber þess merki er varðskip fór einu sinni þarna framhjá og varðskipsmenn skutu á strompinn.


   Strompurinn á Hesteyri sem ber merki varðskipsmanna © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen

09.08.2010 07:56

Djúpuvík

Þó myndin sé tekin í mikilli fjarlægð og birta ekki rétt, grillir í flakið af Suðurlandinu sem þarna er í fjörunni, en því var komið þar fyrir sem verbúð fyrir starfsfólk, er verksmiðjan í Djúpuvík á Ströndum var blóma.


                              Djúpuvík © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen

09.08.2010 07:40

Frá Hofsós
                    Frá Hofsósi © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

09.08.2010 00:00

Vinsælar Málmeyjarferðir

Þorgrímur Ómar Tavsen stundaði á tímabili fastar ferðir út í Málmey og birtast nú myndir frá því að hann ferjaði fólk á léttabáti frá Straumey sem hann var með í ferðum.
En upphafið hjá honum var að tólf ára gamall var hann orðinn túlkur hjá pabba sínum sem var með ferðirnar og 1997 var hann orðinn löglegur til að sjá um þær sjálfur. Fór hann í fyrstu með ýmsa hópa s.s. Fjárlaganefnd Alþingis og fl. á Hafborginni.
Síðan tók hann í notkun Gáska og að lokum var það Straumey sem var notuð í ferðirnar og síðan var ferjað í land á léttabáti og er í land var komið var slegið upp grillveislu í eyjunni. Ferðir þessar voru fljótt mjög vinsælar, en þær stundaði hann á árunum frá 2000 til 2005 og var aðsóknin stundum allt upp í 100 manns í ferð og fór hann t.d. tvisvar með tvo þilfarsbáta til viðbótar kjaftfulla með ferðamenn og sem fyrr endaði allt þetta fólk í vinsælum grillveislum úti í eyjunni. Kom fólk þetta frá ýmsum þjóðlöndum og stundum voru fólk frá allt upp í 17 lönd í ferðunum.
                     Þorgrímur Ómar að lagfæra lendingaraðstöðuna í eyjunni


                                              Fólki hjálpað út í bátinn


   Hér sjáum við Þorgrím Ómar í einkennisbúning, en hann mun vera með þeim fyrstu í ferðaþjónustunni hvað stjórnendur báta varðar sem tók upp slíkan búning. Úti á legunni sést í Straumey.


                                         Þarna er léttabáturinn vel hlaðinn


                                   Já aukaplássið var ekki mikið í bátnum


                     Hér er komið að eyjunni enn einu sinni með fullan bát af ferðafólki
                                     © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

08.08.2010 22:45

Bátasmíði Þorgríms Hermannssonar - 2

Hér sjáum við tvo báta sem Þorgrímur Hermannsson smíðaði á sínum tíma, en fleiri myndir úr safni afastráks hans Þorgríms Ómars Tavsen munu birtast hér á síðunni síðar.
                              © úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

08.08.2010 21:06

Frá Arnarstapa í dag

Þessa miklu myndasyrpu tók Aðalheiður á Arnarstapa í dag og sendi ég henni kærar þakkir fyrir.
                           Frá Arnarstapa í dag © myndir Aðalheiður 8. ágúst 2010

08.08.2010 20:07

Góður fengur - keypti húsbíl fyrir gróðann

Árið áður en hrefnuveiðar voru leyfðar fékk Þorgrímur Ómar Tavsen 10 metra langa hrefnu í grásleppunetin, sem sannarlega var happafengur, því gróðinn af því var svo mikill að hann gat keypt húsbíl fyrir. Hér sjáum við fjórar myndir af fengnum
                  Hrefnan komin á þeirri neðstu © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen

08.08.2010 19:26

Aldan RE 327

Hér koma tvær myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen lét mig hafa og afi hans Þorgrímur Hermannsson tók í ágúst 1964 og sýnir báta og skip í Reykjavíkurhöfn.


                                    268. Aldan RE 327


        268. Aldan RE 327 og fleiri skip í Reykjavíkurhöfn í ágúst 1964
                               © myndir Þorgrímur Hermannsson

08.08.2010 17:10

Axel í Helguvík

Þetta íslenska flutningaskip, sem er með heimahöfn í Færeyjum hefur í gegn um árin oft komið til Helguvíkur og því kannski í bakka fullan lækinn að taka mynd af því þar. En svo er ekki því nú eru tvær ástæður fyrir myndatökunni. Sú fyrri er að Sandgerðingar færðu skipstjóranum, þ.e. Njarðvíkingnum Jóni Magnússyni tertu er hann kom þangað þ.e. til Sandgerði, í fyrsta sinn  á dögunum. í langan tíma og fram kom í fréttum að skipið myndi nota Sandgerði í stað Helguvíkur í framtíðinni, en í Helguvík kom hann samt núna. Hin ástæðan er að ég hef ekki áður séð hann liggja með framendann upp í bergið, heldur hefur skuturinn snúið þangað. En svona er mikið skemmtilegra að taka mynd af skipinu.


                        Axel, í Helguvík í dag © mynd Emil Páll, 8. ágúst 2010

08.08.2010 12:11

Bliki 22ja tonna

Með þessum myndum eru litlar upplýsingar aðeins að báturinn heiti Blik og hafi verið 22 tonn að stærð. Miðað við það sem mér sýnist helst, þá gæti þetta hafa verið Bliki VE 143, sem smíðaður var í Vestmannaeyjum 1922 og bar aðeins þetta eina nafn þar til hann sökk í róðri NV af Vestmannaeyjum 1. mars 1942. Myndirnar eru úr eigu Þorgríms Hermannssonar og sumar teknar eftir hann en komu til mín úr safni Þorgríms Ómars Tavsen afabarns hans.
 Aftan á þessari mynd stóð:  Þorgrímur á rúllunni, Leifi fyrir aftan, Sveinn Jóhann að draga og Júlli Sigurðs í Skjaldbreið.  ©  mynd Kristján Sigurðsson


    Bliki  og myndir um borð í Blika © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

08.08.2010 12:02

Baldvin Þorvaldsson SK 60

Hér kemur einn gamall, sem var þó til í tæp 30 ár og komst á þessum tíma í eigu Þorgríms Hermannssonar sem síðar varð bátasmiður með meiru. Afabarn hans Þorgrímur Ómar Tavsen kom þessum myndum til mín eins og öðrum sem ég er að koma með þessa daganna.

Mun ég aðeins fara yfir sögu bátsins í máli og birti þær þrjár myndir sem ég fékk frá Þorgrími Ómari.


     278. Baldvin Þorvaldsson SK 60 © myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen

Smíðaður á Akureyri 1942. Sökk 26. júní 1971 við Hólmanes í Þistilsfirði.

Nöfn: Baldvin Þorvaldsson EA 721, Baldvin Þorvaldsson SK 60, Baldvin Þorvaldsson SI 70, Andvari ÞH 81 og Hagbarður ÞH 81.

08.08.2010 10:50

Fáskrúðsfjörður: Ljósafell SU 70


         1277. Ljósafell SU 70 á Fáskrúðsfirði © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010